Náðu í appið

Spirited Away 2001

(Sen to Chihiro no kamikakushi)

Justwatch

(The tunnel led Chihiro to a mysterious town...)

125 MÍNJapanska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 96
/100

Chihiro og foreldrar hennar flytja til lítils japansks bæjar uppi í sveit og Chihiro saknar gamla heimilisins. Faðir hennar tekur ranga beygju á afviknum sveitavegi og vegurinn endar í göngum. Foreldrar hennar ákveða að stöðva bílinn og kanna svæðið. Þau fara í gegnum göngin og finna yfirgefinn menningarlegan skemmtigarð á hinum endanum í yfirgefnum draugabæ.... Lesa meira

Chihiro og foreldrar hennar flytja til lítils japansks bæjar uppi í sveit og Chihiro saknar gamla heimilisins. Faðir hennar tekur ranga beygju á afviknum sveitavegi og vegurinn endar í göngum. Foreldrar hennar ákveða að stöðva bílinn og kanna svæðið. Þau fara í gegnum göngin og finna yfirgefinn menningarlegan skemmtigarð á hinum endanum í yfirgefnum draugabæ. Þegar foreldrar hennar sjá veitingastað sem ilmar af matarlykt, en er ekki með neitt starfsfólk, þá ákveða þau að fá sér að borða, en borga seinna, en Chihiro aftur á móti neitar að fá sér að borða og ákveður að skoða bæinn. Hún hittir strákinn Haku sem segir henni að hún og foreldrar hennar séu í hættu og þau verði að fara strax í burtu. Hún hleypur að veitingastaðnum og finnur foreldra sína þar sem þau hafa breyst í svín. Staðurinn er í raun baðhús anda, skrímsla, guða og drauga, í eigu nornarinnar Yubaba. Nú reiðir Chihiro sig á Haku til að bjarga foreldrum hennar svo þau geti snúið aftur til síns heima. ... minna

Aðalleikarar

Þrjú orð meistaraverk.
Um leið og myndin byrjar þá tekur hún alla athyglina og mun ekkert sleppa henni fyrr en um leið og meistaraverkið er búið. Japanski meistarinn Hayao Miyazaki færði okkur Spirited Away árið 2001 og ég var að sjá hana í fyrsta skiptið mitt um daginn og ég sé svo sannanlega ekki eftir því.

Tíu ára gamla Chihiro (Rumi Hîragi) er í miðjum flutningum með foreldrum sínum og faðir hennar villist og finnur lítið þorp svo hann krefst þess að fara að kanna þorpið á meðann Chihiro hefur skrítna tilfinningu um þetta þorp. Svo fara þau á stað og komast á þerri niðurstöðu um að þorpið er autt en svo vill til að það sé nýbakaður matur í veitingarhúsi svo faðir hennar og móðir fara að borða og borða matinn en Chihiro vill ekki neitt nema að komast sem fyrst þaðann. Svo þegar Chihiro fer að skoða þetta litla auða þorp þá hittir hún strákinn Haku (Miyu Irino) sem skipar henni að forða sér þaðann sem fyrst, hún þarf að komast yfir ánna sem var tóm þegar hún kom en er full núna. Brátt kemst Chihiro af því að hún er föst í draugabæ þar sem draugar og einhverskonar skrímsli búa í, svo Chihiro þarf að fara í baðhúsið og fá vinnu til að lifa af ef hún nær ekki vinnu þá verða foreldrar hennar sem voru búinn að breytast í svín verða étin í baðhúsinu.... Svo gerist slatti þarna á milli (ætla ekkert að spoilera neitt)

Hayao Miyazaki nær að gera eins og Stanley Kubrick náði að gera listaverk þessi mynd er listaverk og svakalega gott listaverk, hún er í flokki góðra kvikmynda sem eru listaverk. Þegar Kubrick sagði um 2001: A Space Odyssey að hún sé ekki kvikmynd heldur listaverk þá er ég að meina það að Spirited Away er það nákæmlega það sama nema að hún er kvikmynd. Hayao Miyazaki kemur með stæl og sýnir eða gefur okkur alveg stórkostlegt meistaraverk þó að sumir karakterar eru samt ekki jafn góðir og Miyazaki vonaðist þá er ekki ein mínúta sem leiðinleg eða slöpp. Ég hef aldrei verið neinn svakalegur aðdáandi Hayao Miyazaki en eftir að ég sá Spirited Away þá breyttist allt hjá mér og núna virði ég Hayao Miyazaki alveg geiðveikt mikið.

Spirited Away er mjög litrík og alltof falleg og svo góð að hálfa er einum of mikið. Hún á alveg fullt af ógleymanlegum atriðum, Spirited Away er ábyggilega besta "anime" mynd sem ég hef séð. Hugmyndaflugið er geðveikt og það er ekkert hægt að segja neitt vont um það því það er alveg fullkomið. Miyazaki er alveg með öll smáatriðin á hreinu og þá meina ég öll, ég var frekar hissa við að ég sá pottþétt ekki neitt smáatriði sem var að klikka því Miyazaki er meistari í öllu sem hann gerir. Ég dáist af ímyndunarafli Hayao Miyazaki og hann er ekkert að klikka með sínar kvikmyndir.

Útlit myndarinnar er til fyrirmyndar og tónlistin er ómissandi svo þegar myndin var búinn þá horfði ég á allan creditlistann bara hlusta á þessa góðu tónlist sem Miyazaki velur, Miyazaki velur ekki einu sinni vitlausa tónlist heldur betra en frábæra svo hún er ómissandi. Þegar við tölum um galla myndarinnar þá eru þeir nánast enginn svo ég er ekkert að fara að telja þá upp nema einn sem telst ekki sem galli frekar kostur eða þannig en ég tel hann samt upp, það er hreyfingarnar hjá sumum eru hálf steiktar en það dregur hana ekki niður.

Einkunn: 10/10 - Gerist sjaldnar betur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miyazaki er maðurinn
Eftir að hafa aðeins horft á þrjár myndir eftir Hayao Miyazaki get ég ómögulega ekki sagt að hann sé með einn af áhugaverðustu kvimyndamönnum sem ég hef séð, hvað þá yfir teiknimyndaleikstjórum? Hann og Studio Ghibli hafa bæði ímyndunaraflið og sköpunargáfuna til að láta þetta vera eina af flottustu teiknimyndum, ásamt því að hafa einn áhugaverðasta söguþráð frá teiknimynd, sem ég hef séð.

Myndin er oft mjög ófyrirsjáanleg. Frá því að myndin breytir algjörlega um stefnu eftir 10 mínútur koma fullt af eftirminnilegum karakterum (og ég meina fullt af þeim) og ógleymanlegum atriðum. Fantasíu-heimurinn í þessari mynd er einn sá best skapaði og áhugaverðasti sem ég hef séð í kvikmynd. Andrúmsloft myndarinnar er þar að auki æðislegt á köflum, þá sérstaklega lestaratriðið, ótrúlega fallegt atriði og frábær tónlist undir. Flugatriðið var líka mjög flott.

Útlitið er auðvitað frábært enda ekki hægt að búast við öðru. Miyazaki hefur gott auga fyrir smáatriðum sem og skemmtilegu útliti karakteranna, eins og Yubaba. Aðstæður myndarinnar mundu þar að auki ekki vera þær sömu ef ekki væri fyrir ímyndunarmiklu útliti, eins og þegar verið er að þrífa ákveðinn viðskiptavin (maður ætti að vita atriðið ef maður hefur séð það) Það atriði var algjört augnakonfekt. Vatnið fær sérstakt hrós fyrir að vera mjög raunverulegt.

Aðalkarakter myndarinnar, Chihiro, er mjög vel skapaður karakter. Það er auðvelt að líka vel við hana og það er erfitt að finna ekki til með henni miðað við það sem kemur fyrir hana í gegnum myndina. Þróunin sem hún fær er raunhæf og nær að fletjast vel út yfir myndina. Hvernig hún fer að því að eingöngu hugsa um vellíðan aðra og gerir bókstaflega hvað sem er til að hjálpa þeim sama hverjar afleiðingarnar eru er fremur aðdáðunarvert. Það er út af henni hversu hjartnæm og kraftmikil þessi mynd er, enda þarf maður að hafa einhvern karakter til að tengja sig við í gegnum þessa ruglandi mynd.

Gallar myndirnnar eru nær engir, það mesta sem ég gæti kvartað um væri smámunar-nitpick sem draga myndina ekkert niður. Þetta er mynd sem skilur heilmikið eftir sig með ímyndunarafli sínu, þemu og krafti sínum. Hver sá sem nær ekki að tengja sig við þessa sögu hefur ekki hjarta.

9/10, mjög há 9.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Chihiro er ósátt við að flytja í nýjan lítinn bæ í Japan og á leiðinni þá villast foreldrar hennar og lenda einhverstaðar sem lítur út eins og gamall almenningsgarður.

Foreldarar Chihiro finna matarbás þar sem þau háma í sig mat en allt í einu er þeim breytt í svín og Chihiro flýr skelfd en finnur strák að nafni Haku sem hjálpar henni og segir að eina leiðin að breyta foreldrum hennar aftur í manneskjur er ef hún fær sér vinnu í risastóru baðhúsi fyrir ríka anda(spirits) sem átti matinn sem foreldrar átu.

Chihiro fær vinnu hjá yfirmanninum gamalli og vondri norn að nafni Yubaba sem einnig stelur nafni Chihiro þannig að hún(Chihiro) fær nafnið Zen í staðinn.

Chihiro afsakið Zen lendir í miklum ævintýrum með að bjarga foreldrum sínum ásamt sjálfri sér og vinna og þræla á meðan, hún einnig kynnist mörgum öndum, skrímslum og öðrum töfraverum í þessu magnaða ævintýri.

Spirited away varð rosalega fræg og vinsæl þegar hún kom út 2002, auk þess að fá rosalega athygli og verðlaun sérstaklega Óskarsverðlaunin árið 2003 fyrir bestu teiknimynd sem hún án efa átti skilið enda algjört meistaraverk.

Myndin er framleidd af Anime(Japanskar teiknimyndir) fyrirtækinu Studio Chibli sem hefur gert fjölda af öðrum Anime meistaraverkum og er leikstýrð og skrifuð af Hayao Miyazaki(Princess Mononoke, My neighbour Totoro, Howls moving castle ofl.).

Leikstjórn hans er frábær, teikningarnar og útlitið algjört meistaraverk, alveg rosalega falleg kvikmynd. Handritið er einnig mjög gott(sem fjölskyldu/ævintýra mynd) og mjög skemmtileg/eintertainig og falleg og nær að taka mann með í þennan heim. Myndin er bæði skemmtileg og spennandi. Ég sat fastur við skjáinn í þau skipti sem ég sá hana og lifði mig í hana(samt minna en með flestar myndir Miyazaki en meira en heldur með þessar frekar ómerkilegu Amerísku teiknimyndir).

Ég sá myndina með Ensku döbbi sem mér fannst ekkert sérstakt fyrir utan Suzanne Pleshette sem Yubaba.

