Náðu í appið
Suspect Zero

Suspect Zero (2004)

Suspect 0

"Who's next?"

1 klst 39 mín2004

Þegar alríkislögreglumaðurinn Thomas Mackelway frá Dallas brýtur á borgaralegum réttindum fjöldamorðingjans Raymond Starkey þegar hann handtekur hann með óvenjulegum hætti, þá fær Starkey að sleppa...

Rotten Tomatoes17%
Metacritic37
Deila:
Suspect Zero - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Þegar alríkislögreglumaðurinn Thomas Mackelway frá Dallas brýtur á borgaralegum réttindum fjöldamorðingjans Raymond Starkey þegar hann handtekur hann með óvenjulegum hætti, þá fær Starkey að sleppa og Mackelway er fluttur í útibú lögreglunnar úti á landi, í Albuquerque. Á fyrsta deginum í nýju vinnunni þá rannsakar Mackelway morðið á farandsölumanninum Harold Speck, en morðið reynist vera hið fyrsta af þremur að því er virðist tilviljanakenndum drápum. En kannski eru þau ekki svo tilviljanakennd eftir allt saman; sá síðasti sem lætur lífið er erkióvinur Mackelway, Raymond Starkey. Verkefnið heltekur hann. Fyrri mistök hans í starfi ásækja hann. Hann reynir hvað hann getur að finna tengsl á milli fórnarlambanna til að þau vísi honum á morðingjann. Málið verður sífellt ógeðfelldara og persónulegra. Ekkert af þessu fer framhjá hinum sallarólega félaga Mackelway, Fran Kulok, sem þekkir fortíð Mackelway, og djöflana sem ásækja hann. Rétt eins og Mackelway, þá dregst hún inn í völundarhús vísbendinganna, sem allar beinast nú að hinum orkumikla Benjamin O’Ryan. O´Ryan er sannanlega tengdur morðunum, enda stærir hann sig af tengslunum; en einnig gætu verið tengsl við Mackelway sjálfan.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Zak Penn
Zak PennHandritshöfundur

Aðrar myndir

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Cruise/Wagner ProductionsUS
Lakeshore EntertainmentUS
Intermedia FilmsGB
IM FilmproduktionDE