Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Flyboys 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. nóvember 2006

Inspired by a true story

140 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Áður en Bandaríkin hófu þátttöku í Seinni heimsstyrjöldinni, þá gerðust ungir Bandaríkjamenn sjálfboðaliðar í franska hernum. Þeir urðu þar með fyrstu bandarísku herflugmennirnir og mynduðu flugsveitina Lafayette Escadrille. Þessi saga fjallar um hæglátan dreng af búgarði í Texas, áhugasaman strák frá Nebraska, þeldökkan hnefaleikamann sem býr... Lesa meira

Áður en Bandaríkin hófu þátttöku í Seinni heimsstyrjöldinni, þá gerðust ungir Bandaríkjamenn sjálfboðaliðar í franska hernum. Þeir urðu þar með fyrstu bandarísku herflugmennirnir og mynduðu flugsveitina Lafayette Escadrille. Þessi saga fjallar um hæglátan dreng af búgarði í Texas, áhugasaman strák frá Nebraska, þeldökkan hnefaleikamann sem býr í Frakklandi og New York búa, þegar þeir koma til æfinga og lenda í sínum fyrsta bardaga þegar þýskar orrustuvélar gera þeim fyrirsát, og verða svo hetjur. Rawlings, Texasbúinn, verður ástfanginn af ungri konu sem hann hittir á hóteli. ... minna

Aðalleikarar

Alltílæ flughasar
Það þykir mér alltaf leiðinleg skipting þegar að viðkomandi bíómynd er sjónrænt séð alveg meiriháttar, en geysilega þurr þegar að kemur að innihaldi. Flyboys er einmitt slík mynd.

Augljósu kostir myndarinnar (fyrir þá sem að hafa séð sýnishornin) eru tæknibrellurnar. Myndin vinnur vel með þær, og loftsenurnar eru á pörtum mjög skemmtilegar. Þrátt fyrir það nær myndin hvergi að bæta það upp að hún er bæði væmin, yfirdrifin, klisjukennd og langdregin (Pearl Harbor flashback, einhver?).

Myndin er meira að segja svo langdregin að ég missti áhuga á öllu sjónarspilinu þegar að lengra leið á atburðarásina. Persónusköpun er ógurlega basic og finnst voða lítið frumlegt við hana. Leikararnir eru í sjálfu sér ekkert slæmir og það þýðir varla að saka þá um að fara með línur sem að spretta upp úr svona dræmu handriti.

Lokaniðurstaðan er sáraeinföld, myndin er flott til útlits, jafnvel mjög svo, og flughasarinn er á pörtum þess virði að sitja í sætinu yfir. Annars má deila um það hversu sterkur kostur það er til að verðskulda einhver meðmæli, en Flyboys er því miður alltof fljótgleymd til þess að eiga fleiri orð skilið í minni bók.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er eiginlega alveg ágæt stríðsmynd. Hún geldur þess nokkuð að stríðsmyndir eru eiginlega ekki í tísku í dag. En hún segir í raun og veru sanna sögu af hinni svokölluðu Lafayette flugsveit sem var bandarísk sjálfboðaliðaflugsveit sem barðist í Frakklandi í fyrri heimsstyrrjöldinni. Hún er eiginlega alveg samkvæm sjálfri sér, segir söguna án þess að skreyta hana með einhverjum sérstökum hætti, þ.e. 'no flag waving - honest.' Þessi mynd er þannig alveg laus við að vera flytja einhvern boðskap. Þetta er einfaldlega saga ungra manna sem af ýmsum ástæðum, hvort sem það var ævintýraþrá, eða trú á að verið væri að berjast gegn byrtingarmynd hins ílla, eða þá að þeir væru að leita að sjálfum sér, kusu að fara til Frakklands af sjálfsdáðum og ganga í lið með þeim í stríðinu gegn Þjóðverjum. Engan boðskap um ljótleika stríðsins er að finna, en ekki er heldur verið að skapa einhverja brjálaða hetjuímynd eins og t.d. í hinni óþolandi mynd 'Pearl Harbour.' Ekkert svoleiðis. Fyrir unnendur góðra stríðsmynda. Góð flugatriði svíkja ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn