Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Cinderella Man 2005

Frumsýnd: 7. október 2005

One man's extraordinary fight to save the family he loved.

144 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Í kreppunni miklu í Bandaríkjunum varð hnefaleikarinn James J. Braddock, öðru nafni Cinderella Man, óvænt að einni mestu goðsögn íþróttasögunnar. Snemma á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar var Braddock fátækur fyrrum meistari, en mátti muna sinn fífil fegurri. En djúpt undir niðri þá missti hann aldrei trúna á sjálfan sig, og með ást, heiður og... Lesa meira

Í kreppunni miklu í Bandaríkjunum varð hnefaleikarinn James J. Braddock, öðru nafni Cinderella Man, óvænt að einni mestu goðsögn íþróttasögunnar. Snemma á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar var Braddock fátækur fyrrum meistari, en mátti muna sinn fífil fegurri. En djúpt undir niðri þá missti hann aldrei trúna á sjálfan sig, og með ást, heiður og ákveðni að vopni þá lét hann drauminn verða að veruleika. Hann ákveður að fara aftur í hnefaleikahringinn, í lokatilraun til að bjarga fjölskyldu sinni, en enginn taldi hann eiga möguleika. En Braddock vann hvern bardagann á fætur öðrum og skyndilega var hann orðinn að goðsögn í hringnum, og endaði að lokum á því að gera hið ómögulega, að mæta hinum óstöðvandi meistara í þungavigt, Max Baer, sem var þekktur fyrir að hafa drepið tvo menn í bardaga í hringnum. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Það var mjög sorglegt sem gerðist fyrir þessa blessuðu mynd. Hún átti miklu betur skilið en þetta. Hún fékk ekki gott áhorf í bíóhúsum vestanhafs og þénaði ekki þann pening sem fólk var að vonast. Ég meina hér er á ferð hjartnæm og skemmtileg mynd. Sem fær fólk til að brosa, hlæja og gráta.

Myndin er sannsöguleg um boxara sem virtist eiga eftir að eiga glæstan feril í boxinu, en svo skall kreppan á heiminn og maðurinn missti alla þá peninga sem hann átti.

Hann fékk t.d 3000 dollara fyrir bardagann áður en kreppan skall á.

En svo var hann kannski að fá 50 dollara, ef hann væri heppinn. Stundum ekki neitt.

En aldrei gafst hann upp, og var ávalt heiðarlegur, og reyndi að bera höfuð sitt eins hátt og hann gat.

Myndin sýnir að þó svo að maður er bláfátækur, þá er svo margt annað en peningar sem gerir fólk hamingjusamt.

Mér fannst myndin góð, ég held bara að fólk var ekki tilbúið til að sjá en eina box myndina, eftir að million dollar baby hafði komið út árinu áður. Bara slæm tímasetning. En ég tel þessa mynd samt alls ekki vera box mynd. Heldur líka hversu slæmt fólkið hafði það á þessum árum. Á meðan kreppan stóð yfir.

Góð mynd, mæli með því að þið sjáið þessa.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Virkilega góð mynd og mikið betri en ég hélt.
Ég hafði einhvernvegin aldrei mikinn áhuga á að sjá þessa mynd, en þegar ég gat ekki fundið neitt skárra á videoleiguni þá tók ég þess, og ég verð bara að segja að ég sé ekki eftir því.
Þessi mynd kom mér virkilega á óvart.
Það eina sem skemmir þessa mynd svolítið og tekur af henni hálfa stjörnu er Renée Zellweger, en hún leikur konu boxarans Jim Braddock.
Ég hef aldrei þolað hana sem leikkonu og alltaf fundist hún ofleika öll hlutverk sín.
Russell Crowe er hinsvegar virkilega góður í sínu hlutverki.
Mjög góð mynd, sem hefði getað orðið betri ef Renée Zellweger hefði ekki leikið í henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er nokkuð góð mynd að öllu leiti nema einu, Renée Zellweger. Við fórum 4 félagarnir á þessa mynd og vorum sammála um að þessi Renée var á góðri leið með að eyðileggja þessa mynd. Hún er sí hvísl-vælandi alla myndina með stút á vörunum að reyna sitt besta að vera áhrifarík leikkona þannig að þegar kom að óskarsenunni með henni þá var hún svo gjörsamlega búin að missa trúverðuleikann að senan varð hálf fyndin fyrir það hvað hún var illa leikin. Annars er þetta topp mynd sem allir aðrir skila vel af sér, sérstakleg Russell Crowe og Paul Giamatti. Ef þeir höfðu fundið betri leikkonu í stað Renée þá væri þetta með betri myndum ársins.

