Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég varð að drífa mig að skrifa þetta áður en ég gleymi þessari mynd. Myndin var næstum nákvæmlega eins og ég bjóst við. Formúlan er ekki ólík The Devil´s Advocate og The Firm. Hún er að mestu mjög fyrirsjáanleg en samt vel áhorfanleg. Helsta ástæðan fyrir því eru hot shot leikarar, Al Pacino, Matthew McConaughey og Rene Russo. Pacino, líkt og De Niro, hefur dalað mikið undanfarin ár en hefur ennþá slatta af persónutöfrum, þrátt fyrir ofleik. Stærsti gallinn við myndina er að hún er hálftíma of löng. Lokakaflinn er langur og maður finnur fyrir því. Það er engin spenna af því allir vita hvernig myndin mun enda, Pacino drepur alla, nei bara djók. Þið vitið hvað þið fáið þegar þið setjið þessa í, aþreyingu sem gleymist strax.
Persónulega séð þá fannst mér þessi mynd alls ekki höfða til mín. Veðmálabull sem ég sá engan tilgang í. ÞAð eina sem kveikti í mér var aðalleikarinn, hann var hot. Annars fannst mér þessi mynd alveg glötuð og hefði alveg eins getað keypt mér eitthvað að borða í staðinn.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
4. nóvember 2005