Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The General's Daughter 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. september 1999

To find the truth, follow the lies.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Nakið lík Elisabeth Campbell, dóttur liðsforingjans "Fighting Joe" Campbell, finnst liggjandi, og búið að pinna það niður í jörðina, í herstöðinni Fort MacCallum. Rannsóknarlögreglumenn á vegum hersins, fyrrum parið Paul Brenner og Sara Sunhill, eru kvödd á vettvang til að rannsaka málið, og flækjast brátt í hringiðu kynferðislegra tenginga og kattaþvottar.... Lesa meira

Nakið lík Elisabeth Campbell, dóttur liðsforingjans "Fighting Joe" Campbell, finnst liggjandi, og búið að pinna það niður í jörðina, í herstöðinni Fort MacCallum. Rannsóknarlögreglumenn á vegum hersins, fyrrum parið Paul Brenner og Sara Sunhill, eru kvödd á vettvang til að rannsaka málið, og flækjast brátt í hringiðu kynferðislegra tenginga og kattaþvottar. ... minna

Aðalleikarar


Ógleymanleg mynd Simon West um kynþáttahati í Bandaríska hernum í úrvals gerð. Paul Brennan (John Travolta) er herlögga í Fort McCallum í Georgia sem fær mál í hendurnar um morðið á Elizabeth Campell (Leslie Stefanson) dóttir hershöfðingjans Bill Campell (James Cromwell) mikilvægur maður sem er á seinustu viku sínni í hernum. Brennan fær hjálp hjá öðrum rannsóknamanni Sarah Sunnhill (Madeline Stowe) og vinna þau saman á óútskýranlegu morði þar sem nær allir eru grunaðir. Myndin hefur ótrúlega trúverðugann söguþráð og leikararnir eru í sína besta formi. Leikonan Leslie Stefanson er 1/3 íslendingur eða betur sagt afi hennar er Íslendingur sem lék í mynd eins og Unbreakable og hefur örugglega langan feril eftir. Myndin inniheldur alveg frábæran vandamála plot um hvað konur þurfa að ganga í gegnum í hernum sem er taugaspillandi og óréttlátt. Frábær sakamálamynd með spennu, hatur og misteríu í sínu besta formi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta hefur greinilega átt að að verða stórmynd en eitthvað hefur mistekist. Þessi mynd nær sér aldrei á flug og endar bara í að vera miðlungsmynd. En það er greinilegt að það eru mikil vandamál í Bandaríska hernum, bæði kynþáttahatur og kvennfyrilitning. Gamli diskóboltinn Travolta hefur verið að sýna ágætisleik undanfarin ár en hér er hann frekar slappur. Hann ofleikur alltof mikið. Wodds gamli hinsvegar klikkar aldrei, hér er hann í litlu hlutverki en alltaf er leikur hans hundrað prósent. En með öðrum orðum þetta er ágætis afþreying en skilur ekki mikið eftir sig, það vantar herslumuninn...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alltílæ ræma sem þó stendur ekki undir glæstum loforðum. Fjallar í stuttu máli um herrannsóknarlögreglumann - langt orð - sem þarf að reyna að upplýsa heldur furðulegt morð. Fórnarlambið er kvenkyns kapteinn, dóttir herforingja eins, og morðið og allar aðstæður hinar undarlegustu. Myndin er ljómandi framan af, en missir damp seinni part og eru lokin heldur götótt að mínu mati. Myndin stendur þó fyrri mynd leikstjórans Simon West, Con Air, mörgum ljósárum framar. Vil ég benda á stjörnuleik James Woods, sem stelur hér senunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The General´s Daughter er mjög góð mynd, ég hef séð John Travolta leika betur en í þessari mynd. Söguþráðurinn er á þá leið að dóttur forsetans er nauðgað og svo kyrkt, þetta er samsæris mynd af bestu gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Traust sakamálamynd þar sem John Travolta er rannsóknarlögreglumaður sem falið er það verkefni að kanna dularfullan dauða dóttur herforingja á herstöð einni. Hópur grunaðra er ekki lítill og stækkar en þegar ýmislegt vafasamt kemur í ljós um fórnarlambið. Travolta sýnir góðan leik hér og ekki má gleyma James Wood, en hann bregst aldrei. Helsti gallinn við myndina er kannski að mér fannst hún gefa áhorfendum loforð um að sannleikurinn yrði rosalegri en raun var. En þrátt fyrir það er þetta traust þriggja störnu skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.03.2012

Expendables 3 í bígerð

Enn eru fimm mánuðir í hina graníthörðu (vona ég) The Expendables 2, en það virðist enginn efa það að þetta verði risastór mynd sem haugur af fólki mun sjá. Samkvæmt naglanum Randy Couture, sem er einn af sköl...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn