Um leið og myndin byrjar þá tekur hún alla athyglina og mun ekkert sleppa henni fyrr en um leið og meistaraverkið er búið. Japanski meistarinn Hayao Miyazaki færði okkur Spirited Away árið 2001 og ég var að sjá hana í fyrsta skiptið mitt um daginn og ég sé svo sannanlega ekki eftir því.
Tíu ára gamla Chihiro (Rumi Hîragi) er í miðjum flutningum með foreldrum sínum og faðir hennar villist og finnur lítið þorp svo hann krefst þess að fara að kanna þorpið á meðann Chihiro hefur skrítna tilfinningu um þetta þorp. Svo fara þau á stað og komast á þerri niðurstöðu um að þorpið er autt en svo vill til að það sé nýbakaður matur í veitingarhúsi svo faðir hennar og móðir fara að borða og borða matinn en Chihiro vill ekki neitt nema að komast sem fyrst þaðann. Svo þegar Chihiro fer að skoða þetta litla auða þorp þá hittir hún strákinn Haku (Miyu Irino) sem skipar henni að forða sér þaðann sem fyrst, hún þarf að komast yfir ánna sem var tóm þegar hún kom en er full núna. Brátt kemst Chihiro af því að hún er föst í draugabæ þar sem draugar og einhverskonar skrímsli búa í, svo Chihiro þarf að fara í baðhúsið og fá vinnu til að lifa af ef hún nær ekki vinnu þá verða foreldrar hennar sem voru búinn að breytast í svín verða étin í baðhúsinu.... Svo gerist slatti þarna á milli (ætla ekkert að spoilera neitt)
Hayao Miyazaki nær að gera eins og Stanley Kubrick náði að gera listaverk þessi mynd er listaverk og svakalega gott listaverk, hún er í flokki góðra kvikmynda sem eru listaverk. Þegar Kubrick sagði um 2001: A Space Odyssey að hún sé ekki kvikmynd heldur listaverk þá er ég að meina það að Spirited Away er það nákæmlega það sama nema að hún er kvikmynd. Hayao Miyazaki kemur með stæl og sýnir eða gefur okkur alveg stórkostlegt meistaraverk þó að sumir karakterar eru samt ekki jafn góðir og Miyazaki vonaðist þá er ekki ein mínúta sem leiðinleg eða slöpp. Ég hef aldrei verið neinn svakalegur aðdáandi Hayao Miyazaki en eftir að ég sá Spirited Away þá breyttist allt hjá mér og núna virði ég Hayao Miyazaki alveg geiðveikt mikið.
Spirited Away er mjög litrík og alltof falleg og svo góð að hálfa er einum of mikið. Hún á alveg fullt af ógleymanlegum atriðum, Spirited Away er ábyggilega besta "anime" mynd sem ég hef séð. Hugmyndaflugið er geðveikt og það er ekkert hægt að segja neitt vont um það því það er alveg fullkomið. Miyazaki er alveg með öll smáatriðin á hreinu og þá meina ég öll, ég var frekar hissa við að ég sá pottþétt ekki neitt smáatriði sem var að klikka því Miyazaki er meistari í öllu sem hann gerir. Ég dáist af ímyndunarafli Hayao Miyazaki og hann er ekkert að klikka með sínar kvikmyndir.
Útlit myndarinnar er til fyrirmyndar og tónlistin er ómissandi svo þegar myndin var búinn þá horfði ég á allan creditlistann bara hlusta á þessa góðu tónlist sem Miyazaki velur, Miyazaki velur ekki einu sinni vitlausa tónlist heldur betra en frábæra svo hún er ómissandi. Þegar við tölum um galla myndarinnar þá eru þeir nánast enginn svo ég er ekkert að fara að telja þá upp nema einn sem telst ekki sem galli frekar kostur eða þannig en ég tel hann samt upp, það er hreyfingarnar hjá sumum eru hálf steiktar en það dregur hana ekki niður.
Einkunn: 10/10 - Gerist sjaldnar betur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei