Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Swept Away 2002

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 5% Critics
The Movies database einkunn 18
/100

Amber er 40 ára, falleg, rík, spillt og hrokafull. Það er ekkert sem gerir þessa konu hamingjusama, hvað þá hinn auðugi en hægláti eiginmaður hennar, Tony, sem er stór karl í lyfjageiranum. Þegar Tony fer með hana í ferð á bát frá Grikklandi til Ítalíu, þá lætur Amber sér fátt um finnast, og fær útrás á Giuseppe sem vinnur á bátnum. Þegar ofsaveður... Lesa meira

Amber er 40 ára, falleg, rík, spillt og hrokafull. Það er ekkert sem gerir þessa konu hamingjusama, hvað þá hinn auðugi en hægláti eiginmaður hennar, Tony, sem er stór karl í lyfjageiranum. Þegar Tony fer með hana í ferð á bát frá Grikklandi til Ítalíu, þá lætur Amber sér fátt um finnast, og fær útrás á Giuseppe sem vinnur á bátnum. Þegar ofsaveður brýst út þá verða þau tvö skipreka á eyðieyju, og þá breytist ýmislegt ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Swept Away er mynd eftir manninn á bak við snildar myndir eins og Snatch og lock stock and two smoking barrels, ég er að sjálfsögðu að tala um Guy Ritche.


Mesti mistökin á bak við þessa mynd er sú að ráða Madonnu í aðalhlutverk. Hún er algjörlega hræðileg í þessu hlutverki.

Hún er jú ágætis söngkona, en leikkona, nei nei og aftur nei. Hún er hræðileg. Plís Madonna, ef þú kann íslensku og ert að lesa þessa gagngríni, aldrei leika aftur í neinu.


En ég skil nú samt ekki afhverju þessi mynd hefur fengið þá hræðilegu dóma sem hún fékk. Ég hef séð margar mun verri myndir en þessa.


Myndin er reyndar mjög sérstaklega gerð, svona gerð í þeim stíl eins og var oft gert árið 1950 - 60. Maður gæti alveg haldið að myndin væri frá þeim tíma.


Mér fannst myndin alls ekki svo slæm, ég meina fullt af fyndum atriðum, og ég hló oft yfir sumum atriðum.


Fyrri helmingurinn er mun betri en sá seinni, myndin fer svolítið út í bölvað rugl í seinni helming myndarinnar. .


Myndin er lauslega um Amber sem er leikin af Madonnu. Hún er rík frekja, snobbuð, og leiðileg við alla þá sem eru ekki eins rík og hún. Hún er í ferðalagi á snekkju um karabíska hafið. Með snobbuðu vin sínum. Á skipinu vinnur maður að nafni Tony og er hún mjög leiðileg við hann eins og aðra.


Hún telur sig betri en allir aðrir, alveg þangað til að hún og þessi ungi maður verða strandaglópar á lítilli eyju þá breitast sko spilinn. Og verður hún hans þjónn.


Eins og ég sagði þá er myndin alls ekki eins slæm og flestir telja, og skil ég engan veginn af hverju hún fékk þau slæmu umtöl. En alls ekki einhver snildar mynd, en engu síður bara ágætis afþreiging.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er að vinna á videoleigu hér á Akureyri og þar fær maður jú afslátt af myndunum sem til eru. Ég var ekki mikið fyrir að horfa á myndir eða leigja mér spólu, en þar sem þetta er vinnan mín núna hefur það aukist töluvert.Ég sá í tölvunni að Swept Away DVD diskurinn hafði aldrei verið leigður þannig að ég tók mér það bessaleyfi að leigja kvikindið og sjá hvort hún væri eins hryllilega slæm eins og gagnrýnendur segja. Auk þess sem ég er harður Guy Ritchie aðdáandi. Allavegana þegar ég var búinn að dusta af henni rykið og spila hana einu sinni yfir, gat ég ekki skilið hvað var svona slæmt við þessa mynd.Þetta er jú enginn yfirburðar leikur, enda var ég ekkert að sækjast eftir því. Ég hef séð slæmar myndir sbr. Battlefield Earth og þessi er alls ekki í þeim hópi. Ég vil meina að frægt fólk líkt og Madonna sem fer af sínu sviði, í þessu tilfelli tónlist, sé lagt í einelti af kvikmyndagagnrýnendum úti í heimi og það þori engin annar að mótmæla þeim. Sumsé, mér fannst hún mjög fín og fínasta afþreying þó svo að ég hafi séð mun betri myndir frá meistara Guy Ritchie.Ég er lítið fyrir að segja frá myndum líkt og aðrir gagnrýnendur, því þegar ég er búinn að lesa gagnrýnina þá finnst mér eins og að ég sé að fara að horfa á myndina til að sjá plottið þar sem ég er búinn að lesa allt annað í mogganum.Ég legg til að fólk kippi þessari mynd með þegar það fer út að leigja sér mynd þar sem hún fer að verða gömul á flestum videoleigum og er með ansi skemmtilegum endi, a la Guy Ritchie.2 og 1/2 stjarna

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.07.2001

Madonna og Hr. Madonna gera mynd

Hin aldraða Madonna ( Dick Tracy ) og eiginmaður hennar, leikstjórinn Guy Ritchie ( Snatch ) ætla sér að gera mynd saman eins og svo títt er um pör í Hollywood. Verður það endurgerð myndinni Swept Away frá árinu 1975 og...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn