Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Hoodwinked! 2005

(Rauðhetta)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. apríl 2006

Trouble In The Hood

80 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Sælgætisuppskriftum nammibúðarinnar hefur verið stolið af nammibófanum, og mörg dýr eru í vandræðum. Á meðan lögreglan eltir glæpamanninn, þá er allt í rugli í húsinu hennar ömmu, þar sem rauðhetta, úlfurinn, skógarhöggsmaðurinn og amma, eigast við. Þau eru öll handtekin af hinum óþolinmóða Grizzly lögreglustjóra. Rannsóknarlögreglumaðurinn... Lesa meira

Sælgætisuppskriftum nammibúðarinnar hefur verið stolið af nammibófanum, og mörg dýr eru í vandræðum. Á meðan lögreglan eltir glæpamanninn, þá er allt í rugli í húsinu hennar ömmu, þar sem rauðhetta, úlfurinn, skógarhöggsmaðurinn og amma, eigast við. Þau eru öll handtekin af hinum óþolinmóða Grizzly lögreglustjóra. Rannsóknarlögreglumaðurinn Nicky Flipper stjórnar rannsókninni, og hvert og eitt þeirra segir sína sögu af því sem gerðist. Flipper notar upplýsingarnar til að afhjúpa hinn illa nammibófa. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er ein alversta mynd sem ég hef séð... fyrst þá er þetta svoltið nett og síðan er þetta allveg HRYLLILEGT!!! ég mæli ekki með henni en samt þeir sem hafa lélegan smekk á myndum mundu örugglega ekki fýla þessa einusinni...en já.. passa sig á svona myndum!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er mjög góð til að birja með síðan verður hún frekar langdregin þegar það er farið í það að endurtaka allt aftur og aftur með smá breitingum en verður aftur góð og spennandi fljótlega en maður var nú samt búinn að finna nokkurnveginn út endirinn þegar myndin var hálfnuð en þetta er bara það sem ég vildi tjá mig um en þið verðið auðvitað að vega og meta sjálf :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hoodwinked er meiriháttar skemmtun. Hér er sagan um Rauðhettu tekin fyrir og breytt í hálfgerða mystery-spennusögu. Myndin er svo steikt í heildina, en hún þrælvirkar samt. Myndin hefur mjög sniðuga sögu, hálfgerð Agatha Christie saga, og sameinar hana með skrautlegum persónum(þar eru íkornin og syngjandi geitin best) og óvenjulegri atburðarrás. Hún er virkilega fyndin og hló ég mikið yfir vitleysunni sem þessi mynd hafði að bjóða uppá. Ef þið eruð mikið fyrir þætti eins og Family Guy og myndir sem eru mjög vitleysislegar(eins og undirritaður er), mæli ég hiklaust með að þið skellið ykkur á þessa ræmu. 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rashomon handa krökkum?
Hoodwinked er mjög sérstök teiknimynd, og ekki endilega á mjög jákvæðan máta. Söguþráður myndarinnar, eða yfir höfuð uppbygging hennar er nokkurn veginn alltof flókin og snjöll (eða svo heldur hún...) fyrir litla krakka, en sömuleiðis þá er húmorinn alltof smábarnalegur fyrir fullorðna.

Myndin býr yfir mörgum skemmtilegum hugmyndum, og nokkrum frábærum persónum, einna helst spítt-drifna íkornanum, en mér finnst eins og hefði getað orðið mun betur unnið úr þeim. Svo ég tali nú ekki um hversu áberandi ódýr grafíkin er, a.m.k ef borið er saman við Pixar eða DreamWorks gæði þá virkar þessi mynd alltof metnaðarlaus, eins og hún hafi jafnvel verið gerð í flýti.

Raddsetningin er heldur ekkert til að minnast eitthvað sérstaklega á. Ég hrósa myndinni þó fyrir að vera ekki nema eitthvað um 80 mínútur, annars stórefa ég að Hoodwinked eigi eftir að eldast eitthvað vel með árunum.

Sæmileg afþreying, fyndin í skömmtum, en ég á bágt með að mæla með heildinni.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég var lítill átti ég dúkku sem var hægt að snúa við á einum endanum var rauðhetta á hinum endanum var úlfurinn og amman... ÞAÐ VAR SKEMMTILEGRA EN MYNDIN
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn