Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Mean Machine 2001

Frumsýnd: 5. apríl 2002

Not Your Usual Suspects / It's Not Just About Football, It's About Pride Inside!

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Hinn smánaði, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, Danny “Mean Machine” Meehan, er fangelsaður fyrir að ráðast á tvo lögregluþjóna. Á meðan hann er í fangelsi, þá nýtur hann engra forréttinda þó svo að hann sé frægur utan veggja fangelsisins. Margir samfanga hans eru stöðugt að atast í honum og móðga hann fyrir að hafa brugðist landsliðinu í... Lesa meira

Hinn smánaði, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, Danny “Mean Machine” Meehan, er fangelsaður fyrir að ráðast á tvo lögregluþjóna. Á meðan hann er í fangelsi, þá nýtur hann engra forréttinda þó svo að hann sé frægur utan veggja fangelsisins. Margir samfanga hans eru stöðugt að atast í honum og móðga hann fyrir að hafa brugðist landsliðinu í mikilvægum leik í heimsmeistarakeppninni. Hann lætur lítið fyrir sér fara og fær síðan tækifæri til að gleyma öllu og breyta lífi fanganna. Fangarnir fá möguleika á að klekkja á fangavörðunum. Danny verður leiðtogi fanganna, og allt fangelsið, fyrir utan fangaverðina, stendur með honum. Látum leikinn byrja .. ... minna

Aðalleikarar


Fótbolti er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég reyni að sjá allar myndir þar sem hann er aðal umfjöllunarefnið. Þær bresku eru að sjálfsögðu bestar og Mean Machine finnst mér vera sú besta !

Margar skemmtilegar persónur og góður húmor, Vinnie Jones sýnir enn og aftur að hann er ekki verri leikari en hann var fótboltamaður. Þessi fer í DVD safnið mitt !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mean Machine kom ekkert á óvart. Myndin er með Vinnie Jones í aðalhlutverki og er það eitt og sér næg ástæða til þess að sjá hana. Myndin fjallar um fótboltagoðsögnina Jones á Englandi, sem er hætt vegna hneykslismáls og fangelsuð fyrir að keyra drukkin og ráðast á tvo lögregluþjóna. Fangelsisstjórinn hyggst láta Jones stjórna fótboltaliði fangelsisins, sem honum er ráðlagt að neita, en í staðinn er háður leikur milli fangavarðanna og fanganna en hann einmitt velur og þjálfar lið fanganna. Þá hefst sprenghlægileg atbutðarrás sem fær mann til þess að grenja af hlátri, breski húmorinn er alveg í hæðsta gæðaflokki í þessarri mynd. Skrítið samt að í myndinni sást allantímann hanga fyrir ofan hausinn á leikurunum míkrafónn en ef það hefur ekki átt að vera svona, þá hefði það örugglega verið fjarlægt, maður var farinn að grenja úr hlátri af því einu að sjá þessa míkrafóna hanga þarna svo þetta hefur örugglega verið gert af ásettu ráði. Mennirnir sem voru á bak við Snatch og Lock Stock framleiða þessa mynd sem er engu síðri og þeir eru engir B-mynda kallar.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er bara snilld með brjálæðingnum Vinne Johns.Myndinn er samt ekki jafn góð og snatch en það er alltaf gaman að sjá gamla takta hjá Vinne.Að mínu mati er þessi mynd 800 kr virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef verið aðdáandi Vinnie Jones allt frá því að hann spilaði fótbolta og það gladdi mig mikið þegar ég heyrði að það væri verið að búa Mean Machine til. Ég hugsaði nú kemur meistaverk og þegar ég fór á Mean Machine í bíó var ég ekki svikinn. Vinnie leikur fyrrverandi fyrirliða Enska landsliðsins sem er í fangelsi og hann fer svo að þjálfa lið fanganna sem eru að fara að keppa við fangaverðina. Í myndinni eru þvílík fantabrögð sýnd á snilldarlegan hátt og myndin er líka fyndin sem var nokkuð sem ég bjóst ekki við fyrir myndina en var þvílíkur plús. Jason Statham (Monk) er líka frábær í sínu hlutverki sem minnir svolítið á Bruce Grobbelaar gamla keeperinn hjá Liverpool. Ég kvet alla sem vilja sjá góða mynd í bíó farið á Mean Machine. 800 kall er ekki mikið fyrir þetta meistaraverk Að mínu mati er Mean Machine er ein besta mynd sem gerð hefur verið í mörg ár. Vinnie fær 4 stjörnur og ekki hefur hann stígið feilspor á leikferli sínum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get lýst Mean Machine í einu orði: snilld. Myndin er með gamla refinum Vinnie Jones í aðalhlutverki sem, eins og ávallt, stendur fyrir sínu. Myndin fjallar um fótboltagoðsögn á Englandi (Jones), sem er hætt í fótbolta vegna hneykslismáls og er fangelsuð fyrir áfengisnotkun undir stýri. Fangelsisstjórinn hyggst láta Jones stjórna fótboltaliði fangelsisins, sem hann neitar, en í staðinn er háður leikur milli fangavarðanna og fanganna. Þá hefst bráðfyndin atbutðarás þar sem líður ekki meira en mínúta milli hláturs. Hinn alræmdi breski húmor setur mark sitt á myndina sem er frábær og vafalaust ein af bestu grínmyndum 21. aldarinnar (þó ekki séu mörg ár búin af henni). Mennirnir á bak við Snatch og Lock Stock framleiða þessa mynd sem er enginn eftirbátur þeirra. Þetta er mynd sem þú verður að sjá, og ef þú ert að leita að einhverju til að lyfta þér upp, þá er Mean Machine besta lausnin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn