Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Garden State 2004

Frumsýnd: 8. apríl 2005

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Andrew Largeman kemur í heimabæ sinn eftir 9 ára fjarvist til að vera viðstaddur jarðaför móður sinnar. Hegðun hans er lágstemmd, enda er hann búinn að vera á róandi lyfjum í mörg ár. Hann kynnist fljótlega hinni fjörugu Sam, sem fær hann til að horfa á lífið með talsvert meira bjartsýni en áður.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Flott upphaf leikstjórnarferils
Garden State er frumraun Zach Braffs sem leikstjóri og ein af fáum dramatískum myndum sem hann hefur leikið í .

Andrew Largeman (zach braff) snýr aftur heim í gamla heimabæinn sinn eftir 9 ára fjarveru vegna dauða móður sinnar. Samband hans við foreldra sína hefur verið slæmt og það veit enginn afhverju hann var í burtu svona lengi.
Þá hittir hann aftur gömlu vinina sem eru á nákvæmlega sama stað og í menntaskóla, í partíum að reykja vatnspípur að pikka upp gellur í flöskustút og í ömurlegum vinnum.
Það er þó ein breyting síðan hann fór og það er stelpan Sam (Natalie Portman) sem hann hittir upp á sjúkrahúsi. Þau kynnast og eyða dögum hans í bænum saman á skemmtilegan hátt.
Í lok myndarinnar kemur ástæða fjarveru hans í ljós og er endirinn alveg það sem að gefur myndinni aukastig í minni bók. Hann er frumlegur og einlægur.

Myndin öll er öðruvísi á þann hátt að samtölin í myndinni eru ekki djúp eins og þau séu skrifuð af vel lærðum handritshöfundum. Heldur eðlileg eins og persónurnar hafi sjálfar skrifað þau.
Tónlistin er líka mikill plús í myndinni, en þar koma fram The Shins, Coldplay og Iron and Wine. Mér fannst Zach standa sig mjög vel í frumraun sinni sem leikstjóri og það var gaman að sjá hann í ögn alvarlegra hlutverki en J.D úr Scrubs.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hjartnæm, frumleg, fyndin, realistic og brilliant eru orð sem eiga vel við Garden State. Handrit Zach Braff er meiriháttar, samtölin vel skrifuð, samleikur Zach Braff og Natalie Portman brilliant og ná þau virkilega góðu connection við hvort annað í frammistöðum sínum. Svo er ástarsagan milli Sam og Andrew alveg mergjuð. Og einnig er leikstjórn Zachs mjög góð miðað við fyrstu mynd. Æðisleg mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei


Nýstirnið Zach braff, sem leikur í scrubs þáttunum, leikstýrir og gerir handritið á þessari frábæru mynd. Sem er lauslega um leikara í Los angeles sem hefur lengi forðast þess að fara heim til New jersey og takast á við föður sinni (Ian Holm).

En svo loks fer hann þangað, eftir að móðir hans drukknar í baðkari.


Þarna hittir hann aftur vini sína sem eru mjög svo skrautlegir, og ungri stelpu sem heitir Sam, (Natalie Portman) sem er hefur mjög áhugaverðan persónuleika.

Og myndast mjög sterkt samband á milli þeirra þarna..Myndin er frumraun leikstjórans, og sé maður að hann hefur átt þessa hugmynd í vasanum í langan tíma, og fengið loksins að láta ljós sitt skína. Og útkoman verður yndisleg.


Natalie Portman, er alveg dásamleg í þessu hlutverki sem Sam, og sannar hún þarna, að hún sé ein af bestu leikkonum í holliwood. Hún er allavega mín uppáhalds leikkona.


Það er kanski ekki mikið sem gerist í þessari mynd, en maður líður samt svo vel þegar maður horfir á hana, og þegar hún er búinn, er maður alveg til í að horfa á hana í svona 3 tíma lengur, eða maður er frekar fúll bara þegar hún er búinn..


Þessi mynd á pott þétt eftir að vera ein af bestu Cult myndum ársins, því að hún sló nú ekki verulega í gegn í kvikmyndahúsum. Var til dæmis bara sýnd hér á landi á kvikmyndahátíðinni sem var núna fyrir sirka ári síðan, og síðan bara sett beint á video og dvd.


Ef þið hafið ekki sé þessa mynd, þá mæli ég mjög mikið með því að þið keyrið, hlaupið eða takið strætó á næstu leigu, og takið ykkur þessa.


