Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Texas Chainsaw Massacre: The Beginning 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. október 2006

Witness The Birth Of Fear

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 15% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Hér er uppruna hins ógnvænlega Leatherface gerð skil. Áður en vinirnir Eric og Dean eru sendir í herþjónustu í Víetnam halda þeir í sína síðustu skemmtiferð með kærustunum Chrissie og Bailey. Eftir að fjórmenningarnir lenda í slysi kalla þau á aðstoð lögreglustjórans á svæðinu, og fyrr en varir eru þau öll stödd í sinni verstu martröð.

Aðalleikarar


Eftir ég veit ekki hvað mörg framhöld af TCM seríunni fannst mér skárra að gert yrði prequel um uppruna Leatherface of heilbrigðu fjölskyldu hans. Til þess að horror seríur geti tórað í langan tíma og mörgum framhöldum þarf að halda áfram sögunni á einhvern hátt og gefa manni eitthvað nýtt. Mér fannst það heppnast ágætlega t.d. í Saw og Nightmare on Elm Street framhöldum. TCM serían hefur hinsvegar verið sífelld endurtekning á fyrstu myndinni sem er klassískt meistaraverk. Ég hélt kannski að þessi yrði öðruvísi en því miður er svo ekki. Þessi er jafn steingeld og öll framhöldin sem komið hafa, reyndar miklu verri. Mér fannst endurgerðin sem kom fyrir nokkrum árum vera þokkaleg og vel áhorfanleg. Þessi var svo slæm að ég var stöðugt að bíða eftir loka credits.

Myndin byrjar á einhverri óljósri baksögu sem bætir engu við. Leatherface er þroskaheftur og settur í einhverja vinnu. Hann snappar svo og drepur mann og annan. Þegar þessum stutta kafla er lokið er skipt á ...getið nú hvað, hóp af unglingum í ferðalagi á bíl sem lendir auðvitað í fjölskyldunni hræðilegu eins og í öllum hinum myndunum. Ég er orðinn hundleiður á þessari formúlu svo ekki sé meira sagt. Ég mæli með Frontier(s) fyrir áhugasama. Látið þessa eiga sig.

“Tell me something, Do you fuck all of your cousins or just the ones you find attractive?”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Aaaahhh... þessi mynd er fullmikið af því góða, þetta er einn sá sjúkasti anskoti sem ég hef séð. Maður er sestur í sætið og áður en maður veit af er byrjað að hakka útlimi af fólki.. og ekkert lítið gert af því, því á 5 mínutna fresti þarf maður að undirbúa sig fyrir þetta sálfræðilega stríð sem mér finnst fullmikið af því góða. Einhver sem æsist kynferðislega við að sjá mikið af blóði og mikið af viðbjóði ætti endilega á þessa mynd, djöfull myndi sá hinn sami koma allrosalega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mín hugsun áður en ég sá þessa var: Glötuð mynd. En hún kom á óvart. Það er eitthvað við tóninn og ofbeldissenurnar sem ég var að fíla meira í þessari heldur en Texas frá 2004. Þó svo ég sé ekki sammála um að hún eigi skilið bönnuð innan 18 stimpilinn, þá voru sumar senurnar verulega grófar og gætu farið í suma. Svo er bakgrunnssagan um sögu Leatherface og hans rugluðu fjölskyldu gerð fín skil. Ef þið fílið slátranir, blóð og verulega óþægilegar myndir, þá er TCM: TB málið. Engin snilldarmynd hér á ferð, en samt ágætis bíóferð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn