Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Afskaplega heillandi mynd og fínasta afþreying. Vildi að það kæmu fleiri svona frá Hollywood. Angelina Jolie er býsna öflug leikkona og aðrir leikarar í þessari mynd, -mörg kunnug andlit, ekki síðri. Söguþráðurinn er spennandi frá fyrstu mínútu. Oft verður maður pirraður og hneykslaður á framgangi mála, en yfirleitt alltaf spenntur að vita hvað gerist næst. Innst inni vita líklega flestir hvernig hún endar og ég er ekki viss um að endirinn hafi verið nógu góður, en misjafn er smekkurinn. Það er lítið út á myndina að setja, hún hefur góðan húmor, góðar heimspekilegar pælingar og fína persónusköpun -og þónokkurn skammt af sorg og ótta. Ég mæli hins vegar ekki með henni nema fyrir eldri en sextán og þá sem telja sig vera hugsuði af Guðs náð :) Life or something like it er frekar eftirminnileg mynd en hefði sjálfsagt orðið betri ef hún hefði ekki komið frá Hollywood, þótt ásættanlega sé farið með áhugaverða sögu. Það er líklega tónlistin -sem var frábær- sem gefur henni mjög heillandi svip og hækkar hana í einkunn hjá mér.
Life or something like it er með þeim Angelina Jolie, Edward Burns og Tony Shalhoub í aðalhlutverkum og leikstórinn er Stephen Herek. Life or something like it er mjög góð
gaman/rómaník/spennu/ mynd. Jack (Tony Shalhoub) leikur miðil sem segir að Lanie (Angelina Jolie) mun ekki fá drauma vinnuna og hún á eftir að deyja í næstu viku. Pete (Edward Burns) reynir að hjálpa henni og verður ástfanginn af henni og endirinn er mjög spennandi með vinnuna og slysið.
3 - 4 stjörnur á hún skilið, vel leikin, góðir leikarar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$40.000.000
Tekjur
$16.872.671
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
VHS:
13. ágúst 2003