Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Shadow of the Vampire 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

An Unspeakable Horror. A Creative Genius. Captured For Eternity.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Myndin fjallar um gerð hinnar sígildu þýsku þöglu hrollvekju frá árinu 1922, Nosferatu-Eine Symphonie des Grauens (Nosferatu-a Symphony of Horror). Margt skrýtið henti á tökustað, menn úr tökuliðinu hurfu, og aðrir dóu, meðal annars. Myndin segir einkum frá erfiðu sambandi þeirra Murnau, leikstjórans, og Schreck, aðalleikarans.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þetta er ekki beint venjuleg hryllingsmynd en góð er hún samt. Ég fékk gæsahúð af hrifningu. Förðunin er mjög góð á Count Orlock (Vampírunni) og Willem Dafoe sem leikur vampíruna er frábær í hlutverki sínu. John Malkovich er líka rosalega flottur í hlutverki leikstjórans. Hugmyndin að baki myndarinnar er líka frábær. Ég mæli með að allir sem hafa áhuga á svolítið öðruvísi myndum sjái þessa. Hún er góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nosferatu, gerð af F.W. Murnau í Þýskalandi árið 1922, er talin af mörgum vera besta hryllingsmynd sem gerð hefur verið. Ein af aðalástæðunum fyrir því er hin dulmagnaða framistaða leikarans Max Schreck sem lék Count Orlock. Max var víst mjög sérstakur leikari sem lifði sig mikið inní hlutverkin sem hann lék. Hann hafði mikið af sérþörfum þegar hann lék í Nosferatu, t.d. vildi hann aldrei láta neinn sjá sig nema í sem Orlock og hann vildi bara leika á nóttinni. Auðvitað vita fáir í raun og veru hvernig hann lét en þetta er hluti af því sem hefur verið sagt.


Ástæðan fyrir hegðun hans er gefin í Shadow of the Vampire. Hann var ekki bara leikari sem lifði sig svona inn í hlutverk vampíru, hann var vampíra. F.W. Murnau hafði gert samning við vampíru sem hann fann í gömlum kastala, vampíran átti að leika titilhlutverkið í nýu myndinni hans og í staðinn fékk hann aðalleikkonuna þegar myndin var fullkláruð. Willem Dafoe leikur Max Schreck, það er eiginlega ekki hægt að lýsa framistöðu Dafoes, hann er svo góður í myndinni að það er erfitt að sjá munin á honum og hinum sanna. Hann, einsog Schreck, sást aldrei nema í hlutverkinu sínu. Útlit vampírunnar er án efa það minnilegasta sem hefur komið á hvíta tjaldið. Hvít húðin, leðurblöku eyrun, augun og langar og miklar neglur sem gætu gert Freddy Krueger öfundsjúkan.


John Malkovich leikur F.W. Murnau ekki síður en Dafoe sem Schreck. Hann leikur Murnau sem listamann sem var algerlega sama um mannlegar verur og sem svífst einskis til að fá sýn sína á tjaldið. Hann gengur um með svört/hvít gleraugu og kvartar yfir hve allir aðrir eru erfiðir við hann og hvað hann þarf að gera mikið fyrir list sína. Maður er látinn hugsa, hver er hið raunverulega skrímsli myndarinnar? Vampíran eða listamaðurinn sem semur við vampíruna og vill fórna lífið leikara sinna til þess að fá hina fullkomnu mynd.


Það er mikill húmor í myndinni, Schreck hefur verið að narta í einn kvikmyndatökumanninnn síðan byrjað var að taka upp myndina og þegar tökumaðurinn dettur loks niður þá kemur Murnau alveg brjálaður til Schrecks og segir við hann Why him, you monster? Why not the... script girl? og Schreck svarart Oh. The script girl. I'll eat her later.. En það er líka gert mikið útá vampíruna sjálfa. Eitt minnistæðasta atriðið er þannig að tveir kvikmyndagerðamennirnir sem eru að vinna að myndinni eru að skipta með sér vískí flösku. Schreck kemur fram og þeir spurja hann hvort hann hafi lesið Dracula eftir Bram Stoker og hann segir að hann hafi gert það en hún hafi gert hann leiðan því að Dracula hafði verið einn í 400 ár og þegar hann fékk loksins þjón þá hafði hann þurft að fæða þjóninn þó að hann sjálfur hafði ekki borðað í áraraðir. Það kemur svo leðurblaka fljúgandi og hann grípur hana og borðar, fær sér síðan sopa af vískíinu af stút og réttir síðan kvikmyndagerðarmönnunum aftur flöskuna.


En myndin er algert meistaraverk, kvikmyndatakan er ótrúlega flott, sérstaklega þegar Schreck er einn á skjánum og svörtu föt hans blandast við svartan bakgrunninn og það sést aðeins andltið og hendurnar. Það er í raun ótrúlegt að myndin hafi ekki unnið nein óskarsverðlaun en það sýnir eiginlegabest að það er ekki alltaf sú besta sem fær flest verðlaun.


Það má líka nefna að þó að það sé lítið vitað í raun og veru um Max þá hafi hann ekki verið vampíra en ég gæti trúað því að myndin byggi svoldið á því að Schreck hafi bara verið nafnið á lítt þekktum leikara til að skýra tilvitst Count Orlock.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórgóð mynd og mjög óvenjuleg vampírumynd. Skemmtileg tilbreyting að sjá vampíru í öðrum ham en hefðin segir til um og gott ef hún verður ekki enn skelfilegri fyrir vikið. Hugmyndin að baki myndarinnar er snjöll, þ.e. að hafa leikara í frægustu vampírumynd sögunnar sem alvöru vampíru. Góður leikur væri fyrir þá sem ætla horfa á myndina að vera búinn að kynna sér Nosferatu(1920) eða aðalatriði hennar til að kannast við atriðin sem leikin eru eftir. Myndin er fremur róleg en sígur hægt og bítandi á og clímaxar á snilldarmáta. vönduð mynd í alla staði og mjög raunsæ ef hægt er að segja það, þ.e. hollywoodseringum er sleppt og það til batnaðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd frábær. Það eina sem mér fannst gera þessa mynd góða það er þessi snilldar frammistaða Willem Dafoe sem Max Schreck. Ég hef ekki séð svona góða frammistöðu hjá honum í langan tíma og svo er líka John Malkovich líka frábær sem leikstjórinn.Góð mynd sem ég get léttilega mælt með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin fjallar um kvikmyndun hinnar goðsagnakenndu vampírumyndar Nosferatu frá 1922. Hinn sjálfumglaði leikstjóri hennar F. W. Murnau (John Malkovich) hefur ráðið hinn dularfulla Max Schreck (Willem Dafoe) til þess að fara með hlutverk Nosferatu. Það sem samstarfsmenn Murnaus vita ekki en hann veit er: Schreck er í alvörunni vampíra. Murnau er búinn að gera samning við Schreck, ef að hann leikur í myndinni sinni þá fær hann að launum háls aðalleikkonunnar (Catherine McCormack) í lokasenunni. En það reynist erfiðara að hafa hemil á blóðþorsta Schrecks en Murnau hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér. Einn af öðrum falla samstarfsmenn hans í valinn og spurningin er: Hvernig hefur maður hemil á veru sem er ódrepandi. Því miður hef ég ekki séð upprunalega klassíkerinn hans Murnaus. Það hefði eflaust hjálpað til við gagnrýni þessarar myndar. Þetta er afar furðuleg og sérviskuleg mynd verður að segjast en alls ekki leiðinleg. Myndin hefur mikið skemmtanagildi og er oft á tíðum hálfgerð gamanmynd sem heldur þó alltaf alvarlegum og þrúgandi undirtón. Myndin segir bæði vampírusöguna og einnig er áhugaverð saga innan í sögunni sem sýnir mjög vel gerð kvikmyndar, baktjaldamakkið, reddingarnar, rifrildi við duttlungafullar stjörnur (mjög duttlungafullar í tilliti Schrecks) og leikstjóra sem hefur svo einstrengingslega sýn að hann hunsar allt annað og telur það sjálfsagt mál að fórna fáeinum hræðum á altari listar hans. Það má í rauninni ekki á milli sjá hvor er klikkaðri, Murnau eða Schreck. Leikurinn er ekki af verri endanum. Malkovich kemur hinum ofsafengna leikstjóra fullkomlega til skila. Dafoe er fullkomnunin sjálf sem hin ævaforna vampíra. Schreck er sýndur bæði í kómísku og alvarlegu ljósi. Þar sem hann gerir sér grein fyrir að hann er stjarna myndarinnar veit hann að hann getur sett fram ýmsar kröfur. Senurnar þar sem Schreck er að gera Murnau vitlausan á skrítnum kröfum og mannfórnum eru oft sprenghlægilegar. En einnig er maður aldrei í rónni á meðan Dafoe er á skjánum, hvæsandi og alltaf til alls líklegur. Og í þessu ótrúlega vel gerða gervi virkar þetta allt mjög eðlilegt auk þess að vera dálítið absúrd í leiðinni. Cary Elwes er í hálfgerðri óþarfarullu sem rustalegur myndatökumaður, Udo Kier er frábær í hlutverki framleiðanda myndarinnar sem er orðinn að einni taugahrúgu og McCormack er skemmtilega klikkuð sem aðalleikkona myndarinnar. En gallinn við þessa mynd er að þótt hún sé skemmtileg og áhugaverð þá snerta þessar persónur ekkert sérstaklega við manni. Malkovich er til dæmis algjörlega ósympatískur í hlutverki leikstjórans. Dafoe nær stundum að hræra mann aðeins af því að vera vampíra hlýtur að vera helvíti miðað við það hvernig því er lýst hér. Annars er þessi mynd ekkert sterk tilfinnningalega. Á heildina litið skemmtileg mynd og óvenjuleg sýn á vampíruna með fínum leik en ekkert meira en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn