Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þó það hljómi frekar illa að segjast hafa verið að sjá Sinbað Sæfara þá er þetta æðisleg mynd! Myndin er um Sindbað Sæfara (sem Brad Pitt talar fyrir) sem er sjóræningi og hann lendir svo í því að hjálpa Eris, gyðju eyðileggingar, í að ná Friðarbókinni sem Eris ætlar að nota til illverka. Til að bjarga svo lífi gamals vinar síns þarf Sinbað að reyna að stela bókinni frá Eris, sem hann ætlaði ekki að gera, en unnusta vinar hans(sem Catherine Zeta-Jones talar fyrir) læðist um borð í skipið og býður Sinbaði demanta fyrir að gera þetta og þá slær hann til. Ferðin er erfið því Eris reynir eins og hún getur að eyðileggja fyrir þeim. Myndin er sprenghlægileg og ég var að þurka tárin úr augunum eftir flest atriðin! Þetta er mjög vel gerð og flott mynd sem ég sé ekki eftir að hafa farið á. Fyrir þá sem finnast Monsters Inc., Ice age og Aladdin þá verða þeir að sjá hana! Ég bjóst ekki við að segja þetta en ég mæli með þessari æðislegu mynd!
Um myndina
Leikstjórn
Tim Johnson, Friedl Behn-Grund
Handrit
Framleiðandi
DreamWorks SKG
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
15. ágúst 2003
VHS:
11. desember 2003