Mínus eina stjarna fyrir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Cinderella Man er kvikmynd sem hleður inn óskara, sumar myndir eru einfaldlega gerðar til þess að vinna óskarsverðlaun og Cinderella Man er í þeim flokki, en auðvitað gerir það ekki myndirnar endilega bestu myndir ársins eins og þessi sem er að vísu mjög góð þá er hún alls ekki ársins besta mynd. Myndin fjallar einfaldlega um James J. Braddock boxara á krepputímabilinu sem hefur misst sigurhæfileika sína og reynir að keppa sig aftur á toppinn sem leiðir hann að lokum til Max Baer heimsmeistarans, Braddock sem var alvöru maður var samkvæmt myndinni að berjast fyrir fjölskyldu sína því kreppan hafði farið sérstaklega illa með þau, Max Baer er þó gerður að miklum hálfvita, hvort hann var það eða ekki, veit ég ekki en mig grunar að hann hafi verið ´villainized´ fyrir myndina. Vonin er aðalþeman í myndinni, Renée Zellwegger er drifkraftur myndarinnar en er þó lítið frábrugðin frá venjulegum kvenhlutverkum, ávallt að reyna sannfæra manninn sinn um að hætta og gera hitt og þetta í staðinn, eitthvað sem mér finnst einstaklega pirrandi í kvikmyndum. Ron Howard sem gerði árið 2001 myndina A Beautiful Mind sem vann óskarinn 2002 er ekki að reyna breyta miklu til í Cinderella Man, ekki er þetta bara ævisögumynd og tímabilsmynd eins og A Beautiful Mind heldur er Russell Crowe líka í aðalhlutverki. Satt að segja þá eru það boxkeppninar sem segja mest um myndina þar sem án þeirra væri myndin ekki eins góð því boxatriðin voru það góð, að þau gætu alveg trompað Raging Bull, en myndin sjálf nær því ekki. Ég fékk nákvæmlega það sem ég bjóst við, þetta er mynd sem hefur góða leikara, góða sögu, gott handrit, klisjur, svo ég var að lokum frekar sáttur með myndina, sérstaklega með glæsilegu boxatriðin. Á næsta óskar, ef Cinderella Man verður ein af aðal keppendunum, verð ég alls ekki hissa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það þarf ekkert lýsa þessari mynd hún er í einu orði sagt alveg frábær. Frábær leikur leikarana, sagan túlkuð mjög vel, bara allt got. Mæli öllum að fara á þessa mynd. Sýnir manni hversu lífið var erfit á Kreppuáronum í Bandaríkjonum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.09.2015

Eli Roth þolir ekki blóð

Þessar stórmerkilegu staðreyndir eða þannig, birtust fyrst í októberhefti Mynda mánaðarins. Föðurbróðir George Clooney var leikarinn José Ferrer sem m.a hlaut Óskarsverðlaunin árið 1951 fyrir besta leik í aðal...

07.10.2013

Frumsýning: Rush

Sambíóin frumsýna kappakstursmyndina Rush á föstudaginn næsta, þann 11. október í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík, Akureyri, Bíóhöllinni Akranesi, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Króksbíói. ...

14.11.2010

Paul Giamatti í Hangover 2

Tökur á framhaldi hinnar geysivinsælu The Hangover er hafnar og það virðist sem heimsfrægir leikarar sláist um hlutverk í myndinni. Eins og kunnugt er var Mel Gibson boðið hlutverk í The Hangover: Part 2 en það féll ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn