Aðalleikarar
Leikstjórn
Apollo 13 er ein sú besta mynd sem ég hef séð sem byggist á raunverulegum atburðum. Það er mjóg ólíklegt að maður geti fengið sömu tilfinningu firir því sem gerðist 1970 án þess að sjá myndina. Heimildir í formi bíómynda segja oft meira en nákvæmar heimildir geta því að þótt upplýsingarnar séu oft svolítið þjappaðar og örlítið breyttar á skjánum þá koma öll aðalatriðin fram auk þess sem þetta er auðvitað miklu meira lifandi og skemmtilegt.
Stórfengleg og vönduð kvikmynd sem vann hug og hjörtu fólks árið 1995. Sögusvið myndarinnar er að í aprílmánuði árið 1970, átta mánuðum eftir að Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið, var geimfarinu Apollo 13 skotið á loft. Förinni var á ný heitið til tunglsins og innanborðs voru þrír geimfarar. Áhugi almennings á geimferðum hafði minnkað mikið þegar hér er komið við sögu. Það var eins og spenningurinn að verða vitni að jafn stórfenglegum atburði og að senda menn til tunglsins væri einungis bundinn við það fólk sem starfaði við geimskotið og fjölskyldur þeirra. Í augum hins almenna borgara var þetta tækniafrek bandarísku geimferðastofnunarinnar orðið að hversdagslegum viðburði. Þetta áhugaleysi endurspeglaðist í lítilli umfjöllun fjölmiðla um málið og því var það svo að þegar Apollo 13 fór í loftið, vissi hálf þjóðin ekki einu sinni af því, en það átti þó eftir að breytast!!!! Sprenging var í súrefnistanki geimfarsins og skemmdirnar sem því fylgdu voru það alvarlegar að útilokað var að lenda geimfarinu á tunglinu. Á nokkrum klukkustundum kom síðan í ljós að óvíst var hvort geimfararnir myndu eiga afturkvæmt til jarðar. Súrefnið sem eftir vaar í flauginni, átti einungis að duga tveimur mönnum í tvo sólarhringa, en þeir voru nú þrír og áttu a.m.k. fjögurra daga ferð fyrir höndum aftur til jarðar! Þessi frábæra mynd var tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna árið 1995, þ.á.m. sem besta mynd ársins og fyrir leik Ed Harris. Það eitt ætti að segja áhugafólki um góðar kvikmyndir allt um gæði þessarar einstöku myndar, en auk þess er hún hreint kvikmyndalegt tækniafrek, því hver einasta sena hennar er framleidd af kvikmyndagerðarmönnum í stað þess að notast sé við fréttamyndir af atburðinum. Hér fara á kostum stórleikararnir Tom Hanks, Bill Paxton og Kevin Bacon í hlutverkum geimfaranna og þau Ed Harris, Gary Sinise og Kathleen Quinlan fara ekki síður á kostum, og vinna þau öll mikla leiksigra, sérstaklega Tom Hanks og Ed Harris. Það gætu margir haldið að geimskotið í myndinni sé gömul fréttamynd af upprunalega geimskotinu, en svo er nú aldeilis ekki því þetta var nú allt útbúið sérstaklega fyrir þessa mynd!!!! Frábær mynd í algjörum sérflokki fyrir alla sanna kvikmyndaunnendur sem ég gef þrjár og hálfa stjörnu!!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
William Broyles Jr., Al Reinert, Jeffrey Kluger, Jim Lovell
Kostaði
$52.000.000
Tekjur
$355.237.933
Aldur USA:
PG