Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

Mean Creek 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. apríl 2005

You can never go back.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Þegar Sam Merrick er laminn af fantinum í bænum, George Tooney, þá ákveða eldri bróðir Sam, Rocky, og vinir hans Clyde og Marty, að láta sem Sam eigi afmæli, og "bjóða" George í bátsferð þar sem þeir ætla að skora á hann að klæða sig úr öllum fötunum, stökkva í vatnið og hlaupa heim nakinn. En þegar Sam, kærastan hans Millie, Rocky og Clyde, finnst... Lesa meira

Þegar Sam Merrick er laminn af fantinum í bænum, George Tooney, þá ákveða eldri bróðir Sam, Rocky, og vinir hans Clyde og Marty, að láta sem Sam eigi afmæli, og "bjóða" George í bátsferð þar sem þeir ætla að skora á hann að klæða sig úr öllum fötunum, stökkva í vatnið og hlaupa heim nakinn. En þegar Sam, kærastan hans Millie, Rocky og Clyde, finnst sem George sé ekki svo slæmur eftir allt saman, þá vilja þau hætta við allt saman, en Marty neitar. Mun áætlunin ganga eftir?... minna

Aðalleikarar


Mean creek er eitt af mínum uppáhalds myndum, hún er svo frumleg, og maður sér bara hvað leikstjórinn elskar það sem hann er að búa til, leggur mikinn metnað í það sem hann er að gera. Þetta er fyrsta mynd Jacob Aaron Estes, og ég elska svona frumraunir hjá leikstjórum, því þær eru oftar en ekki svo ferskar..

En nóg með það, myndin er lauslega um þennan unga pilt að nafni sam (Rory culkin) sem er orðin alveg full saddur af barsmíðum skólafélaga sínum George ( Josh Peck)

Þannig að hann, bróðir hans og félagar hans ætla sér að hefna sín á honum, sem á eftir að enda mjög ílla..

Myndatakan er svo falleg, svo venjuleg eitthvað, ekki verið að reina þessar rándýru myndatökur, sem fara jú, mjög oft, frekar í taugarnar á mér. Og umhverfið er svo falleg, held að hún sé tekinn í seatle, þó að ég sé nú ekki alveg viss á því.

Maður heldur oft að þegar krakkar koma saman, þá eiga myndirnar eftir að vera illa leiknar, finnst aldrei jafn pirrandi og þegar það er verið að troða krökkum inn í myndir, sem kunna ekkert að leika, og dregur myndina mjög svo oft niður.

En í þessu tilfelli er það ekki svo, myndin er alveg ótrúlega vel leikin, og verð ég að segja að Rory Culkin sínir hér að hann sé alveg jafn góður leikari og hinir Culkin bræðurnir. Mér persónulega finnst þeir allir mjög góðir leikarar..

En ég gef þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu, því að hún er geðveik, ætla nú aðeins að taka mig á í stjörnugjöfum, fjórar stjörnur er fullkomið, 3 og hálf, er mjög svo nálægt því..

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mean Creek er mynd sem að ég hafði ekki heyrt mikið um. En hún kom virkilega á óvart. Mjög góð frumraun hjá Jacob Aaron Estes. Með góðri sögu, frábæru handriti, góðum leik frá helstu leikurum. Og þá helst fra Scott Mechlowicz sem Marty og Josh Peck sem George, sem gerir góð skil á því hversu flókin persóna George er. Svo er hún einnig fyndinn á tímum en líka sorgleg, þá helst í endanum. Mean Creek er mynd sem ég mæli með að fólk sjái sem fyrst. 3 og hálf stjarna hjá mér í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mean Creek (Jacob Aaron Estes)


Vá. Þessi mynd stóðst allar mínar vonir. Ég var hræddur um að væntingar mínar yrðu mér að falli varðandi þessa, enda ekki byggðar á neinu nema einu sýnishorni. Þetta er víst fyrsta mynd Jacob Aaron Estes í fullri lengd og hann tekst frábærlega til. Ég hlakka virkilega til að sjá meira eftir hann í framtíðinni. Út frá þessari einu mynd að dæma er hann einhver mesti talent sem ég hef tekið eftir lengi. Stekkur upp við hlið nýrra ungra leikstjóra á borð við Sam Mendes, Christopher Nolan og Darren Aronofsky. Ég setti link á trailerinn af myndinni í þarsíðustu færslu að mig minnir og hvet ég alla til að skoða hann. Hann gefur góða mynd af myndinni, svo nenni ég heldur ekki að fara út í söguna. Sagan svipar mjög til Deliverance og Jacobinn gerir sér fulla greni fyrir því, kæmi mér ekki á óvart ef sú mynd væri elskuð af honum. Hann lét meira að segja eina persónu myndarinnar vitna í hana. Persónusköpun myndarinnar var mjög góð, og í rauninni bara handritið í heild sinni. Samræður krakanna allar mjög raunhæfar og tókst Jacob að forðast alla tilgerð við það, sem tíðkast svo oft við útfærslur samræður unglinga.


