Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Flushed Away 2006

Frumsýnd: 1. desember 2006

Someone's Going Down

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Roddy er fín og flott mús í fínu hverfi, Kensington, og fær ástríka umönnun. Þegar ræsisrotta að nafni Sid sprautast upp úr rörunum og sér að hún hefur aldeilis dottið í lukkupottinn, þá reynir Roddy að losna við hana með því að sturta henni niður. Sid er kannski fávís slordóni, en hann er ekkert fífl, þannig að það er Roddy sem endar á því... Lesa meira

Roddy er fín og flott mús í fínu hverfi, Kensington, og fær ástríka umönnun. Þegar ræsisrotta að nafni Sid sprautast upp úr rörunum og sér að hún hefur aldeilis dottið í lukkupottinn, þá reynir Roddy að losna við hana með því að sturta henni niður. Sid er kannski fávís slordóni, en hann er ekkert fífl, þannig að það er Roddy sem endar á því að vera sturtað niður í ræsin í Rottuborg. Þar hittir Roddy Rita, sem vinnur í bátnum Jammy Dodger. Roddy vill umsvifalaust komast í burtu, eða frekar upp aftur í ljúfa lífið, en Rita vill fá greiðslu - og glæpóninn Toad, sem þolir ekki skriðdýr - vill losna við þau í eitt skipti fyrir öll, og ræður tvær leigumorðingjarottur í verkið, Spike og Whitey. Þegar það klikkar þá hefur Toad enga aðra úrkosti en að senda eftir frænda sínum frá Frakklandi - hinum reynda málaliða Le Frog.... minna

Aðalleikarar


Þetta byrjar þannig að roddy heimilis rotta ætlar að sturta einhverjum óviðkomandi í klósettið en þessi rotta þekkir alveg klósettskál og hún sturtar í staðin roddy í klósettið svo hann fer í burtu frá heimilisínu en þaðgerist margt þarna niðri og fullt af ævintýrum ég verð því miður að fara að sofa svo ég get ekki sagt meira
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snobbuð heimilis rotta Roddy(Hugh Jackman) er sturtað niður í klósettinu af annarri subbulegri rottu. Hann lendir í holræsi sem er eftirlíking af London þar sem hann rekst á Ritu en hún hefur “rúbín” sem vondi froskurinn toad girnist og þegar hann nær þeim þá sleppa þau en Roddy brýtur rúbíninn til þess að sanna að hann sé fake.

En Rita nær í snúru sem hún notar sem belti en froskurinn vill fá hann til baka til að klára ætlunarverk sitt svo hann kallar á Le Frog(Jean Reno). En á meðan þurfa Roddy og Rita að vinna saman þó að þau geti ekki þolið hvort annað...

Svona er söguþráður nýjustu myndar Dreamworks animation(“Shrek”,”Antz”, “Madagascar”, “Shark tale”) “Flushed way” ásamt Aardman animation en í fyrra gerðu þau “Wallace and Gromit: Curse of the were rabbitt” saman en hún var algjörlega Brilliant. Það sama er ekki að segja um Flushed away.

Handritið var klisjukennt, barnalegt og bara lélegt yfirhöfuð og sagan leiðinleg eins og myndin. Leikstjórnin var ekki góð og tölvuteikningin var bara því miður mjög ljót og léleg(myndin er ekki gerð úr leir eins og sumir kannski halda, bara per´sonurnar Roddy og Rita gerð til þess að líta þannig út til þess að loka aðdáendur Wallace and Gromit á myndina). Myndin var leiðinleg og rosalega ófyndin og skemmtanagildið ekkert, því miður. Það er ekki að ég hafi verið í vondu skapi en Flushed away mistókst hræðilega að vera fyndin(það sem komst nálagst þvæi voru syngjandi sniglarnir),skemmtileg, falleg eða góð.

Það sem hefði getað bjargað henni eru raddsetningin, Hugh Jackaman var ekki góður og Kate Winslet sem fer alltaf hræðilega í taugarnar á mér(ég hef ekki hugmynd afhverju) talar fyrir rottuna Ritu en tókst að fara líka hræðilega í taugarnar á mér án þess að hún lék í þessari mynd. Skársta talsetningin er frá Jean Reno, Ian McKellen og Bill Nighy.

Flushed away er nýjasta dæmið um hversu Japanskar teiknimyndir eru miklu betri en þessar Amerísku. Hayao Miyazaki tekst að gera teiknimyndir að yndislegri list meðan aðrar myndir(í þessu tilfelli) eru lélegar myndir gerðar til þess að græða á litlum börnum og öðrum sem fýla svona kjaftæði. Skil ekki afhverju gangrýnendur jafnt sem áhorfendur geta haldið áfram að elska svona tölvuteiknaðar teiknimyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn