Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Whicker park er svolítið sérstök mynd og skemmtilegur söguþráður sem hefði mátt útfæra á miklu betri hátt. Hér erum menn með góða hugmynd sem þeim tekst að klúðra með því að hafa byrjunina alltof langdregna og óáhugaverða. Fyrstu 50 mínúturnar gerist nákvæmlega EKKERT og maður skilur ekkert um hvað myndin er. En eftir það fara hlutirnir að gerast á spennandi hátt. Það er eiginlega nauðsynlegt að horfa á myndina tvisvar sinnum til að skilja fyrri partinn á henni. Myndin fjallar í stuttu máli um mann sem telur sig hafa séð konuna sína sem átti að hafa horfið á dularfullan hátt fyrir 2 árum, hann fer að leita hennar og reynir að komast til botns í málinu og kemst svo að því að hann er flæktur í allsvakalegan lygavef. Hér er á ferðinni ágætis drama um ástir og svik, myndin er ágætis skemmtun en mjög langdregin og ruglingsleg til að byrja með.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
17. september 2004
VHS:
10. febrúar 2005