Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég fór áðan á þessa mynd með tæplega 3ja ára syni mínum. Ég vissi lítið sem ekkert um myndina og hún kom mér skemmtilega á óvart. Þetta er bæði leikin mynd og teiknuð og talsvert frábrugðin þessum hefðbundnu barnamyndum sem gerði hana mjög skemmtilega fyrir vikið. Myndin fjallar um Artúr, 10 ára dreng sem fer að leita að fjársjóði í garðinum hjá afa sínum, sem afi hans faldi þar í eina tíð. Artúr býr nefnilega hjá ömmu sinni en afi hann hafði horfið nokkrum árum áður, auk þess sem amma hans er við það að missa húsið. Í þessum ævintýrum sínum kynnist Artúr litlum verum sem kallast Mínimóar og lendir í ýmsum ævintýrum. Ekki spillir fyrir að mínimóarnir eru litlar verur sem eru alveg einstaklega krúttlegar. Myndin virðist vera e-s konar blanda af Indjana Jones, álfasögum og prinsessuævintýri og kemur mjög skemmtilega út.
Ég hef ekkert að setja út á þessa mynd, nema það að líklega var sonur minn aðeins of ungur til þess að sjá hana, þar sem hann varð smá hræddur á einu atriðinu, fyrir utan það, þá var þessi mynd hin besta skemmtum og skemmtileg tilbreytingum frá hefðbundnum Disney, Pixlar, Dreamsworks barnamyndum sem virðast tröllríða öllu (ekki það að ég hafi neitt á móti slíkum myndum en það er gaman að sjá eitthvað öðruvísi til tilbreytingar). Þannig að ég get vel mælt með henni fyrir börn og fullorðna.
Þess vegna gef ég myndinni 3 1/2 stjörnur, því söguþráðurinn var skemmtilegur, leikarar stóðu sig allir vel, og hver mun ekki elska þessa krúttlegu Mínimóa þegar viðkomandi er búin að sjá þessa mynd? Ekki spillir heldur fyrir að prinsessa kemur við sögu í ævintýrinu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MGM
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
26. desember 2006