Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Wicker Park 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. september 2004

Passion never dies

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Matthew er ungur auglýsingamaður í Chicago. Hann ákveður að fresta almennum fyrirætlunum sínum og viðskiptaferð til Kína, þegar hann heldur að hann hafi séð Lisa, draumadísina, sem hætti með honum fyrir tveimur árum án fyrirvara, og gekk út af veitingahúsi sem þau snæddu á. Með hjálp vinar síns Luke, þá eltir Matthew Lisa uppi, en hittir aðra unga... Lesa meira

Matthew er ungur auglýsingamaður í Chicago. Hann ákveður að fresta almennum fyrirætlunum sínum og viðskiptaferð til Kína, þegar hann heldur að hann hafi séð Lisa, draumadísina, sem hætti með honum fyrir tveimur árum án fyrirvara, og gekk út af veitingahúsi sem þau snæddu á. Með hjálp vinar síns Luke, þá eltir Matthew Lisa uppi, en hittir aðra unga konu sem kallar sig Lisa sem, án þess að Matthew viti, er leikkona að nafni Alex sem gæti vitað eitthvað um hvarf Lisa. ... minna

Aðalleikarar


Whicker park er svolítið sérstök mynd og skemmtilegur söguþráður sem hefði mátt útfæra á miklu betri hátt. Hér erum menn með góða hugmynd sem þeim tekst að klúðra með því að hafa byrjunina alltof langdregna og óáhugaverða. Fyrstu 50 mínúturnar gerist nákvæmlega EKKERT og maður skilur ekkert um hvað myndin er. En eftir það fara hlutirnir að gerast á spennandi hátt. Það er eiginlega nauðsynlegt að horfa á myndina tvisvar sinnum til að skilja fyrri partinn á henni. Myndin fjallar í stuttu máli um mann sem telur sig hafa séð konuna sína sem átti að hafa horfið á dularfullan hátt fyrir 2 árum, hann fer að leita hennar og reynir að komast til botns í málinu og kemst svo að því að hann er flæktur í allsvakalegan lygavef. Hér er á ferðinni ágætis drama um ástir og svik, myndin er ágætis skemmtun en mjög langdregin og ruglingsleg til að byrja með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn