Náðu í appið
Öllum leyfð

Brother Bear 2003

(Björn bróðir)

Frumsýnd: 6. febrúar 2004

The story of a boy who became a man by becoming a bear.

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 48
/100
Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimynd ársins 2003.

Myndin segir í stuttu máli frá ungum inúítadreng sem verður birni að bana í hefndarskyni eftir að björninn hafði drepið bróður hans. En þá gerast þau undur að inúítadrengurinn breytist sjálfur í björn og þarf nú að glíma við lífið frá allt öðru sjónarhorni en áður ...

Aðalleikarar

Fín, en alls ekki sérstök
Brother Bear er alls ekki slæm mynd, en hún hefur ekki marga hluti til að mæla eitthvað sérstaklega með henni (reyndar sé ég enga ástæðu af hverju ég ætti að horfa á hana aftur). Myndin hefur mjög kunnuglegan söguþráð (en hversu margar Disney-myndir eru ekki þannig?) en ég myndi vera að ljúga að sjálfum mér ef ég segði ekki að hann sé sæmilega vel gerður.

Kenai fannst mér vera góður karakter. Þrjóskur, barnalegur (naïve) og hefndargjarn og fær hann ágæta þróun í myndinni. Það sem ég fílaði mest við þróunina hans var að hann fór að breytast hægt og rólega. Allt of margar myndir sem einkennast af því að titilkarakterinn þróast yfir í aðra manneskju gera það allt of hratt og einbeita sér meira að eitthverju öðru frekar en kjarna myndarinnar, aðal karakternum. Ég var á báðum áttum hvort mér fannst Koda vera góður eða slæmur karakter. Hann er í byrjun frekar pirrandi, þó ég telji að hann átti að vera þannig, en fór að batna eftir því sem myndin gekk. Eini annar karakter sem skildi eitthvað eftir sig var bróðir Kenai, Denahi, sem er alla myndinna að leita eftir birni sem hann hélt að drap bróður hans. Aðrir karakterar náðu ekki einu sinni að vera í myndinni til skrauts.

Tónlistin er eftir Phil Collins, þannig að hún gleymdist strax hjá mér, en eins og Tarzan þá voru eitt eða tvö lög sem voru minnug, Transformation og No Way Out. Þessi lög náðu líka að koma með mjög flott útlit á meðan lagið er í gangi sem passar algjörlega við aðstæðurnar sem eru að gerast í myndinni.

Myndin er svolítið kjánaleg og þá sérstaklega hvernig andarnir voru í þessu (sem minnir mann ALLT of mikið á Lion King). Sérstaklega í endanum þegar myndin kemur með Deus Ex Machina, einmitt þegar aðalkarakterinn þarf á því að halda. Fyrir þá sem vita ekki hvað Deus Ex Machina er, þá er það hlutur sem kemur nánast upp úr engu í klæmaxi myndar og bjargar málunum.

Ég get lítið sagt um þessa mynd. Hún er fín. Ég get lítið sagt annað en að myndin sé formúlukennd, að hluta til löt, en ágætlega vel gerð samt sem áður. Mér finnst samt myndin engan veginn eiga skilið að hafa næst lægstu einkunn á Rotten Tomatoes af öllum Disney-myndunum (með 38 %)

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Brother Bear er afskaplega falleg og þægileg mynd fyrir alla fjölskylduna. Það er vinsælt hjá Disney að sækja í dýraríkið og Brother Bear ratar einmitt þá leið. Í stuttu máli fjallar myndin um ungan pilt að nafni Kenai. Hann lifir hjá ættbálknum sínum og unir hag sínum mjög vel. Kenai vill sanna sig fyrir ættbálknum og lítur á manninn sem æðri öllum dýrum. Þegar hann hyggst elta uppi björn sem hefur stolið frá þeim fiski verður voðinn vís. Bræður hans elta Kenai og koma að honum þar sem hann er að berjast við björninn. Þessi bardagi endar með skelfilegum afleiðingum. Kenai mun kynnast heimi dýranna mun betur. Brother Bear er mynf með fallegan og þarfan boðskap. Myndin hefur góðan stíganda. Brandararnir hitta í mark. Góð tónlist gefur myndinni aukið vægi. En því miður fer að halla undan fæti í blálokin en þá er eins og handritshöfundar hafi lent í blindgötu og bjargað sér fyrir horn með afskaplega hallærislegum endi. Þrátt fyrir það er Brother Bear fyrirtaks skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd sem er eflaust betri með ensku tali, en ég sá hana með íslensku tali. Myndin er ágæt, en hún skilur þó ekki mikið eftir sig. Söguþráðurinn er pínu flókinn og langdreginn fyrir börn yngri en 4, en ég var með einn ánægðan 4,5 ára og einn leiðan 2,5 ára áhorfenda með mér. Þetta er ágætis afþreyingarmynd, en að vantar meira skopskyn og action til að hún fái fleiri stjörnur frá mér. Kannski er í raun erfitt að fylgja myndum eins og Nemo eftir sem var náttúrulega hrein snild.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

12.08.2012

Vantar meira hugrekki!

Jæja, það hlaut nú að gerast einn daginn. Fólk má deila um það sín á milli hvort það hafi gerst eða hvenær það gerðist, en samkvæmt mínu persónulega, nördalega áliti ber Brave helstu merki um það að Pixar...

03.06.2001

Næsta Disney teiknimyndin

Næsta mynd teiknimyndadeildar Músaveldisins er Brother Bear. Mun hún gerast á meðal frumbyggja Norður-Ameríku, indíánanna. Phil Collins mun enn á ný semja lög og texta fyrir myndina og væntanlega syngja af raust. Eina röddi...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn