Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Igby Goes Down 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. febrúar 2004

Insanity is relative

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Igby Slocumb, uppreisnargjarn og kaldhæðinn sautján ára gamall strákur, er í stríði við ríka ( gamlir peningar ) fjölskyldu sína. Faðir hans er með geðklofa, móðir hans hugsar bara um sjálfa sig, og stóri bróðir hans repúblikanninn, er árásargjarn og hastur. Igby sér að hann verður að koma sér í burtu og fer til undirheima Manhattan.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Fín lítil mynd
Mjög svo sérstök mynd um uppreisnagjarnann ungan mann (Kieran Culkin) sem hefur ekki mjög mikinn metnað í lífinu. Hann kemur úr erfiðri æsku; móðir hans (Susan Sarandon) pælir meira í hversu mikinn skaða föll hans í skólanum hafa á orðspor sitt frekar en framtíð hans, og pabbi hans (Bill Pullman) þjáist af alvarlegri geðveiki. Hann ákveður að mæta ekki í skólann lengur, fær sér vinnu, en um leið kynnist mörgu misskrýtnu fólki.

Það er satt að segja ekki mikill söguþráður í þessari mynd, heldur snýst hún aðallega bara um þennan dreng og samskipti hans við fjölskyldu sína og aðra. Myndin er þó ansi vel skrifuð, bráðfyndin á köflum, en er borin allra helst af leiknum. Kieran Culkin er mjög efnilegur leikari (og miklu þolanlegri heldur en bróðir hans, Macaulay) og sýnir afbragðs frammistöðu í hlutverki titilpersónunnar sem maður elskar að hata. Jeff Goldblum, Amanda Peet, Ryan Phillippe, Claire Danes og rest eru heldur ekkert verri, og stendur m.a.s. Goldblum aldeilis upp úr. Ég ætla ekki að fara neitt nánar út í myndina, enda er ekki margt annað um hana að segja.

Hún er vissulega svolítið í anda Rushmore og High Fidelity. En þarf það nokkuð að vera svo slæmt?

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn