Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mjög góð mynd sem kemur á óvart. Bruce Willis mjög góður í hlutverki samningamannsins. Þó að þetta sé ekki besta verk hans, er hún samt afbragðsskemmtun.
Hostage boðar endurkomu Bruce Willis í hasarmyndirnar. Á tímabili lék Willis í fjöldanum öllum af slíkum myndum áður en hann fór yfir í drama og misjafnlega heppnað grín. Willis leikur löggu sem hefur mikla reynslu af gíslamálum, þegar eitt slíkt mál fer úr skorðum, fylgir líf hans með. Hann hættir sem stórborgarlögga og gerist fógeti í smábæ. Þar rennur skemmtilega af stað flétta sem endar í gíslatökum og miklu ofbeldi. Gíslatökurnar í myndinni eru fjórar talsins og eru allar vel upp byggðar. Hostage skilur samt nákvæmlega ekkert eftir, fyrir utan leik Ben Fosters sem Mars Krupcheck, sem gerir hrikalega geðveikum unglingi frábær skil.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
29. júlí 2005