Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Ides of March 2011

Frumsýnd: 11. nóvember 2011

Is This Man Our Next President?

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 67
/100
Tilnefnd til Gullna ljónsins á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

Steven Myers er ungur hugsjónarmaður sem þrátt fyrir ungan aldur er talinn einn allra besti kosningastjóri Bandaríkjanna, enda hefur hann alltaf náð markmiðum sínum fyrir þá frambjóðendur sem hann hefur unnið fyrir. Nú vinnur hann við framboð þingmannsins Mike Morris sem ætlar sér að verða kandídat demókrata til embættis forseta Bandaríkjanna. Hingað... Lesa meira

Steven Myers er ungur hugsjónarmaður sem þrátt fyrir ungan aldur er talinn einn allra besti kosningastjóri Bandaríkjanna, enda hefur hann alltaf náð markmiðum sínum fyrir þá frambjóðendur sem hann hefur unnið fyrir. Nú vinnur hann við framboð þingmannsins Mike Morris sem ætlar sér að verða kandídat demókrata til embættis forseta Bandaríkjanna. Hingað til hefur allt gengið vel og allt sem virðist vanta er að fá stuðning eins lykilþingmanns við framboð Mikes. Þá fær Steven óvænt símtal frá kosningastjóra andstæðingsins og gerir í framhaldinu sín mestu mistök á ferlinum sem leiða til þess að hann er rekinn úr vinnu fyrir framboðið. En hvað gerðist? Hver sveik hann og hvernig getur hann fengið vinnuna sína aftur?. Myndin er byggð á leikriti Beau Willimon.... minna

Aðalleikarar

Clooney sannar sig aftur, fyrir framan og aftan vé
Ides of March græðir langmest á einstaklega góðu ensemble. Ryan Gosling er fremstur í flokki og stendur sig prýðilega eins og hann hefur gert í flestum myndum sem ég hef séð hann í og þá sérstaklega á þessu ári. Philipp Seymour Hoffman er svo alltaf solid og bregst ekkert í þessari. Aðrir leikarar svo sem Paul Giamatti, Marisa Tomei og auðvitað George Clooney koma vel út og enginn kom illa út að mínu mati.

Sagan í sjálfu sér er kannski erfitt að gera áhugaverða eða skemmtilega enda bara mjög basic pólítikusaherferð en myndin er með frábært flæði og myndin er ekki lengi að fljóta í gegn. Hún byrjar nokkuð venjulega og svo kemur alltaf meira og meira í ljós og myndin heldur alltaf dampi sem er ekki oft séð í svona löguðum myndum.

En sama hvað allt er vel gert fer þessi mynd ekki á einhvern meistaverkastall. Hún er ansi góð skemmtun og George Clooney hefur sannað aftur að hann getur verið mjög góður leikstjóri en þessi mynd er langt frá því að vera minnisstæð. Hann meðhöndlar efnið vel en spurningin er hvort hann geti ekki fundið áhugaverðari sögu. Hver veit nema að það komi meistaraverk frá Clooney næst? En það er ljóst hvað Clooney er að reyna að koma á framfæri og hann nær því vel og þá líka með skemmtilegri mynd sem er lúmskt spennandi á köflum.

Persónusköpun Ryan Goslings fær líka gott hrós og sýnir að þetta er maður sem gerir hvað sem er til að gera það sem hann trúir á. Skemmtilega sett fram og frammistaðan sjálf er líka góð. Djöfull er hann með klikkað augnaráð!

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Clooney kann á pólitískt drama
The Ides Of March er önnur myndin sem ég hef séð sem er leikstýrð af George Clooney, og hann er lúmskt góður í að leikstýra kvikmyndum. Hin myndin sem ég hef séð frá honum er 2005 myndin Good Night, and Good Luck. Hún var án efa ein besta mynd ársins vegna stílsins sem myndin kom með, leiksins (og þá sérstaklega frammistaða David Strathairn sem Edward R. Murrow) og handritsins. Einræðurnar sem Strathairn er fáranlega vel samdar (hvort sem þær voru sérsamdar fyrir myndina eða fullkomlega byggt á því sem hann sagði sjálfur). (Er þetta nauðsynlegt? Þú ert jú að tala um TIOM, en ekki GNaGL...)

The Ides Of March er ekki eins vel skrifuð og ekki eins áhugaverð og Good Night, and Good Luck en það er ekki hægt að segja mikið slæmt um hana. Líkt og GNaGL er hún pólitísk dramamynd með traustu handriti og inniheldur margar góðar frammistöður. Hinsvegar er þessi í lit og á líklegast að gerast á okkar tíma á meðan GNaGL var í svarthvítu (sem passaði fullkomlega) og gerðist á 6. áratugnum.

Myndin er full af góðum frammistöðum. Ég verð að játa að áður en ég sá Crazy, Stupid, Love þá vissi ég ekki hver Ryan Gosling var. Á aðeins nokkrum mánuðum hefur þessi leikari hækkað verulega í áliti hjá mér. Fyrst í áður nefndri mynd, síðan í Drive (sem er án efa hans besta frammistaða) og Blue Valentine. Jafnvel þótt hann sé ekki eins góður hérna og hann var í Drive þá stendur hann sig vel og heldur myndinni vel uppi. Ég var líka ánægður með karakterinn hans; klassískt dæmi um anti-hetju. Hann er ekki slæmur, hann er bara vanur því sem hann hefur og gerir það sem getur til að halda því, jafnvel þótt það merkir að fólk sé rekið, hann þurfi að hóta, eða einungis vera einn stór hræsnari.

Gosling er umkringdur gæðaleikurum á borð við Phillip Seymour Hoffman, Paul Giamatti (þeir tveir eigna sér allar senurnar sem þeir eru í), Marisa Tomei, Evan Rachel Wood og að sjálfsögðu George Clooney. Allir leikararnir gera frábæra hluti fyrir karakterana sína og það leið ekki sú stund sem mér leist illa á karakterinn hans Clooney (sem skiptir smávegis máli, þar sem hann er að leika forsetisframbjóðanda).

Leikstjórn Clooney er frábær. Hann nær frábæru flæði í gegnum myndina. Ekkert atriði virðist vera of langdregið eða tilgangslaust, allt hefur sinn tilgang. Hann nær líka frábærri ljósanotkun í sumum atriðum og hann kann að nýta atriði með engu handriti. Handritið sjálft er hnittið og vel gert. Ég er sjálfur mjög lítið inn í pólík en ég komst auðveldlega inn í þessa mynd.

Myndin hefur því miður tvo leiðinlega galla að mínu mati. Til að byrja með fannst mér vanta meiri fókus á karakterinn hans Clooney í síðari helmingnum. Það er ákveðið alvarlegt sem gerist í síðari hluta myndarinnar sem tengist honum og það er lítið sýnt af honum í þeim hluta sem tengist ekki þeim hlut. Clonney sýndi strax í byrjun að karakterinn sem hann lék var fínn maður (hvort sem allt samt hann sagði í kosningaræðunum var satt eða ekki. Talar t.d. um skatta efri stéttarinnar, samkynhneigð og trúarmál) og mér fannst vanta meira af honum í síðari hlutanum. Síðan fannst mér endirinn hafa mátt vera aðeins lengri. Myndin endar á andliti Gosling, rétt óbyrjaður að segja eitthvað, en ég vildi sjá hvað hann hafði að segja.

The Ides Of March er vel þó skrifuð, vel leikin og vel leikstýrð mynd. Fantagóð meðmæli frá mér.

7/10 Sterk sjöa
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.11.2017

Nýtt í bíó - Suburbicon

Nýjasta kvikmynd í leikstjórn George Clooney, Suburbicon, verður frumsýnd á föstudaginn næsta í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. Sérkennileg atburðarás fer í gang eftir að fækkar um einn í b...

08.08.2013

Listfræðingar í stríði - Fyrsta stikla

Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd George Clooney, seinni-heimsstyrjaldar dramað The Monuments Men, en þetta er fyrsta mynd hans síðan hann leikstýrði The Ides of March. Ásamt honum er í myndinni einvalal...

15.10.2012

Gosling drepur gangstera

Óhætt er að segja að nýjasta ofurstjarna Hollywoods sé Ryan Gosling, með hvern hittarann á eftir öðrum. Crazy Stupid Love, Drive og The Ides of March eru bara nokkur dæmi. Flestir þeir sem fylgjast eitthvað með kvikmyndum (ég) vita að ein svakalegasta glæ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn