Náðu í appið
Telling Lies in America

Telling Lies in America (1997)

"Just don't get caught."

1 klst 41 mín1997

Karchy er skólastrákur sem flutti frá Ungverjalandi til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar.

Rotten Tomatoes67%
Metacritic65
Deila:
Telling Lies in America - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Karchy er skólastrákur sem flutti frá Ungverjalandi til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann á erfitt með að fóta sig í skólanum og er að reyna að aðlagast bandarískri menningu. Þá heyrir hann af útvarpsmanninum Billy Magic sem stendur fyrir keppni í hverri viku. Þegar Kercy vinnur keppnina loksins eftir nokkrar vikur, þá eyðir hann sífellt meiri tíma með Billy Magic, sem á peninga og er umkringdur kvenfólki og glamúr. Karchy telur að með því að vera með Billy þá verði hann svalur og eftirsóttur. Hann byrjar í kjölfarið að segja lygasögur af sjálfum sér til að láta líta út fyrir að hann sé merkilegri en hann er. En þegar hann lýgur, þá byrjar hann að særa fólk sem honum þykir vænt um, og hann gerir sér grein fyrir að það borgar sig ekki að ljúga ef það hefur áhrif á vini þína. Í kjölfarið reynir hann að sætta sig við sjálfan sig eins og hann er, og hættir að segja ósatt. Billy Magic á síðan eftir að súpa seyðið af öllum þeim lygum sem hann hefur sagt í gegnum tíðina ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Kuzui EnterprisesUS
Banner Entertainment
Ben Myron ProductionsUS