Aðalleikarar
Leikstjórn
Hvað veldur því að þrjú ungmenni deyja í gömlu neðanjarðarbyrgi og aðeins ein stúlka kemst af illa leikin? Ég bjóst ekki við miklu af þessari mynd, en hún kom mér verulega á óvart, ekki síður fyrir leik en söguþráð. Myndin er hreint mögnuð, tekur á sálfræðinni jafnt sem taugunum og endirinn er gjörsamlega ófyrirsjáanlegur. Ég kannaðist aðeins lítillega við leikarana, en Thora Birch þótti mér framúrskarandi sem hin dularfulla aðalpersóna, sem smátt og smátt púslaði saman minningum og sífellt ógnvæglegri saga kom fram er sálfræðingurinn hennar leitaði upplýsinga, m.a. annars hjá félaga stúlkunnar. Ég get engan veginn sett The Hole við hlið annarra unglingamynda hvað varðar gæði, hún er svo miklu úthugsaðri og vandaðri að mínu mati. Hún skilur kannski ekki mikið eftir sig og er alveg eins góð á spólu eins og í bíó, en ég held hún geti komið mörgum á óvart og mæli með henni fyrir aðdáendur góðra ráðgátu-spennumynda.
Ansi skemmtileg mynd um nokkur ungmenni sem felast í gömlu neðanjarðarbyrgi. Meira má eiginlega ekki segja án þess að skemma fyrir, en myndin er ansi skemmtileg og hinir ungu leikarar standa sig undantekningarlítið stórvel.
The hole er bresk spennumynd um 4 ungmenni sem að fara í neðanjarðarbyrgi til að sleppa við skólaferðalag. Allt gengur eins og í sögu fyrstu 3 dagana en þegar þau uppgvöta að þau eru læst inni með engin tengsl við ummheimin fer nú heldur betur að síga á ógæfuhliðina. Myndin á það til að verða nokkuð óhugnanleg án þess samt að ná upp verulegri spennu. Hún er frumleg en líður fyrir það að hún er gerð fyrir lítin pening sem að gerir það að verkum að leikstjórinn treystir um og of á handritið sem er því miður gloppótt. Margt sem manni fannst ekki alveg ganga upp. Leikararnir standa sig ágætlega. Myndin fær 1 stjörnu fyrir frumlegheit, 1 stjörnu fyrir leik og 1/2 stjörnu fyrir á ná að framkalla gæsahúð nokkrum sinnum. Í stuttu máli sagt - hér er á ferðinni þokkalegasta spennumynd sem vert er að skoða.
The Hole er breskur spennutryllir sem segir frá nokkrum menntaskólakrökkum sem taka upp á því að fela sig í yfirgefnu neðanjarðar sprengjuvirki til þess að sleppa við leiðinlegt skólaferðalag. Upprunalega ætla þau aðeins að dvelja þar í þrjá daga en af dularfullum ástæðum lengist dvöl þeirra töluvert þegar þetta frí þeirra tekur ógeðfellda stefnu. Það er ekki rétt að kalla þetta hrollvekju eða hryllingsmynd því að þetta er miklu frekar spennutryllir - hér er enginn geðsjúkur eða yfirnáttúrlegur morðingi á hælum söguhetjanna. Það eru margir jákvæðir puntkar við myndina, þá helst að hún verður verulega óhugnaleg á köflum ásamt því sem að söguþráðurinn er ansi góður og trúverðugur. Megnið af leikurunum eru óþekktir nema Thora Birch sem lék í American Beauty. Þeir standa sig samt sem áður vel og skila sannfærandi frammistöðum. Hljóðrás og myndataka eru einnig með besta móti. Í stuttu máli er The Hole ógnvekjandi og áhugaverð kvikmynd. Ekkert meistaraverk svosem, en velkominn skammtur af frumleika á slöku kvikmyndaári. Þess má að lokum geta að ég mæli ekki með henni fyrir viðkvæma. Niðurstaðan er því þrjár stjörnur.
Ég fór á þessa mynd þegar ég skrapp til Skotlands síðasta vor. Hún var sýnd í mjög litlum sal, en það átti þó ekki að geta skemmt myndina. Myndinni var lýst sem einhverri skoskri unglinga-hryllingsmynd, sem átti að vera allt öðruvísi en öll Scream-I Know What You Did-þvælan. Ég fór þess vegna á þessa mynd með opnum huga í von um eitthvað nýtt og spennandi. Ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum. Um leið og myndin byrjaði vissi ég að hér var ekki allt eins og það ætti að vera. Ég held ég geti sagt með góðri samvisku að ég hafi aldrei haldið puttunum á mér eins lengi í eyrunum og á The Hole. Myndin er að vissu leyti eins og Blair Witch 2, þ. e. a. s. ógeðslegu flash-bökkin sem komu alltaf í Blair Witch 2 eru bara tekin og lengd upp í 1 og hálfan tíma. Þetta er með þeim slakari myndum sem ég hef á ævinni séð. Hún gerir út á viðbjóðinn og ógeðið og ofbýður manni oftar en einu sinni og oftar en tvisvar! Ég er mikill aðdáandi hryllingsmynda, en ég bara hreinlega skil ekki afhverju þessi mynd lendir ekki beint á leigunum. Forðist þessa eins og heitan eldinn!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Hildegard Schmahl, Maritta Horwarth
Framleiðandi
Miramax
Tekjur
$7.819.851
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
7. desember 2001