Náðu í appið
Öllum leyfð

Kicking and Screaming 2005

Frumsýnd: 29. júlí 2005

All his life Phil Weston has dreamed of being on a winning team. Phil... your time has come.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Fjölskyldumaðurinn Phil Weston hefur alla ævi þurft að láta sér það lynda að eiga ofurkappsaman föður. Hann tekur að sér að þjálfa yngri flokk í fótbolta, og áttar sig fljótlega á því að hann er að verða eins og faðir sinn ....

Aðalleikarar


Þegar maður blandar saman ráðgjafa Guðfaðirsins(Robert Duvall), og hinum sérkennilega Steve Butabi/Ron Burgendy/Mustafa(Will Ferrell) þá verður útkoman ekkert sérlega góð eins og sést í þessari mynd. Ég man eftir því að hafa séð trailerinn á þessa mynd og fór að hlæja í aulabröndurum hans Will Ferrell og sérstaklega þar sem ég fíla aulahúmor í tætlur(helst tónlistina úr terminator I sem er snilld!). Við strákarnir tekkuðum á þessa mynd og veistu hvað? Hún var ekkert fyndinn, heldur var hún fyrirsjáanleg og barnaleg mynd. Ég nenni ekki að fara út í söguþráðin en ok skal ykkur hann þá að myndin fjallar um að Robert duvall er pabbi will's og hann á besta liðið og hann leyfir ekki syni Will Ferrell's að spila. Þá fer Will í fýlu já og ætlar að sigrast á sinum illkvikindslega föður sinum. Og restin vitiði sjálf. BLESS
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd fyrir skömmu í bíó og ég get nú ekki sagt að Kicking & Screaming sé besta mynd Ferrels en mér fannst hún svo sem fín, ég var ekkert að búast við bestu mynd ársins eða einhverju slíku. Myndin fjallar um mann sem byrjar að þjálfa fótboltalið sonar síns, the tigers til að geta sigrað pabba sinn sem er þjálfari hjá öðru liði en það verður snúið því að the tigers eru með ömurlegt lið og pabbi hans er góður þjálfari með gott lið. Frekar lame söguþráður en ég hef nú séð verri myndir. Og myndin hefur líka sín moments þó ekki séu þau nú mörg, en t.d kaffiatriðin voru snilld. En venjulega finnst mér svona íþróttamyndir með þjálfara liðsins í aðalhlutverki grautfúlar, en þessi var ekki svo slæm miðan við flestar svoleiðis myndir, það eru til yfir 1000 svona myndir og maður sér svo sem ekkert nýtt í þessari. Krakkarnir voru svo sem að leika ágætlega og Will Ferrel er náttúrulega alltaf fyndin. Myndin er ágæt skemmtun og maður hlær yfir atriðum, sem segt ég mæli með henni ef þú vilt skemmta þér og það er alveg þess virði að borga 800 kallinn fyrir hana. Fyrst var ég að spá í að gefa bar tvær stjörnur en þegar ég hugsa mig um þá er tvær og hálf stjarna hæfileg einkunn fyrir Kicking & Screaming.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvernig er það hægt að fara frá myndum eins og Old School, Zoolander og Anchorman yfir í þetta rusl? Sorglegt að hann skuli leika í svona lélegri mynd. Þó að þessi mynd sé í mjög svipuðum stíl og flestar myndir hans, þ.e.a.s með miklum vitleysisskap, þá nær hún ekki að koma manni í jafn gott skap og hinar myndirnar hans gerðu. Ég var nálægt því búinn að labba út úr salnum. Því miður verð ég að segja að þessi mynd er mikil vonbrigði. Vonandi að hann Will bæti upp fyrir þetta og komi með betri mynd næst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.04.2014

Ferrell skorar á konu í tennis

Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell ætlar að gerast alvarlegur á næstunni og leika aðalhlutverkið í sannsögulegri mynd um frægan tennisleik á milli karl- og kvenkyns tennismeistaranna Billie Jean King og Bobby Riggs. ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn