Náðu í appið
65
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barna

Peter Pan 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. mars 2004

The timeless story as you've never seen it before.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Wendy Darling les sögur fyrir bræður sína á hverju kvöldi um sverðabardaga, ævintýri, og hinn hræðilega Krók kaftein. En börnin verða beinir þátttakendur í enn ævintýralegri sögu þegar Pétur Pan flýgur inn í herbergi til þeirra kvöld eitt og fer með þau inn í Hvergiland. Wendy og bræður hennar ganga til liðs við Pétur og Týndu Drengina í spennandi... Lesa meira

Wendy Darling les sögur fyrir bræður sína á hverju kvöldi um sverðabardaga, ævintýri, og hinn hræðilega Krók kaftein. En börnin verða beinir þátttakendur í enn ævintýralegri sögu þegar Pétur Pan flýgur inn í herbergi til þeirra kvöld eitt og fer með þau inn í Hvergiland. Wendy og bræður hennar ganga til liðs við Pétur og Týndu Drengina í spennandi og skemmtilegri tilveru sem er laus við reglur fullorðna fólksins, en lokaorrustan verður síðan við Krók kaftein og blóðþyrsta sjóræningja hans. ... minna

Aðalleikarar


Peter Pan er gegu mynd ég elska Peter Pan gaurin hann er bara sætur.Myndin er mjög vel gerð og hvernig þau fljúga er bara geðveikt cooooooolllll.Mig langar að sjá myndina og eigana ég vissi ekkert einu sinni hvort það væri mynd um þeta fyrr en systir mín kom til mín með myndina og ég horði oft á hana þá og við erum ekki búin að skila henni og veit ekki hvort ég vill það.


Kv Byndís
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtanagildið í þessari mynd er nánast endalaus, en hvað varðar ást á milli tveggja barna var ekkert til að heilla mig, sonur minn hafði endalaust gaman af þessari mynd og sagði við mig að við ættum helst að kaupa hana þegar hún kæmi í búðina, myndin er náttúrulega klassík, og ef þið hafið séð eina Pétur Pan mynd vitið þið nákvæmlega hvað þið eigið von á....

En samt ekki, tæknibrellur, og vondugæjarnir halda manni alveg við efnið, þannig að sjáið hana endilega, eiguleg mynd í góðum búningi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pétur Pan. Skemmtileg mynd fyrir börn jafnt sem fullorðna. Sjálfur er ég að skríða vel yfir tvítugt og þótti myndin virkilega skemmtileg. Vildi gefa myndina þrjár og hálfa stjörnu en fyrir litlu systur mína þá varð ég að gefa henni fjórar. Henni þótti myndin alveg æðisleg, hún er tólf ára. Ef ég á nú að segja aðeins frá myndinni þá er hér eitthvað hægt að kjammsa á.

Það sem ég tók helst eftir var hvað myndin var rosalega flott og tónlist passaði rosalega vel við myndina. Oft getur tónlist skemmt flotta og góða mynd. Það finnst mér að minnsta kosti. Ætla ekki að nefna nein nöfn, þar að segja hver gerði hvar. Bara hvað var flott og hvað mér fannst ekki alveg nógu gott. Til dæmis fannst mér Glingló eins og hún heitir víst ekki alveg nóg og góð. En var samt skemmtileg. Fannst annars allir leikararir stór góðir. Án þess að minnast eitthvað á hvað leikarar heita og nöfn á fólki sem koma myndinni við þá get ekki komið meira til ykkar lesendur. Vonandi gefur þetta ykkur einhverja hugmynd um hvað mér þótti um myndina. Mæli með henni fyrir börn jafnt sem fullorðna sérstaklega þau sem hafa gaman af alvöru sígildu ævintýri. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mjög fín
Ég er reyndar enginn sérfræðingur í sögunni um drenginn sem ekki vildi fullorðnast, en ég þekki a.m.k. flotta ævintýramynd þegar ég sé hana. Peter Pan hlýtur umsvifalaust titilinn sem best útlítandi barnamynd síðasta árs, og er ja... bara nokkuð skemmtileg einnig sem heild.

Eins og ég minntist á, þá þekki ég ekki söguna inn og út, en ég veit sitt og hvað um hana og ég tók eftir ýmsum sögubreytingum. Þær gengu vissulega ekki allar upp, en margar reyndust athyglisverðar. Sagan sjálf er mjög vel keyrð, og myndin græðir stóran plús á traustum leikurum. Það gerist ekki oft þar sem maður sér svona marga barnaleikara án þess að einhver þeirra fari í taugarnar á manni en hér hefur valið greinilega verið vandað. Krakkarnir sem leika aðalhlutverkin standa sig merkilega vel, sem og allir aðrir leikarar. Jeremy Sumpter (Frailty) lítur út fyrir að eiga allan ferilinn framundan, enda stendur hann sig stórvel í titilhlutverkinu. Svo er það Jason Isaacs, sem eignar sér skjáinn. Hann brillerar gjörsamlega í tveimur hlutverkum, þótt Hook fígúran hafi skarað meira fram úr. Hann verður bókstaflega að rullunni og sýnir að hann sé mun betri í því heldur en Dustin Hoffman reyndist vera þegar hann tók það að sér í bíómyndinni Hook árið 1991 (sem mér hefur annars alltaf þótt frekar vanmetin mynd). Richard Briers er svo virði að minnast á, en hann var líka óborganlegur sem Smee, og átti hreinlega allar bestu línur myndarinnar.

En Peter Pan hefur þó sína veiku punkta. Fyrst ber að nefna leikstjóravalið. P.J. Hogan er reyndar fínn leikstjóri og gerir margt gott, en einstaka sinnum gerir hann myndina að of mikilli ástarræmu (ekki láta það koma ykkur á óvart, maðurinn er nú þekktur fyrir einhverjar mestu konumyndir síðustu aldar: Muriel's Wedding & My Best Friend's Wedding). Í alvöru talað! Er þetta ekki meginlega barnamynd?! Þótt krakkarnir tveir í aðalhlutverkunum áttu ágætis 'chemestry' saman þá var ég bara engan veginn hrifinn af rómantíkinni. Og hún í bland við sviðsmyndirnar, skrautlegu tæknivinnsluna og brjáluðu litadýrðina fannst mér stundum eins og ég væri að horfa á Moulin Rouge.

Myndin skiptist líka allt frá því að vera hlý og hjartnæm upp í ansi hallærislega væmni (''I do believe in fairies!'' dæmið var bara too-much...). En þrátt fyrir það skemmti ég mér bara prýðilega á myndinni. Það eru akkúrat svona barnamyndir sem við þurfum meira af núorðið; svona myndir sem eru litríkar, fjörugar, skemmtilegar og í senn metnaðarfullar. Ég er viss um að börn sem og margir foreldrar eiga eftir að fíla þessa mynd á mjög góðan máta.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn