Jersey Girl
2004
Frumsýnd: 4. júní 2004
Forget about who you thought you were, and just accept who you are.
102 MÍNEnska
43% Critics 43
/100 Blaðafulltrúinn Ollie Trinkie á frábæra kærustu, Gertrude, sem hann kvænist auk þess sem þau eiga von á barni. En á sama tíma og hann hlakkar til að verða faðir, þá minnkar hann ekkert við sig vinnu. Gertrude deyr af barnsförum, en barnið lifir. Ollie á erfitt með að fóta sig í þessum nýju aðstæðum og standa sig í föðurhlutverkinu. Að lokum þá... Lesa meira
Blaðafulltrúinn Ollie Trinkie á frábæra kærustu, Gertrude, sem hann kvænist auk þess sem þau eiga von á barni. En á sama tíma og hann hlakkar til að verða faðir, þá minnkar hann ekkert við sig vinnu. Gertrude deyr af barnsförum, en barnið lifir. Ollie á erfitt með að fóta sig í þessum nýju aðstæðum og standa sig í föðurhlutverkinu. Að lokum þá verður álagið og streitan sem fylgir því að missa eiginkonu sína og verða faðir of mikil, og hann fær taugaáfall, sem verður til þess að hann missir vinnuna og lendir á svörtum lista í sínu fagi. Nú hefur hann ekkert annað að gera en að sinna dóttur sinni, Gertie. Hann hittir síðan unga konu að nafni Maya, sem hrífst af honum en hann er ekki enn búinn að jafna sig á því að hafa misst konuna sína.... minna