Myndin er allavega eitt af mínum uppáhalds myndum..


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Zach Braff sem leikstýrir einnig myndinni leikur Andrew frekar dofna manneskju sem hefur verið í heimavistaskóla í heilan áratug eftir mjög erfiða æsku með foreldrum sínum. Ástæðan að ég segi dofinn er sú að faðir hans kom honum á lyf til þess að stjórna einhver tilfinningaleg vandamálin hans. En það sem dregur persónu Braffs heim er að móðir hans dó og hann er beðinn um að mæta í jarðaförina hennar. Hann hittir þar gamla vini sína þar á meðal Mark (Peter Sarsgaard) sem hann hengur oftast með og svo stelpu sem heitir Sam (Natalie Portman) sem hann eyðir líka flestar stundir með. Andrew er aðeins heima í nokkra daga svo hann nýtir sér vel stundirnar með vinum sínum og verður auðvitað ástfanginn af Sam sem gerir það erfitt fyrir Andrew að fara frá henni. Garden State er einkennileg mynd sem lætur manni oftast líða frekar rólega, allavega fannst mér húna halda einhverjum takti sem kom manni í rólegt ástand því ekkert í myndinni er eitthvað sen kemur manni í uppnámi. Mér fannst þó endinn frekar ósannfærandi, eins og þau nenntu ekki að skapa frumlegan endi og notuðu einhvern úr annari mynd en annars er Garden State mjög fín mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Braff kann víst að búa til gott bíó
Einföld, mannleg og hlý. Þetta eru þau orð sem ég kýs að nota til að lýsa Garden State. Þessi mynd er einmitt svo ótrúlega sérstök í einfaldleika sínum. Það er varla neinn söguþráður til staðar, en myndin kemur með ótrúlega hugljúfa sýn á lífið sjálft.

Zach Braff (sem ég hef ávallt fílað minnst úr hinum annars stórfínu Scrubs-þáttum) gerir virkilega góða hluti hérna, hvort sem það er handritið, leikstjórnin eða hvernig hann meðhöndlar aðalhlutverkið. Maðurinn brillerar nánast á öllum þessum sviðum. Handritið er vel unnið; fyndið, dapurt, inniheldur einnig bæði skemmtilegar persónur og trúverðugar aðstæður. Leikararnir standa sig með prýði. Braff, eins og áður sagði, ber myndina þrælvel uppi og býr til afar viðkunnanlegan karakter sem nær að vinna sér inn samúð áhorfandans. Natalie Portman er annars vegar hátt í frábær, og sýnir hún hér aftur hvað hún hefur náð miklum þroska sem leikkona. Peter Sarsgaard heldur einnig sífellt áfram að sýna hversu frábær leikari hann er. Tónlist myndarinnar er mjög góð og smellpassar við tón hennar. Lög eftir bönd á borð við Coldplay og The Shins koma sér vel fyrir og eru mörg glæsilega valin af Braff. Hann er greinilega maður sem þekkir góð lög og hvernig best er að notfæra þau.

Eina vandamálið - og þetta er frekar stórt vandamál - er hversu ófrumleg sagan er. Ég ætla alls ekki að kalla þetta einhverja klisju, því myndin er alltof skemmtileg til þess að öðlast slíka fullneikvæða lýsingu. Aðalmálið er bara að grunnþráðurinn (smábæjardrengurinn sem snýr aftur heim eftir langt tímabil og uppgötvar rætur sínar aftur í böndum þeirra sem búa þar) er eitthvað sem maður hefur séð nokkuð oft áður, og rómantíska stefnan í handritinu fór að verða pínu fyrirsjáanleg og klisjuleg þegar lengra leið á. Ég verð hins vegar að viðurkenna að þessir þættir fóru alls ekkert í taugarnar á mér, en þeir útiloka samt möguleika á hærri einkun.

Garden State er umfram allt heillandi bíómynd. Hún nær til manns í hversdagsleika sínum og hefur styrk frá persónunum og broslegum senum. Þetta er ein af þessum sjaldgæfu gamanmyndum þar sem maður hlær vegna þess að manni þykir vænt um persónurnar, frekar en af því að þær séu svo formúlubundnar og kjánalegar, eins og oft kemur fyrir í bandarískum gamanmyndum.

Virkilega aðdáunarverð frumraun hjá Braff og ég vona að drengurinn sanni sig aftur í bráð. Hann virðist allavega geta meira en að betla hlátur úr kómískum læknaþáttum.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn