Aðalleikarar
Leikstjórn
Nostalíguflipp
Að sjá gamlar uppáhalds kvikmyndahetjur á borð við Stallone, Schwarzenegger, Willis og Van Damme saman í einni mynd, var draumur minn sem hasarelskandi barn. En nú hefur hann ræst! Og að bæta fleiri töffurum á borð við Norris, Statham, Jet Li og Lundgren hefur gert þessa mynd að einhverju mesta nostalgíuflippi sem ég hef nokkurn tíman séð.
Fyrri myndin gerði það alveg ljóst að með þessari seríu væri ekki verið að eltast við útpælda sögu, óskarsverðlaunaleik og slíkt fínerí, heldur verið að miða á markhópinn sem fílar heilalausan og eitursvalan hasar þar sem hörkutól á testósterón óverdósi salla niður óvini og hreyta úr sér one-linerum á meðan. Sem slík tekst þessari mynd 110% upp. Hún er fáránlega skemmtileg og gefur manni vel fyrir peninginn af litríku ofbeldi, vöðvastæltum gamalmennum með stórar byssur og húmor, alveg upplögð mynd til að skella sér á með félögunum. Ef þú fílaðir fyrstu myndina þá er þessi af svipuðum toga, nema bara á sterum!
Ég var alveg að fíla það að sjá Svartanagg og Willis fá meira að gera en í fyrstu myndinni og djókið með frægu frasana þeirra hitti í mark hjá mér, sem og innkoma hins 72 ára gamla Chuck Norris, sem lítur ekki út fyrir að eldast neitt. Sly og Statham eru þrælgóðir að vanda, og aftur er mesta athyglin beind að þeim. Crews og Coture eru á hliðarlínunni og fá ekki margar línur, en eru þó áfram skemmtilegir. Lundgren fær líka að gera meira en í fyrri myndinni, aðallega samt að vera comic-relief, sem mér fannst heppnast bara vel. En af einhverjum ástæðum fær Jet Li ekkert að gera eftir fyrsta hlutann og skil ég ekki alveg þá ákvörðun, því hann var illilega svalur í þann skjátíma sem hann fékk. Þá fannst mér Nan Yu ekkert sérstaklega spennandi viðbót við grúppuna, hefði frekar verið til í að sjá Ginu Carano í þessu hlutverki, en ég kvarta samt ekki, hún stóð sig alveg ágætlega.
Það sem mér fannst aftur á móti mest miður var hversu lítið einn af mínum uppáhalds harðhausum frá því í æsku, Jean Claude Van Damme fékk að gera. Fyrir utan innkomuna og hörkubardaga við annað "gamalmenni" sást hann lítið sem ekkert. Hefði viljað vita meira um þennan karakter og sjá hann gera eitthvað annað en að vera með sólgleraugu og einhvern hörkutólasvip.
En í það heila er ég bara virkilega sáttur með þessa mynd. Hún er töff, hröð og hörkuskemmtileg og nær því fyllilega að uppfylla þau markmið sem hún setur sér.
Að sjá gamlar uppáhalds kvikmyndahetjur á borð við Stallone, Schwarzenegger, Willis og Van Damme saman í einni mynd, var draumur minn sem hasarelskandi barn. En nú hefur hann ræst! Og að bæta fleiri töffurum á borð við Norris, Statham, Jet Li og Lundgren hefur gert þessa mynd að einhverju mesta nostalgíuflippi sem ég hef nokkurn tíman séð.
Fyrri myndin gerði það alveg ljóst að með þessari seríu væri ekki verið að eltast við útpælda sögu, óskarsverðlaunaleik og slíkt fínerí, heldur verið að miða á markhópinn sem fílar heilalausan og eitursvalan hasar þar sem hörkutól á testósterón óverdósi salla niður óvini og hreyta úr sér one-linerum á meðan. Sem slík tekst þessari mynd 110% upp. Hún er fáránlega skemmtileg og gefur manni vel fyrir peninginn af litríku ofbeldi, vöðvastæltum gamalmennum með stórar byssur og húmor, alveg upplögð mynd til að skella sér á með félögunum. Ef þú fílaðir fyrstu myndina þá er þessi af svipuðum toga, nema bara á sterum!
Ég var alveg að fíla það að sjá Svartanagg og Willis fá meira að gera en í fyrstu myndinni og djókið með frægu frasana þeirra hitti í mark hjá mér, sem og innkoma hins 72 ára gamla Chuck Norris, sem lítur ekki út fyrir að eldast neitt. Sly og Statham eru þrælgóðir að vanda, og aftur er mesta athyglin beind að þeim. Crews og Coture eru á hliðarlínunni og fá ekki margar línur, en eru þó áfram skemmtilegir. Lundgren fær líka að gera meira en í fyrri myndinni, aðallega samt að vera comic-relief, sem mér fannst heppnast bara vel. En af einhverjum ástæðum fær Jet Li ekkert að gera eftir fyrsta hlutann og skil ég ekki alveg þá ákvörðun, því hann var illilega svalur í þann skjátíma sem hann fékk. Þá fannst mér Nan Yu ekkert sérstaklega spennandi viðbót við grúppuna, hefði frekar verið til í að sjá Ginu Carano í þessu hlutverki, en ég kvarta samt ekki, hún stóð sig alveg ágætlega.
Það sem mér fannst aftur á móti mest miður var hversu lítið einn af mínum uppáhalds harðhausum frá því í æsku, Jean Claude Van Damme fékk að gera. Fyrir utan innkomuna og hörkubardaga við annað "gamalmenni" sást hann lítið sem ekkert. Hefði viljað vita meira um þennan karakter og sjá hann gera eitthvað annað en að vera með sólgleraugu og einhvern hörkutólasvip.
En í það heila er ég bara virkilega sáttur með þessa mynd. Hún er töff, hröð og hörkuskemmtileg og nær því fyllilega að uppfylla þau markmið sem hún setur sér.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Sylvester Stallone, Richard Wenk, Dave Callaham
Framleiðandi
Lionsgate
Kostaði
$100.000.000
Tekjur
$314.975.955
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
24. ágúst 2012
Útgefin:
6. desember 2012
Bluray:
6. desember 2012