Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Athyglisverð kvikmynd sem er vert að kíkja á. Pólitík, réttlæti, hugrekki og kommúnismi eru umræðuefni myndarinnar og nær George Clooney að koma skilaboðunum vel til fólksins. David Strathairn er öflugur í hlutverki fréttamannsins Ed Murrow, og væri myndin ekkert án hans. Documentary fílingurinn er rosalega áhrifamikill og mjög gaman að honum. Ef þið fílið myndir sem hafa viðkvæm málefni og hafa eitthvað til sín að segja, þá hvet ég ykkur að sjá þessa. En ef þið eruð að leita að mindless action, þá er þetta ekki rétta myndin. Good night, and good luck.
Áhugaverð "fræðslumynd"
Ef eitthvað væri gott dæmi um andstæðu við mainstream-mynd, þá væri það Good Night, and Good Luck. Þessi mynd er svo gríðarlega lágstemmd, hæg og viðburðarlítil að það er mér ráðgáta að hún skuli hafa sópað að sér svona mikla athygli.
George Clooney tekur fyrir athyglisvert málefni og flytur það á stórkostlegan hátt. Sem leikstjóri get ég ekki annað en gefið honum annað en öruggt hrós fyrir það sem hann hefur gert hér. Myndin er ekki aðeins vel leikin, heldur nær Clooney einhvern veginn að skera hana út frá nútíma kvikmyndamenningu og flytja hana eins og um væri að ræða merkilega fræðslumynd frá sjötta áratugnum. Um tímabil fannst mér eins og ég væri að horfa á alvöru deilur frá þessum tíma fremur en sviðsettar senur.
Handritið er líka vissulega vel skrifað, og það sem heillar mig við þessa mynd einna helst er hversu dauð hún er allan tímann, og það leyfir henni að setja vissan fókus á tímabilið sem og umfjöllunarefnið. Svo ég tali heldur ekki um hversu frábær David Strathairn er. Hann ber myndina algjörlega uppi og heldur athygli manns með ákaflega dáleiðandi frammistöðu.
Helsti gallinn í handritinu er kannski sá að persónur myndarinnar fá enga dýpt í sjálfu sér, þó svo að þessi mynd sé ekki mikil karakterstúdía, og leggur áherslu á allt aðra hluti. Engu að síður hefði verið fínt að fá smá "lit" á aukapersónur. Þetta hefur samt sem áður áhrif.
Ég get hvergi mælt með þessari mynd sem eitthvað standard áhorf. Hún er afar merkileg, og ætti einungis að vera séð af þeim sem hafa áhuga á myndum af þessu tagi. Aðrir munu eflaust gefast upp eða bara einfaldlega rotast í svefn.
7/10
Ef eitthvað væri gott dæmi um andstæðu við mainstream-mynd, þá væri það Good Night, and Good Luck. Þessi mynd er svo gríðarlega lágstemmd, hæg og viðburðarlítil að það er mér ráðgáta að hún skuli hafa sópað að sér svona mikla athygli.
George Clooney tekur fyrir athyglisvert málefni og flytur það á stórkostlegan hátt. Sem leikstjóri get ég ekki annað en gefið honum annað en öruggt hrós fyrir það sem hann hefur gert hér. Myndin er ekki aðeins vel leikin, heldur nær Clooney einhvern veginn að skera hana út frá nútíma kvikmyndamenningu og flytja hana eins og um væri að ræða merkilega fræðslumynd frá sjötta áratugnum. Um tímabil fannst mér eins og ég væri að horfa á alvöru deilur frá þessum tíma fremur en sviðsettar senur.
Handritið er líka vissulega vel skrifað, og það sem heillar mig við þessa mynd einna helst er hversu dauð hún er allan tímann, og það leyfir henni að setja vissan fókus á tímabilið sem og umfjöllunarefnið. Svo ég tali heldur ekki um hversu frábær David Strathairn er. Hann ber myndina algjörlega uppi og heldur athygli manns með ákaflega dáleiðandi frammistöðu.
Helsti gallinn í handritinu er kannski sá að persónur myndarinnar fá enga dýpt í sjálfu sér, þó svo að þessi mynd sé ekki mikil karakterstúdía, og leggur áherslu á allt aðra hluti. Engu að síður hefði verið fínt að fá smá "lit" á aukapersónur. Þetta hefur samt sem áður áhrif.
Ég get hvergi mælt með þessari mynd sem eitthvað standard áhorf. Hún er afar merkileg, og ætti einungis að vera séð af þeim sem hafa áhuga á myndum af þessu tagi. Aðrir munu eflaust gefast upp eða bara einfaldlega rotast í svefn.
7/10
Ansi góð ræma og þarft innlegg í málefni núlíðandi stundar. Ekki hefðbundin kvikmynd, er að að vissu leiti líkt og furðuvel leikin heimildarmynd enda notast hún við úrklippur úr sjónvarpi frá þeim tíma sem hún gerist í. Myndin er öll í svart-hvítu en tónlistin og hljóðið eru af hinum bestu gæðum.
Mjög fín mynd og góð tilbreyting frá þessu hefðbundna bíói. Á sama tíma gefur hún mikið fyrir hugan að melta og skemmtilegt hvernig eyrun sperrast á öllum í þeim mörgum atriðum þar sem orðið ALCOA kemur við sögu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$7.000.000
Tekjur
$54.600.000
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
17. febrúar 2006