Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Derailed 2005

Frumsýnd: 3. febrúar 2006

They Never Saw It Coming.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Charles er orðinn langþreyttur á lífinu heima fyrir þar sem hann og eiginkonan erfiða við að sjá um veika dóttur sína og vinna hörðum höndum þess á milli. Þegar hann hittir Lucinda í lestinni á leiðinni til Chicago, þá kviknar strax neisti á milli þeirra. Fjótlega eru þau farin að borða saman. Þetta leiðir til skyndikynna á hóteli. En þau eru ekki... Lesa meira

Charles er orðinn langþreyttur á lífinu heima fyrir þar sem hann og eiginkonan erfiða við að sjá um veika dóttur sína og vinna hörðum höndum þess á milli. Þegar hann hittir Lucinda í lestinni á leiðinni til Chicago, þá kviknar strax neisti á milli þeirra. Fjótlega eru þau farin að borða saman. Þetta leiðir til skyndikynna á hóteli. En þau eru ekki fyrr farin úr fötunum á hótelherberginu en þjófur brýst inn til þeirra, lemur Charles og nauðgar Lucinda. Vegna þess hvernig samband þeirra er til komið, þá samþykkir Charles uppástungu Lucinda að leita ekki til lögreglunnar, og fljótlega er hann undir hælnum á þjófnum og kröfum hans.... minna

Aðalleikarar

góð mynd!
Þessi mynd er mjög góð. Og uppáhalds leikkonan mín er í henni Jennifer Aniston. þessi mynd fjallar um karl og konu sem hittast í lest. eftir það eru þau svona smá saman en halda því leyndu. allt í einu blandar einn maður sér inn í líf þeirra og eyðinleggur þau og þau þurfa að komast úr þessari klemmu. mjög góð mynd samt ekki alveg spennutryllir svona frekar spennumynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hafði ekki séð neinar auglýsingar tengdar myndinni en þær staðreyndir að þetta væri spennutryllir og Jennifer Aniston í henni ákvað ég að slá til.

Í fyrsta lagi, þá er þetta langt því frá að vera spennutrylli að mínu mati. Ég tel spennutrylli vera myndir á borð við The forgotten og Hide and seek. Þessi mynd nær því miður ekki alveg þeim skala, en þó er þetta ágætis mynd til afþreyingar.

En að myndinni. Myndin er mjög lengi að byrja. Í raun gerist ekkert fyrr en eftir miðja mynd. Þá fer fyrst eitthvað að gerast.

Þessi mynd er dálítið fyrirsjáanleg, og er hún lengi að byrja en endirinn veldur því að hún er þess virði til að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn