Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

King Kong 2005

Frumsýnd: 14. desember 2005

The eighth wonder of the world.

187 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 81
/100

Carl Denham þarf að klára bíómyndina sína og er búinn að finna hinn fullkomna tökustað; Hauskúpueyju. En hann á enn eftir að finna aðalleikkonu, sem hann finnur svo í Ann Darrow. Enginn getur gert sér í hugarlund hvað bíður þeirra á eyjunni. Á eyjunni býr forsögulegur risastór górilluapi, King Kong, og hann tekur Ann og heldur henni fanginni. Carl og kærasti... Lesa meira

Carl Denham þarf að klára bíómyndina sína og er búinn að finna hinn fullkomna tökustað; Hauskúpueyju. En hann á enn eftir að finna aðalleikkonu, sem hann finnur svo í Ann Darrow. Enginn getur gert sér í hugarlund hvað bíður þeirra á eyjunni. Á eyjunni býr forsögulegur risastór górilluapi, King Kong, og hann tekur Ann og heldur henni fanginni. Carl og kærasti Ann, Jack Driscoll, þurfa nú að fara í gegnum skóginn að leita að Kong og Ann, og reyna á leiðinni að sigrast á og sneiða hjá allskonar villidýrum og óskapnaði. En Carl er með aðra áætlun í huga. ... minna

Aðalleikarar


Virkilega slöpp og langdregin ævintýramynd frá Peter Jackson sem gerði m.a. snilldina The Frighteners. King Kong er miklu lakari og alltof andskoti löng. Ég get þó gefið henni plús fyrir það að hún er vel gerð og tæknibrellurnar eru mjög vandaðar en mér bara finnst hún svo skelfilega leiðinleg. Sagan er eitthvað svo slöpp og ómerkileg og ófrumleg og það er hið afleita handrit sem rústar myndinni en ekki leikstjórnin því að Jackson hefur greinilega haft einhvern áhuga á því að gera þessa mynd. Aftur á móti skil ég ekki af hverju maðurinn samþykkti þetta handrit því að þessi mynd hefði getað orðið svo miklu betri. Adrien Brody sem sýndi snilldartakta í hinni stórgóðu The Jacket er hér í heldur týpísku hlutverki, gerir sitt besta að vísu en nær ekki að gera þennan þurra karakter neitt áhugaverðan. Jack Black er ekki að meika það í alvarlegu hlutverki. Ekki nógu sannfærandi og maður hefur það alltaf á tilfinningunni að hann sé alveg að fara að djóka eitthvað en síðan bara gerist það ekki. Naomi Watts er alltílæ, gerir sum atriði fyrri part myndarinnar bærileg en er ekkert spes. Mér semsagt drepleiddist King Kong en hún fær eina stjörnu fyrir örfáa góða punkta hér og þar svo og fínar tæknibrellur. Titilpersónan lítur nú mjög raunverulega út...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Auðvitað vita flestir menn á vesturheimi hvaða skepna King Kong er. Það er auðvitað risastór górilla sem er góðhjörtuð en samt á það til að vera skapstór og byrjar að henda bílum. Myndin byrjar á því að Carl Denham (Jack Black) hefur komist yfir kort sem á að benda á týndu eyju sem kallast Hauskúpueyja. Hann vill endilega geta að tekið upp sínu nýju mynd þarna með fögru leikkonunni Ann Darrow (Naomi Watts) og rithöfundinum Jack Driscoll (Adrien Brody). En ekki er allt með felldu á þessari eyju og mikið og margt spennandi gerist t.d. hitta þau górilluna góðhjörtuðu Kong.

Myndin sjálf er fín, söguþráðurinn er góður og leikurinn er ágætur hjá leikurunum. En það sem fór í taugarnar á mér við þessa mynd er það að Peter Jackson veit ekki hvenær hann á að stoppa þ.e.a.s. með tæknibrellurnar. Þetta var orðið á köflum mjög mikið tæknibrelluflipp sem var ekki að hjálpa söguþræðinum neitt. Þetta minnti stundum á Matrix Reloaded á þann veg að t.d. bardagaatriðið á milli King Kong og risaeðlurnar var orðið mjög þunnt og langdregið. Annað sem fór í taugarnar á mér var það að þessi mynd var orðin frekar óþarflega langdregin, t.d. atriðið á eyjunni. Þetta er mynd sem hægt er að stytta um klukkutíma og samt hægt að koma öllu fram sem kom fram. En þrátt fyrir það er þessu mynd góð og vel gerð t.d. tengslin á milli górillunnar og Ann Darrow sem voru mjög vel gert.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd þegar hún var frumsýnd og svo aftur viku seinna og hún er allgjör snilld ein besta mynd sem ég hef séð og mér fannst hún ekkert langdreginn heldur sat ég bara og naut myndarinnar. Ég var ekki í vafa með það að hér kemur önnur ótrúlega vel heppnuð mynd eftir Peter Jackson ein besta leikstjóra í heiminum í dag. VÆntanlega var gamla king kong mjög góð enda var hún mjög vinsæl á sínum tíma, en þessi toppar hana allgjötlega og ekkert smá magnaðar specal effect þarna apinn var fáranlega raunverulegur og allar skepurnar líka

þar sem mér fannst magnað við þessa mynd eru sviðbrygðin á Kong

það maður var ekki í vafa þegar hann var leiður, reiður, glaður eða sorgmæddur, og svo má ekki gleyma þessum mögnuðu bardaga atriðum í myndini en allavega ég er allveg sáttur við þetta meistara verk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Blessaður, hver sem þú ert og endilega haltu áfram að lesa. Það eru nefnilega mjög mikilvæg skilaboð sem ég þarf að færa ykkur! Þegar ég fór á myndina þá vissi maður svona gróflega söguþráðinn: ''Kvikmyndagerðarfólk'' fer á eyju sem en hefur ekki verið fundin(skull island) og hitta frumbyggjana sem eru nú ekkert sérstaklega vinalegir. Svo ná þeir(frumbyggjarnir) að ræna stúlkunni og fórna henni fyrir King Kong. Kong ætlar bara að eiga hana en svo koma hinir mennirnir og ''bjarga'' henni og eru þar helling að ævintýrum á milli sem ég ætla ekkert nánar að fara í. Svo er apinn fangaður og farið með hann í borgina(voða gáfulegt) en svo sleppur apinn og ég segi ekkert meira:). Á meðan ég var að horfa á myndina var mér meira og meira ljóst að Peter Jackson er bara að reyna að selja myndina með flottum tæknibrellum en pælir ekki í hvað myndi raunverulega gerast í raunveruleikanum. Nú tel ég upp stóru mistökinn sem því miður fóru fram hjá Peter Jackson: Skordýr eru ekki með lungu og því gætu þær aldrei orðið eins stórar og raun ber vitni í myndinni. Þær myndu bíða bana vegna þess þær gætu ekki andað að sér nógu súrefni. Annað var að risaeðlurnar voru óeðlilega hrifnar að konunni. Þegar eitt skriðdýrið var að éta aðra stóra risaeðlu sem var dauð þá sá það konuna og fór af einhverri ástæðu að elta hana þótt hún hefði marga daga hlaðborð fyrir framan sig. Og þegar T-Rex drap skriðdýrið og konan fór úr felum þá henti T-Rex minnsta kosti eins tonna kjötbita fyrir mest 70kg ''nagga''. Það er bara fáránlegt. Svo virðast sem allar skepnur eru með nákvæmlega eins tennur. Beittar, breiðar og langar. Ef þú spyrð mig þá held ég að Peter Jackson sé bara orðinn blindaður af frægðinni. Og einhvernvegin sleppa aðalgaurarnir alltaf rétt áður enn eitthvað gerist. Og þegar eitthvað ógeðslegt á að fara að gerast fer alltaf myndavélin af eða það er bara klippt. Maður hugsar: af hverju gerir hann það? Og svarið er sísvona að hann hefur viljað fá myndina rated PG 13 svo fleiri hafi haft tækifæri til að fara á myndina svo hann græði meiri pening og sponsorarnir. Svo má nefna að þegar King Kong datt niður Empire State og allir voru að horfa á hann þá var eins og ekkert hafi gerst við hann. Í raun og veru hefði hann átt að vera stór klessa á veginum en það var ekki sprunga í veginum sem ég sá til. Og að lokum fannst mér þessi mynd ansi væminn á pörtum. Verið öll blessuð og sæl og takk fyrir að taka ykkur tíma til að lesa þessu litlu ritgerð mína!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég veit ekki afhverju ég fór á King Kong,ég er einn af þeim fáu(kannski sá eini)sem er ekki aðdáandi Lord of the rings(þó að Fellowship hafi verið góð).Kin Kong er stórmynd,það er ekki annað hægt en að taka undir það en mér finnst hún ekki vera meistaraverk.Helstu kostir þessarar stórmyndar er hversu rosalega vel gerð hún er og tæknibrellurnar eru fyrsta flokks og hasar atriðin flott.Peter Jackson og aðal leikararnir Naomi Watts,Adrien Brody og Jack Black gera sitt besta en Watts stendur sig best,hún er orðin stórstjarna,það hefur hún sannað með King Kong og Ring myndunum.Helsti gallinn er þó lengdin og hversu langdregin flest hasaratriðin eru,þau allt of löng og manni fynnst þau beinlínis vera leiðinleg á köflum.SMÁ SPOILER.Anne Darrow(Naomi Watts)er atvinnulaus og fátæk leikkona sem tekur að sér aðal kvenn hlutverk í næstu mynd skíthælsins Carl Denham(Jack Black)en það sem fæstir vita er að hann vill taka myndina upp á ókannaðri eyju,þeirri seinusti í heimi sem enginn hefur áður séð.Hún heitir því skemmtilega nafni Skull Island eða hauskúpu eyja.En svo þegar þau festast þar þá komast þau að því að eyjan er full af risaeðlum og ósiðmenntuð mannaætum sem tilbiðja risagórillu sem kallast Kong og Ann á að vera fórnin.Adrian Bordy(Village,Pianist)leikur ástmann Ann,tónskáldið Jack Driscoll sem vill bjarga henni frá eyjunni.SMÁ SPOILER ENDAR.King Kong hefði getað orðið betri ef hún hefði verið stytt og ef Jackson hefði hugsað meira um söguna eins og Tómas sagði heldur en hasar.Mér finnst Jackson vera ofmetinn en ég mæli með nýjustu myndinni hans King Kong sem er ekki meistaraverk en hún er þó bíómynda upplifun sem margir gætu haft gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.04.2024

Djöfulleg aðsókn - 666 gestir mættu

Eins og flestum er kunnugt er talan 666 best þekkt sem númer djöfulsins (e. The Number of the Beast). Þau merku, eða öllu heldur myrku tíðindi urðu nú um helgina að nákvæmlega 666 gestir mættu á hrollvekjuna The First Omen se...

03.04.2024

Risaskrímsli tóku áhorfendur með trompi

Risaskrímslin Godzilla og King Kong tóku íslenska bíógesti með trompi um síðustu helgi en kvikmyndin um þessa ólíklegu "vini" sigldi beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin ruddi þar með úr vegi teiknim...

29.03.2024

Líkir skrímslum við löggurnar í Lethal Weapon

Þegar ofurskrímslið Godzilla og risa-apinn King Kong voru síðast á hvíta tjaldinu fengum við að upplifa epískan bardaga þeirra tveggja, í kvikmynd leikstjórans Adam Wingard, Godzilla Vs. Kong. En núna hefur orðið ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn