Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

My Big Fat Greek Wedding 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. júní 2002

Love is here to stay... so is her family.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Toula (Vardalos) er grísk-bandarísk einhleyp kona á þrítugsaldri og það lítur ekki út fyrir að breyting verði þar á í bráð. Þetta veldur henni nokkrum áhyggjum en þær eru ekkert í líkingu við hugarangur foreldra hennar vegna þessa mikla fjölskylduvanda. Þeir vilja senda dóttur sína til Grikklands og vonast til að hún kynnist góðum manni í Gamla landinu.... Lesa meira

Toula (Vardalos) er grísk-bandarísk einhleyp kona á þrítugsaldri og það lítur ekki út fyrir að breyting verði þar á í bráð. Þetta veldur henni nokkrum áhyggjum en þær eru ekkert í líkingu við hugarangur foreldra hennar vegna þessa mikla fjölskylduvanda. Þeir vilja senda dóttur sína til Grikklands og vonast til að hún kynnist góðum manni í Gamla landinu. Hún hefur ekki áhuga á að yfirgefa landið en þar sem hún starfar í fjölskyldufyrirtækinu, Dancing Zorba´s, grísku veitingahúsi í Chicago, verðu hún að taka tillit til skoðanna þeirra. Dag einn, eftir að hafa afgreitt myndarlegan mann og ekki þorað að tala við hann, ákveður Toula að gera róttækar breytingar á lífi sínu. Þrátt fyrir mótmæli föður síns, fer hún að læra á tölvur í kvöldskóla, tekur niður gleraugun og setur upp linsur, fær sér nýtt starf á ferðaskrifstofu og gerir stórtækar breytingar á útliti sínu og framkomu. Henni til mikillar ánægju hittir hún aftur myndarlega manninn úr veitingarhúsinu og hann býður henni út. Kennarinn Ian Miller (John Corbett) er nokkurn veginn fullkominn. Hann er hávaxinn, myndarlegur, gáfaður, góðhjartaður og alveg að falla fyrir Toulu. En það eru samt tvö smáatriði sem standa í vegi fyrir hamingju þeirra; Hann er ekki Grikki og hann er grænmetisæta, en fátt vekur meiri hrylling hjá Toula-fjölskyldunni. Þegar Ian ber upp bónorðið verður Toula að standa sem sáttaaðili milli snobbaðra yfirstéttaforeldra Ians og grískra verkamannaforeldra sinna. Svo eru það náttúrlega brúðkaupsveislan, sem móðir brúðarinnar vill halda undir formerkjunum “því meira því betra”.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


My Big Fat Greek Wedding kom mér virkilega á óvart.

Ég hafði heyrt margt gott um þessa mynd en aldrei haft mikinn áhuga á að sjá hana þar sem ég er ekki mikið fyrir rómantíkskar myndir, en svo lét ég verða af því og ekki varð ég fyrir vonbrigðum þar sem meira er gert útá húmor heldur en rómantík.

My Big Fat Greek Wedding er mjög góð mynd sem vert er að horfa á
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bara skil ekki hvað fólk sér við þessa LEIÐINLEGU mynd???? Frekar ílla leikin og þá sérstaklega gaurinn, sem fór í mínar fínustu! Mæli frekar með því að spara peninginn og kaupa nammi í staðinn og horfa á RUV
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórskemmtileg mynd um gríska fjölskyldu sem býr í USA.Frábærar og skondnar persónur.Sló óvænt í gegn í USA í sumar.Enda ekki hissa á því.Fólk búið að fá nóg af Hollywood slepjunni.Virkilega mannleg og skemmtileg fjölskyldumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Á 21. sýningarviku þessarar myndar lét ég loks undan gífurlegum þrýstingi til að fara í bíó að berja Öskubusku sumarsins augum. Kanarnir halda ekki vatni yfir þessari litlu, ódýru mynd sem hefur heillað alla upp úr skónum og grætt fáránlegar peningaupphæðir frá því hún var frumsýnd í apríl. Ég verð að viðurkenna að My Big Fat Greek Wedding er algjört sjarmatröll sem tryggir breitt bros á andlitum bíógesta allan tímann. Myndin er mikið til byggð á lífi aðalleikkonunnar Niu Vardalos, sem er grísk-amerísk kona á fertugsaldri og var í mesta basli með að finna hinn eina rétta. Fjölskyldan er litskrúðug svo ekki sé meira sagt, og þegar hún verður ástfangin af manni sem er ekki af grískum ættum verður allt vitlaust hjá pabba gamla og öll fjölskyldan fer á annan endann. Vardalos hefur greinilega góðan húmor fyrir sjálfri sér og sérstaklega undarlegum hefðum mismunandi fjölskuldumeðlima. John Corbett, sem er sennilega best þekktur úr nýlegu hlutverki í Sex and the City, leikur verðandi eiginmanninn sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Grikkirnir mæta á svæðið. Atriðin með foreldrum hans eru líka óborganlega fyndin. My Big Fat Greek Wedding er fyrsta flokks rómantísk gamanmynd, sérstaklega þar sem hún leggur meiri áherslu á gamanið en rómantíkina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er hin fullkomna gamanmynd en leikararnir eru greinilega valdnir af miklum nákvæmni því vil ég seigja að þeir skila fullkomnlega sínu hlutverki!

Ekki eru bara leikarnir sem fara að kostum heldur hvað þessi mynd er einlæg og skemmtileg, og hvað leikararnir halda manni vel við efnið!

Fór ég með mömmu á þessa mynd á sunnudagskvöldi og þurfti ég að halda fyrir munnin á henni því við vorum í litlum sal í Laugarásbíó og hló hún svo hátt að ég skammaðist mín fyrir hana. Þetta hafa örugglega ekki margir krakkar þurft að gera og sýnir þetta hvað þetta er hín stórskemmtilega mynd frá upphafi til enda!!

En myndin fjallar um Gríska fjölskyldu eða nánar tiltekin eina manneskju í þessari fjölskyldu sem skilur ekki hvað er svona merkilegt við að vera Grískur!!

En þegar hún finnur draumaprinsinn þá vill hún reyna að fela hvað hún er Grísk og ljót tekur sig til og lagar sig, fellur gaurinn fyrir þssu og byrjar að elta hana um allt en

hvað gerist næst................

Þessi atburðar rás er hreint ótrúlega fyndin og bið ég alla að fara á þessa mynd sér til skemmtunar á sunnudagskvöldi, og ekki gleyma að taka mömmu með!!!!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn