Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég fór á Alfie ekki með neinar sérstakar væntingar, var í raun bara að fara til þess að dást að Jude Law. En mér fannst myndin leyna á sér og ég er viss um að það eru margir þarna úti sem sjá sjálfa sig í Alfie. Jude Law smellpassar í hlutverkið og sýnir hann góðan leik, einnig er Susan Sarandon ótrúlegur töffari orðin næstum 60 ára.Hinir leikarar standa sig einnig vel. Alfie er algjört kvennagull og flagari sem starfar við að aka limósínu sem gerir honum enn auðveldara að komast í kynni við hinar ýmsu konur. Hann á í sambandi við nokkrar konur út myndina og það gengur á ýmsu í sambandi hans við konurnar jafnt sem og vinina. Alfie er grunnhyggin og hugsar alls ekki áður en hann famkvæmir. Svo þegar hann fer að sjá eftir hlutunum og ætlar sér að reyna að bæta fyrir þá, þá er það bara orðið of seint! Í myndinni þá talar Alfie beint í myndavélina og það er dáltið spes. En þessi mynd er mjög mannleg og ég veit um nokkuð marga sem hafa farið á þessa mynd og sjá þá bara sjálfa sig! Ég mæli alveg með þessari mynd!
Jude er góður, en enginn Caine
Ég skil ekki hvað þetta er með bandaríska framleiðendur og að endurgera klassískar Michael Caine-myndir. Fyrst var það Get Carter (með Stallone í stað Caines), síðan The Italian Job (Marky Mark) og nú Alfie. Persónulega ætla ég rétt að vona að þetta breiðist ekki of langt út, og hver veit nema einhver komi með glænýja útgáfu af The Ipcress File á næstu árum. Ég hef samt séð endurgerðir mun verri, og það er eiginlega það jákvæðasta sem ég get sagt hérna.
Þessi nýja útgáfa af Alfie reyndist vera bara hin fínasta mynd, þótt hún skilji ekki mikið eftir sig. Jude Law er fullkomið val í titilhlutverkið. Hann hefur útlitið og fer hreinlega á kostum. Hann gerir áhugaverða hluti við afar sérstaka persónu. Hann Alfie drengurinn er mikið kvennagull, en ótrúlega grunnhygginn einstaklingur sem gerir oft slæma hluti (framhjáhöld, svik o.s.frv.). Við vitum vel hvernig persónan hagar sér, og vanalega fellur svona týpa ekki í geð hjá manni. Hins vegar hefur Law svo mikla útgeislun og töfra í hlutverkinu að það gerir það svo skemmtilegt að fylgjast með honum og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kann maður vel við hann. En burtséð frá Law er varla neinn sem er þess virði að minnast á. Kvennahlutverkin eru öll svo takmörkuð og berst hver og ein um skjátímann. Reyndar fannst mér Marisa Tomei standa sig ágætlega og hefði ég viljað sjá meira af henni.
Helsta vandamálið við að endurgera Alfie er að efniviðurinn er ekkert ferskur lengur, t.d. þegar meginpersónan horfir í myndavélina og talar beint við áhorfendur um líf sitt út myndina. Fyrir u.þ.b. 40 árum var þetta örugglega frumleg tilraun en í dag er þetta meira en þreytt klisja. Myndin er samt fín uppfærsla á gömlu myndinni, og það er að mestu ef ekki öllu leyti Jude Law að þakka. Myndin sjálf er annars gölluð og býsna gleymanleg, og ef þið viljið sjá betri nútíma rómantíska gamanmynd sem fer út í efni eins og framhjáhöld, sambönd og svik, þá bendi ég mun fremur á hina vanmetnu High Fidelity.
6/10
Ég skil ekki hvað þetta er með bandaríska framleiðendur og að endurgera klassískar Michael Caine-myndir. Fyrst var það Get Carter (með Stallone í stað Caines), síðan The Italian Job (Marky Mark) og nú Alfie. Persónulega ætla ég rétt að vona að þetta breiðist ekki of langt út, og hver veit nema einhver komi með glænýja útgáfu af The Ipcress File á næstu árum. Ég hef samt séð endurgerðir mun verri, og það er eiginlega það jákvæðasta sem ég get sagt hérna.
Þessi nýja útgáfa af Alfie reyndist vera bara hin fínasta mynd, þótt hún skilji ekki mikið eftir sig. Jude Law er fullkomið val í titilhlutverkið. Hann hefur útlitið og fer hreinlega á kostum. Hann gerir áhugaverða hluti við afar sérstaka persónu. Hann Alfie drengurinn er mikið kvennagull, en ótrúlega grunnhygginn einstaklingur sem gerir oft slæma hluti (framhjáhöld, svik o.s.frv.). Við vitum vel hvernig persónan hagar sér, og vanalega fellur svona týpa ekki í geð hjá manni. Hins vegar hefur Law svo mikla útgeislun og töfra í hlutverkinu að það gerir það svo skemmtilegt að fylgjast með honum og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kann maður vel við hann. En burtséð frá Law er varla neinn sem er þess virði að minnast á. Kvennahlutverkin eru öll svo takmörkuð og berst hver og ein um skjátímann. Reyndar fannst mér Marisa Tomei standa sig ágætlega og hefði ég viljað sjá meira af henni.
Helsta vandamálið við að endurgera Alfie er að efniviðurinn er ekkert ferskur lengur, t.d. þegar meginpersónan horfir í myndavélina og talar beint við áhorfendur um líf sitt út myndina. Fyrir u.þ.b. 40 árum var þetta örugglega frumleg tilraun en í dag er þetta meira en þreytt klisja. Myndin er samt fín uppfærsla á gömlu myndinni, og það er að mestu ef ekki öllu leyti Jude Law að þakka. Myndin sjálf er annars gölluð og býsna gleymanleg, og ef þið viljið sjá betri nútíma rómantíska gamanmynd sem fer út í efni eins og framhjáhöld, sambönd og svik, þá bendi ég mun fremur á hina vanmetnu High Fidelity.
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Bill Naughton, Adriana Barraza
Framleiðandi
Paramount Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
7. janúar 2005
VHS:
9. maí 2005