Miyazaki er auðvitað algjör snillingur og frábær teiknari/leikstjóri, og þótt að Spirited away sé meistaraverk(orð sem ég er búinn að nota mikið í þessari umsögn og einnig um aðrar Studio Chibli myndir) og frægasta mynd hans þá finnst mér hún ekki vera hans besta, þær eru næstum allar jafn góðar en þó finnst mér Kiki´s delivery service vera besta teiknimynd allra tíma. Japanar þá sérstaklega þeir sem vinna hjá studio Chibli eru enn og aftur búnir að sanna að þeir séu þeir allra bestir í teiknimynda- og fjölskylda- ævintýramynd geiranumm og engin virðist geta komist nálægt þeim í gæðum. Ekki missa af þessari né öðrum Miyazaki myndum, þær eru í einu orði: Meistaraverk!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórkostleg mynd, ótrúlegt ýmindunarafl og bara hreinlega ótrúlegt meistaraverk. Chihiro er stelpa sem er að flytja í annan bæ með foreldrum sínum. Þau finna helli og fara þar inn en Chihiro líst ekki vel á það. Foreldranrir sjá mat og byrja að borða hann en hún Chihiro er ennþá í efasemdum. Allt í einu gerist eitthvað ótrúlegt. Foreldrarnir breytast allt í einu í svín og Chihiro er föst í þessari veröld. Hún hittir strák sem er ekki mannlegur og enginn er hvort sem er mannlegur í þessum heim nema hún. Hann segir henni að fá starf hjá gaur sem er með sex hendur (?) og hún fær starfið. En það er galdranorn sem ræður þarna og fattar að strákurinn hjálpaði Chihiro og breytir stráknum í sæslöngu og Chihiro ætlar að finna hann og komast heim. Ef þið trúið ekki þessu sem ég var að segja sjáið myndina en Chihiro lendir í miklu á leiðinni eins og risastóru smábarni (vá!) þarf að baða risastórt fyrirbæri sem er bara drulla (meira vá!) og fullt af öðru drasli. En í alvöru talað sat ég stirður í tvo klukkutíma og ég vildi ekki fara frá þessu listaverki því að myndin heldur þér í heljargripum allann tímann og það er bara enginn furða að myndin fékk Óskarsverðlaun og hún átti að fá Bafta verðlaunin,Golden Globe og öll verðlaun heims. Áhersla er aðallega lögð á persónurnar og teikninguna í Spirited Away og þar á meðal persónuleikarnir því að allir karakterarnir hafa sinn eigin persónuleika. Auðvitað er anime teikninginn en það eru líka tæknibrellur og allt er greinilega vandað. Myndin ætti að höfða til allra aldurshópa allra kvikmyndaunnenda og ef þér finnst þessi mynd ekkert sérstök ertu fáviti (en ekki móðgast).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einhvern veginn finnst mér eins og Anime-myndir gætu varla orðið mikið betri en þetta. Spirited Away er algjör perla, og þokkalega ein af mínum uppáhalds myndum. Allt við þessa mynd er stórkostlegt: hvort sem það er sagan, teikningin, ímyndunaraflið, persónurnar eða jafnvel tónlistin, alveg brilliant. Það sem gerir þessa mynd svo rosalega ólíka frá öðrum teiknimyndum er hversu æðisleg sagan er, og fyrst myndin er rúmlega 2 klukkutímar það sýnir að hún er alls ekki eins og venjulegar Disney myndir. Teikningin er líka svo flott og gallalaus að ég er viss um að tölvur hefðu ekki getað fullkomnað þetta meira. Spirited Away er eitt af mörgum meistaraverkum Hayao Miyazaki (Princess Mononoke, Nausicaa og the Valley of the Wind og fl.). Hún er bæði yndislega falleg og inniheldur

spennu sem hann nær að grípa mann alveg frá upphafi til enda. Hún nær alveg að töfra mann upp úr skónum. Lokamálið er einfaldlega þannig að þetta er óviðjafnanleg mynd, annað hvort elskar maður hana eða þolir hana ekki, og það er nú varla hægt að segja neitt sem manni líkar ekki við í henni. Svo fullkomin er hún.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

01.09.2013

Teiknimyndameistari hættir

Tilkynnt hefur verið að teiknimyndameistarinn japanski, Hayao Miyazaki, sem er 72 ára gamall, sé sestur í helgan stein og nýjasta mynd hans, The Wind Rises, sé hans síðasta mynd. The Wind Rises hefur notið gríðarleg...

31.12.2009

Áramóta-Tían!

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað topplista fyrir cirka mánuði síðan yfir bestu myndir áratugarins sem nú er að baki þá finnst mér erfitt að réttlæta það að telja upp einungis 25 titla og fjalla bara um 10. Notendur...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn