Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Daufur, jafnvel leiðinlegur Statham
Djöfull væri gaman að sjá Statham í einhverju nýju hlutverki. Um leið og ég heyri að það sé að koma ný Statham-mynd, sem eru framleiddar í tonnatali, þá veit ég að myndin snýst um leigumorðingja eða ,,mercenary'' (Expendables). Statham hefur svolítið fest sig í þessu hlutverki í misgóðum myndum. The Mechanic er nýjasta og örugglega líka sú slakasta (sem ég hef séð).
Myndin byrjar ágætlega, bara létt poppkornsmynd framundan en svo kemur allt í einu eitthvað drama og blablabla sem á ALLS EKKI að vera í svona mynd. Ég vil bara sjá nonstop læti og hasar út í gegn! Í stað þess byrjar týpíska saga um mentorinn og lærlinginn og fyrsta bardagaatriðið kemur ekki fyrr en myndin er hálfnuð (fyrir utan byrjunina). Það er náttúrulega ekki í lagi. Svo fer aðalplottið ekki í gang fyrr en í lokaþriðjungnum og seinustu þriðjungarnir voru algjörlega tilgangslausir. Eins og ég sagði, mjög fín byrjun. Svo hægðist aðeins á myndinni en hún var samt ágæt, svo um leið og Ben Foster kemur til sögu verður myndin hæg og leiðinleg. Innantóm.
Þetta er ekki endilega Fosternum að kenna þótt hann hafi ekki lagt mikið í myndina sjálfur. Statham er ágætur leikari en hæfileikarnir hans fara eftir handriti og leikstjóra. Hann er góður í Snatch en vægast sagt vélmennarlegur í þessari. Svo er ekkert fjallað um samband hans með konunni. Var hann hrifinn af henni eða, hvað er í gangi? Handritið var lélegt og fyrirsjáanlegt. Nokkur ágæt samtöl en annars bara stirður og leiðinlegur. Tónlistin var ein af kostunum og passaði vel við sögusviðið.
Allt of lítill húmor, þunnur söguþráður, fínn hasar en allt of lítið af honum. Horfiði frekar bara á Crank, Statham hefur misst töluvert respect fyrir að taka þátt í þessari vitleysu.
Djöfull væri gaman að sjá Statham í einhverju nýju hlutverki. Um leið og ég heyri að það sé að koma ný Statham-mynd, sem eru framleiddar í tonnatali, þá veit ég að myndin snýst um leigumorðingja eða ,,mercenary'' (Expendables). Statham hefur svolítið fest sig í þessu hlutverki í misgóðum myndum. The Mechanic er nýjasta og örugglega líka sú slakasta (sem ég hef séð).
Myndin byrjar ágætlega, bara létt poppkornsmynd framundan en svo kemur allt í einu eitthvað drama og blablabla sem á ALLS EKKI að vera í svona mynd. Ég vil bara sjá nonstop læti og hasar út í gegn! Í stað þess byrjar týpíska saga um mentorinn og lærlinginn og fyrsta bardagaatriðið kemur ekki fyrr en myndin er hálfnuð (fyrir utan byrjunina). Það er náttúrulega ekki í lagi. Svo fer aðalplottið ekki í gang fyrr en í lokaþriðjungnum og seinustu þriðjungarnir voru algjörlega tilgangslausir. Eins og ég sagði, mjög fín byrjun. Svo hægðist aðeins á myndinni en hún var samt ágæt, svo um leið og Ben Foster kemur til sögu verður myndin hæg og leiðinleg. Innantóm.
Þetta er ekki endilega Fosternum að kenna þótt hann hafi ekki lagt mikið í myndina sjálfur. Statham er ágætur leikari en hæfileikarnir hans fara eftir handriti og leikstjóra. Hann er góður í Snatch en vægast sagt vélmennarlegur í þessari. Svo er ekkert fjallað um samband hans með konunni. Var hann hrifinn af henni eða, hvað er í gangi? Handritið var lélegt og fyrirsjáanlegt. Nokkur ágæt samtöl en annars bara stirður og leiðinlegur. Tónlistin var ein af kostunum og passaði vel við sögusviðið.
Allt of lítill húmor, þunnur söguþráður, fínn hasar en allt of lítið af honum. Horfiði frekar bara á Crank, Statham hefur misst töluvert respect fyrir að taka þátt í þessari vitleysu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
CBS Films
Kostaði
$40.000.000
Tekjur
$51.070.807
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
25. febrúar 2011
Útgefin:
14. júlí 2011