My Big Fat Greek Wedding kom mér virkilega á óvart. Ég hafði heyrt margt gott um þessa mynd en aldrei haft mikinn áhuga á að sjá hana þar sem ég er ekki mikið fyrir rómantíkskar mynd...
My Big Fat Greek Wedding (2002)
"Love is here to stay... so is her family."
Toula (Vardalos) er grísk-bandarísk einhleyp kona á þrítugsaldri og það lítur ekki út fyrir að breyting verði þar á í bráð.
Öllum leyfð
BlótsyrðiSöguþráður
Toula (Vardalos) er grísk-bandarísk einhleyp kona á þrítugsaldri og það lítur ekki út fyrir að breyting verði þar á í bráð. Þetta veldur henni nokkrum áhyggjum en þær eru ekkert í líkingu við hugarangur foreldra hennar vegna þessa mikla fjölskylduvanda. Þeir vilja senda dóttur sína til Grikklands og vonast til að hún kynnist góðum manni í Gamla landinu. Hún hefur ekki áhuga á að yfirgefa landið en þar sem hún starfar í fjölskyldufyrirtækinu, Dancing Zorba´s, grísku veitingahúsi í Chicago, verðu hún að taka tillit til skoðanna þeirra. Dag einn, eftir að hafa afgreitt myndarlegan mann og ekki þorað að tala við hann, ákveður Toula að gera róttækar breytingar á lífi sínu. Þrátt fyrir mótmæli föður síns, fer hún að læra á tölvur í kvöldskóla, tekur niður gleraugun og setur upp linsur, fær sér nýtt starf á ferðaskrifstofu og gerir stórtækar breytingar á útliti sínu og framkomu. Henni til mikillar ánægju hittir hún aftur myndarlega manninn úr veitingarhúsinu og hann býður henni út. Kennarinn Ian Miller (John Corbett) er nokkurn veginn fullkominn. Hann er hávaxinn, myndarlegur, gáfaður, góðhjartaður og alveg að falla fyrir Toulu. En það eru samt tvö smáatriði sem standa í vegi fyrir hamingju þeirra; Hann er ekki Grikki og hann er grænmetisæta, en fátt vekur meiri hrylling hjá Toula-fjölskyldunni. Þegar Ian ber upp bónorðið verður Toula að standa sem sáttaaðili milli snobbaðra yfirstéttaforeldra Ians og grískra verkamannaforeldra sinna. Svo eru það náttúrlega brúðkaupsveislan, sem móðir brúðarinnar vill halda undir formerkjunum “því meira því betra”.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



Gagnrýni notenda (6)
Ég bara skil ekki hvað fólk sér við þessa LEIÐINLEGU mynd???? Frekar ílla leikin og þá sérstaklega gaurinn, sem fór í mínar fínustu! Mæli frekar með því að spara peninginn og kaupa...
Stórskemmtileg mynd um gríska fjölskyldu sem býr í USA.Frábærar og skondnar persónur.Sló óvænt í gegn í USA í sumar.Enda ekki hissa á því.Fólk búið að fá nóg af Hollywood slepju...
Á 21. sýningarviku þessarar myndar lét ég loks undan gífurlegum þrýstingi til að fara í bíó að berja Öskubusku sumarsins augum. Kanarnir halda ekki vatni yfir þessari litlu, ódýru myn...
Þetta er hin fullkomna gamanmynd en leikararnir eru greinilega valdnir af miklum nákvæmni því vil ég seigja að þeir skila fullkomnlega sínu hlutverki! Ekki eru bara leikarnir sem fara að ...
Þunglyndi er það fyrsta sem mér dettur í hug. Joel Zwick hefði frekar átt að snúa sér að skógerð en kvikmyndaleikstjórn. Ekki er ég að skilja þessar vinsældir vegna þess að þetta ...

















