Mjög góð mynd sem kemur á óvart. Bruce Willis mjög góður í hlutverki samningamannsins. Þó að þetta sé ekki besta verk hans, er hún samt afbragðsskemmtun.
Hostage (2005)
"Would you sacrifice another family to save your own?"
Gíslasamningamaðurinn Jeff Tally hefur ekki náð sér fyllilega eftir að honum mistókst að bjarga barni frá brjálæðingi í sjálfsmorðsham.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Gíslasamningamaðurinn Jeff Tally hefur ekki náð sér fyllilega eftir að honum mistókst að bjarga barni frá brjálæðingi í sjálfsmorðsham. Hann fer því frá Los Angeles og gerist lögreglustjóri í úthverfinu Bristo Camino. En draugar fortíðar láta hann ekki í friði, þegar tveir bræður og dularfullur ferðafélagi þeirra Mars Krupchek, taka úthverfafjölskyldu sem gísla eftir misheppnað rán. Það sem gíslatökumennirnir vita ekki er að gísl þeirra er í raun starfsmaður eiturlyfjabarónsins Sonny Benza, og í húsinu eru sönnunargögn sem gætu komið honum í fangelsi. Þegar þrýstingur frá samstarfsmönnum í New York eykst, þá rænir Benza eiginkonu Tally og dóttur, og kúgar hann til að ná í sönnunargögnin. En ástandið versnar enn þegar Tally kemst að því að Mars er raðmorðingi, sem ætlar mögulega að gera út af við gíslana, og félagana sömuleiðis.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Gagnrýni notenda (2)
Hostage boðar endurkomu Bruce Willis í hasarmyndirnar. Á tímabili lék Willis í fjöldanum öllum af slíkum myndum áður en hann fór yfir í drama og misjafnlega heppnað grín. Willis leikur ...

