Það er hreint aðdáunarvert hversu góðan leik leikstjóranum tókst að fá frá leikurum myndarinnar sem eru allir ungir að aldri. Veikasti hlekkur mynda um krakka er yfirleitt leikurinn, en málið er sko alls ekki þannig í þessari mynd. Hver einasta persóna er einfaldlega frábærlega leikin. Culkin bróðir 3, Rory Culkin fór vel með aðahlutverkið, virkilega sannfærandi. Í stað þess að telja upp öll fimm hlutverkin og segja hversu yfirgengilega vel þau voru leikin ætla ég bara að gefa þeim öllum eitt stórt klapp, og hvet ykkur til að gera slíkt hið sama. Ég verð þó að hrósa Carly Schroeder sérstaklega fyrir að vera frábær og alveg einstaklega falleg ung stúlka. Það væri þó ósanngjarnt að hrósa þessum tveimur tilteknu en ekki restinni, þar sem hún var ekkert síðri. En lífið er ósanngjarnt.


Ahhhh, kvikmyndatakan, hún var falleg. Langt síðan ég sá annað eins. Tekist var að mynda nátturuna á alveg undraverðan hátt. Sem og allt annað reyndar. Einstaklega falleg og táknræn taka þegar ein persónan hendir lítilli trjágrein í ánna eftir að allt fór úrskeiðis. Fannst það tákna hvernig lífi þeirra hafi skyndilega klúðrast á einhvern hátt. Að lífið hafi bara flotið burt í óvissinu. Ég rétt eins og Arnór gæti haldið áfram að telja upp fallegar tökur myndarinnar í allt kvöld en þar sem lesendum gæti þótt það leiðinlegt held ég að ég sleppi því. Eigum við ekki bara að útkljá þetta eins og með leikinn? Jú, gefum myndatökunni eitt risastórt klapp.


Allt í allt frábær mynd og á skilið risastórt og stútfullt hús stiga.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er á ferð truflandi mynd um Sam (Rory Culkin) sem er laminn af George (Josh Peck.) Sam segir reykjandi stóra bróðir sínum Rocky (Trevor Morgan) frá þessu og Rocky fer strax ásamt vinum sínum Clyde (Ryan Kelley) og Marty (Scott Mechlowicz) að skipuleggja hefnd. Ákveðið er að bjóða George í bátsferð og taka hann úr fötunum og henda í ánna. Inní þetta kemur svo kærasta Sams, Millie (Carly Schroeder.) En eftir nokkrar mínútur í bátnum fara krakkarnir að sjá mannlegar hliðar á hrekkjusvíninu og vilja hætta við en er hægt að stoppa atburðarás sem þegar er byrjuð?

Flestir krakkarnir sýna snilldarleik. Rory virðist ekki ætla að gefa systkinum sínum neitt eftir i leik. Scott Mechlowicz er frábær sem skíthællinn í hópnum, og Carly Schroeder og Josh Peck eru góð. Senuþjófurinn er þó Ryan Kelley sem er bara snilldarlegur. Mér hefur aldrei líkað Trevor Morgan og ég veit ekki afhverju. Jacob Aaron Estes leikstýrði myndinni og skrifaði handritið og gerir það snilldarlega.

Sorgleg mynd sem sýnir venjulega krakka lenda í óvenjulegum aðstæðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dáleiðandi
Sjaldan fær maður að sjá aðra eins samkomu af ungum leikurum þar sem bókstaflega hver og einn stendur sig frábærlega. Mean Creek er lítil en virkilega áhrifamikil mynd sem hefur mikilvægan boðskap að flytja.

Hún er í senn raunveruleg og á köflum afar spennandi, og það er allt í því samhengi að atburðir myndarinnar eru sýndir á svo trúverðugan hátt, og af einhverjum furðulegum ástæðum nær hún að forðast dæmigerðar klisjur, jafnvel þótt svipaður þráður hefur oft verið áður notaður. Frammistöðurnar gera líka heldur betur gott fyrir heildina. Rory Culkin, Josh Peck, Trevor Morgan, Ryan Kelly og Carly Schroeder eru öll með ólíkindum miðað við aldur. Scott Mechlowicz kemur einnig sterkur inn og sannar að hann hefur mjög gott efni í leikara (hann stóð sig líka nokkuð vel sem Scotty í hinni vanmetnu Eurotrip).

Mean Creek er annars stórgóð frumraun hjá Jacob Aaron Estes, sem skrifar einnig handritið. Maðurinn veit hvað hann er að gera og misstígur sig hvergi. Hann byggir myndina upp á glæsilegum hraða og heldur manni ávallt föstum við sætið þó svo að myndin geti á köflum verið tiltölulega lágstemmd. Fyrir mitt leyti þá fannst mér þessi mynd vera ótrúlega góð, bæði grípandi og helvíti vel leikin. Mæli hiklaust með henni.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2009

Áramóta-Tían!

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað topplista fyrir cirka mánuði síðan yfir bestu myndir áratugarins sem nú er að baki þá finnst mér erfitt að réttlæta það að telja upp einungis 25 titla og fjalla bara um 10. Notendur...

12.12.2009

Tían: Vanmetnustu myndir áratugarins

Topplistar eru alls staðar núna á helstu kvikmyndasíðum og þeim fer hiklaust fjölgangi á næstu vikum. Ég vil helst bíða með það að telja upp bestu myndir ársins '09 þangað til í janúar. Í staðinn finn ég eitthvað...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn