Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Af tilviljun þá sá ég Once Around fyrir nokkrum árum. Daginn eftir fór ég út í búð og keypti mér eintak. Síðan þá hef ég horft á þessa mynd þegar mitt eigið líf virðist vera í ringulreið. Ekki veit ég alveg afhverju, en þegar ég horfi á Once Around, þá fyllist ég einni vissu;Hversu ólíkir eða ósammála fjölskyldumeðlimir eru, hversu mikil ringlureið sem ríkir innan veggja heimilsins, þá eru sum tilfinningabönd sterkari en svo að rifrildi eða uppnám geti slitið þau. Once Around fjallar um Bella fjölskylduna. Höfuð fjölskyldunnar Joe Bella, lystilega leikinn af Danny Aiello, er á því stigi að hætta vinna. Dætur hans tvær eru að komast á þann aldur að flytjast að heiman og jafnvel giftast, nokkuð sem sonur hans hefur nú þegar gert. Eftir að Jan Bella (leikinn af Laura San Giacoma) giftist, biður systur henna, Renata (Holly Hunter), kærasta sinn um að giftast sér. Henni til mikillar furðu og gremju þá vill hann alls ekki giftast og virðist ekki ætla sér það nokkurn tíma á næstunni. Renata verður að endurmeta lífsviðhorf sitt, og gerir svo með því að ráða sig til starfa við að selja íbúðir. Þar kynnist hún óvenjulegum eldri manni, Sam Sharpe (Richard Dreyfuss), og fellur algjörlega fyrir honum. Sam er einn af þessum mönnum sem lifir fyrir mínútuna. Hann er vel settur, öruggur með sjálfan sig og hefur ekki áhyggjur af skoðunum annarra. Þegar hann verður hluti af Bella fjölskyldunni þá er ekki nema vona að brestir komu á hið annars samhenta fjölskyldu líf. Holly Hunter og Richard Dreyfuss hafa áður skilað frá sér skemmtilegri mynd, Always, og tekst þeim jafnvel hér að skapa straum sín á milli. Þó að sjálfsögðu sé þetta ósköp væminn og ægilega amerísk mynd, þá tekst henni samt að vera trúverðug, og skemmtileg á sama tíma. Ég hef horft á þessa mynd með þó nokkrum vinum og kunningjum, og ekki hafa nú allir verið sammála mér um að hér sé um eitthvert meistaraverk að ræða. En þetta getur nú verið mismunandi (horfði með konu minni á Ice Castle um daginn, og ekki var ég til dæmis svo yfir mig hrifinn af þeirri mynd, meðan hún hágrét yfir henni). Lítið á Once Around, sjáið hvort hún hefur jafn hugguleg áhrif á ykkur og hún hafði á mig.