Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég held að menn verða að vera nokkuð djarfir til að leggja í að gera svona mynd á þessum tímum, þar sem myndin kannski ekki er það sem almúginn vill í dag. Leikstjórinn Todd Haynes lagði í að gera þessa mynd og útkoman er falleg og heilsteypt kvikmynd. Honum tekst vel með að skapa þá stemmingu og andrúmsloft sem ríkti á þessum tíma í bandaríkjunum. Far From Heaven fjallar um fjöldskyldu á árunum 1945-1955. Fjöldskylda er þekkt og virt í sínum heimabæ en þegar fjöldskyldan lendir í vandamálum í sambandi við samkynhneigð og kynþáttafordóma. Þá kemur í ljós hvernig fjöldskyldan og aðrir bæjarbúar vilja vinna út úr þeim. Leikarhópurinn er vel mannaður og þar ber fyrst að nefna Julianne Moore sem ég held að muni vinna Óskarinn fyrir hlutverk sitt. Hún sýnir í myndinni, hversu ótrúleg leikkona hún er orðin. Dennis Quaid kemur líka sterkur inn sem faðir og eiginmaður sem á í vandamálum með að halda fjöldskyldunni saman út af hans nýuppgötvaðri samkynshneigð. Ekki er svo hægt að gleyma Dennis Haysbert sem leikur garðvinnumanninn og vin hennar Julianne Moore. Samleikur þeirra tveggja er mjög góður. Myndin er fallega tekin og það er gott að það eru enn til menn í Hollywood sem vilja koma með kvikmyndir sem eru með góða heilsteypta sögu. Þetta er mynd fyrir alla sem vilja sjá mynd með mannlegum tilfinningum og erfiðum fjöldskylduvandamálum. IES
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
26. mars 2011