Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Howl's Moving Castle 2004

(Hauru no ugoku shiro)

Frumsýnd: 2. október 2005

119 MÍNJapanska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 82
/100

Ástarsaga á milli hinnar 18 ára gömlu Sophie, sem norn lagði á álög sem fönguðu hana í líkama gamallar konu, og töframannsins Howl. Sophie freistar gæfunnar og fer af stað út í heim, og kemur að skrýtnum og hreifanlegum kastala Howl. Í kastalanum hittir hún elddjöful Howl að nafni Karishifa. Hann sér að Sophie er í álögum, og gerir við hana samning -... Lesa meira

Ástarsaga á milli hinnar 18 ára gömlu Sophie, sem norn lagði á álög sem fönguðu hana í líkama gamallar konu, og töframannsins Howl. Sophie freistar gæfunnar og fer af stað út í heim, og kemur að skrýtnum og hreifanlegum kastala Howl. Í kastalanum hittir hún elddjöful Howl að nafni Karishifa. Hann sér að Sophie er í álögum, og gerir við hana samning - ef hún rýfur samning sinn við Howl, þá muni Karushifa aflétta álögunum, og hún mun aftur verða í líkama 18 ára stúlku.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Skilgreiningin á fegurð?
Hayao Miyazaki er göldróttur. Það er eina rökrétta niðurstaðan þegar litið er á kvikmyndir hans. Hvernig væri annars hægt að gera svona margar teiknimyndir sem öllum mætti lýsa með orðinu „gullmoli“? Almenningur sem er yfirleitt illa við japanskar teiknimyndir þarf oft að éta neikvæðu orðin sín yfir Miyazaki mynd. Undirritaður hefur ekki sterka skoðun á japönskum teiknimyndum eða anime eins og það er kallað. Hins vegar leynast gullmolar í þessari tegund kvikmynda og það sama má segja um flestar aðrar kvikmyndategundir. Það ætti ekki að þurfa að segja það augljósa. Howl‘s Moving Castle er einn af þessum gullmolum.

Sagan er nánast ólýsanleg. Hefðbundnu rútínunni er hent í ruslið og áhorfandi veit ekkert hvað er í gangi. Persónur eru fjölbreyttar og fáránlegar. Myndin er svo teiknuð á framúrskarandi hátt sem er einkennandi fyrir myndirnar hans Miyazaki. Sálfræðingar hafa renyt að skilgreina fegurð. Undirritaður er frekar viss um að teiknistílinn í þessari mynd flokkast undir þá skilgreiningu. Þetta þrennt á það sameiginlegt að vera allt frumlegt. Eitthvað sem margir ættu að taka sér til fyrirmyndar en engin nöfn verða nefnd. Tónlistin er samt frekar hefðbundin en hún gerir sitt gagn.

Myndin er fyrir alla aldurshópa. Það er samt mikilvægt að taka af sér raunsæishattinn áður en áhorfið byrjar. Þá ætti hún að skemmta flestum.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miyazaki er steiktur snillingur
Það vill svo skemmtilega til að ég virði Hayao Miyazaki út af lífinu. Þessi japanski snillingur hefur að baki einhvern merkilegasta og besta feril teiknimyndasögunnar. Aldrei nokkurn tímann hefur maðurinn sent frá sér svo mikið sem sæmilega kvikmynd. Versta myndin hans er mögulega Porco Rosso og mér þótti hún bara nokkuð góð. Síðan koma titlar eins og Princess Mononoke, Laputa: Castle in the Sky, Nausicaa of the Valley of the Wind, Kiki's Delivery Service, My Neighbor Totoro og síðan - mitt persónulega uppáhald - Spirited Away. Allar þessar myndir eru annaðhvort mjög góðar eða frábærar, og það sýnir hversu langt Studio Ghibli skarar fram úr t.d. Disney núorðið.

Ég beið þess vegna óhemju spenntur eftir Howl's Moving Castle. Yfir heildina get ég ekki alveg sagt að hún trompi marga af þessum ofarnefndu titlum, en það breytir því ekki að hún sé alveg hreint yndisleg teiknimynd þrátt fyrir það.

Hún hefur allt það sem Miyazaki-aðdáandi getur vonast eftir; fallegt útlit, viðkunnanlegar persónur, steiktan húmor, skemmtileg furðulegheit, hugljúfa þroskasögu og síðast en ekki síst brjálað hugmyndaflug.

Sagan yfirhöfuð hittir ekki alveg í hjartastað eins og t.d. Spirited Away gerði (sú mynd er líka nálægt því að vera hin fullkomna teiknimynd í mínum huga), enda virðist hún einstaka sinnum missa smá damp í seinni helming, en það sleppur. Síðan hefur þessi mynd annað gott element sem fáar aðrar Disney-myndir ná að framkvæma, og það er algjör óvissa í stefnu sögunnar. Maður veit hreinlega aldrei hvernig úrlausnin mun ganga út af fyrir sig og það getur verið algjört lykilatriði þegar um ævintýramynd er að ræða.

Howl's Moving Castle er ekki bara mynd sem unnendur teiknimynda almennt eða anime munu einungis fíla, heldur er þetta eitthvað sem hver sem kann að meta góða frásögn ætti að kynna sér. Svo er myndin í léttari kantinum og er aldrei langt á milli gríns. Sumsé, mjög gott mál. Og til þeirra sem ekki hafa kynnt sér eitthvað af eldri verkum leikstjórans, þið eruð að missa af mjög miklu!
Endilega sprettið út á leigu og grípið það sem þið getið.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að viðurkenna fyrirfram að ég er alger moðhaus þegar það kemur að Miyazaki myndum því ég hef einfaldlega ekki séð þær. Svo þegar ég fór á þessa mynd á kvikmyndahátíðinni þá hafði ég ekki hugmynd hvað ég myndi sjá. Hugmyndaflugið bakvið sögu myndarinnar er alveg rosalegt, stundum var ég bara að spurja sjálfan mig hvernig í fjandanum fengu þeir þessa hugmynd!?, Diana Wynne Jones sem skrifaði bókina sem myndin er byggð á hlýtur að vera mjög sérstök eða hafa verið á slæmri sýru þegar hún skrifaði bókina. Það besta við Howl´s Moving Castle er að myndin tók sér ekki alvarlega, ef svo þá hefði myndin alls ekki virkað, aðstæðurnar, persónurnar og atvikin sem eiga sér stað er alltof útúr veröldinni til þess að geta tekið mark á alvarlega en sem betur fer þá er þessi mynd létt í skapi og var þannig drullufyndin. Myndin fjallar um unga stelpu sem er lögð undir þau álög að hún breytist í 90 ára gamla konu, og eina leiðin sem hún heldur gæti hjálpað henni úr þessu er að finna Howl galdramanninn sem býr í gangandi kastala, þaðan kemur nafnið. Án þess að grafa djúpt í Miyazaki hluti sem ég veit ekkert um þá enda ég þessu á þrem og hálfum stjörnum, myndin er snilld á sinn hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn