Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Heimsk og misheppnuð
Brick er mynd sem hefur þvílíkt góða möguleika á að vera frábær en svo reynist ekki vera. Hugmyndin er fín, ungur maður(Joseph Gordon Levitt) dregst inn í undirheima menntaskólans(sýndir vægast sagt mjög sakleysislega) í leit að kærustu sinni. Inn í málið blandast dópsali(Lucas Haas) og lið hans. Það hefði verið hægt að búa til leynilöggusögu í unglingabúning úr Brick en handritið er bara svo skelfilegt og inniheldur alltof margar lélegar samræður sem mætti halda að væru klipptar út úr sápuóperu. Joseph Gordon Levitt(hvað er hann alltaf að gera með hendur í vösum?) leikur mjög tilgerðarlega og óathyglisverða persónu sem gerir ekkert annað en að gera lélegar samræður enn verri og þegar svona gaukur er aðalsögupersónan fer þetta náttúrlega í köku. Lucas Haas er þó þokkalegur og það eina sem er út á hann að setja er að hann kafar ekki djúpt í hlutverkið en kannski er það bara handritinu að kenna. Tónlistin er ágæt en nær samt ekki að búa til neina stemmningu. Vond mynd finnst mér og fær eina stjörnu eða 3/10 í einkunn. Jafnvel það er kannski full mikið.
Brick er mynd sem hefur þvílíkt góða möguleika á að vera frábær en svo reynist ekki vera. Hugmyndin er fín, ungur maður(Joseph Gordon Levitt) dregst inn í undirheima menntaskólans(sýndir vægast sagt mjög sakleysislega) í leit að kærustu sinni. Inn í málið blandast dópsali(Lucas Haas) og lið hans. Það hefði verið hægt að búa til leynilöggusögu í unglingabúning úr Brick en handritið er bara svo skelfilegt og inniheldur alltof margar lélegar samræður sem mætti halda að væru klipptar út úr sápuóperu. Joseph Gordon Levitt(hvað er hann alltaf að gera með hendur í vösum?) leikur mjög tilgerðarlega og óathyglisverða persónu sem gerir ekkert annað en að gera lélegar samræður enn verri og þegar svona gaukur er aðalsögupersónan fer þetta náttúrlega í köku. Lucas Haas er þó þokkalegur og það eina sem er út á hann að setja er að hann kafar ekki djúpt í hlutverkið en kannski er það bara handritinu að kenna. Tónlistin er ágæt en nær samt ekki að búa til neina stemmningu. Vond mynd finnst mér og fær eina stjörnu eða 3/10 í einkunn. Jafnvel það er kannski full mikið.
Brick hefst á því að Brendan (Joseph Gordon-Levitt) finnur lík fyrrverandi kærustu sinnar, Emily (Emilie De Ravin) liggjandi í vatninu hjá nokkurskonar skólpræsisgöngum. Við komumst að því að fyrr í vikunni hafði Emily hringt í Brendan og grátbeðið um hjálp hans vegna einhvers sem Brendan skilur ekki, en sambandið rofnar áður en hann fær að vita meira. Eftir þetta er hann staðráðinn í að finna morðingjann og smyglar sér inn í dóphring í skólanum í von um að komast að einhverju fleiru um dauða Emily.
Brick býður uppá æðislega myndatöku, frábæra leikara, mjög góða leikstjórn, góða tónlist, góðan söguþráð, gott handrit... Name it! Þetta er fyrsta mynd leikstórans Rian Johnson í fullri lengd og var sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni 2005 (kom ekki hér fyrr en í janúar í ár beint á DVD, skandall...)! Eins og búið er að benda á er myndin nokkurs konar gamaldags “murder mystery”, nema gerist í háskóla meðal unglinga - eina fullorðna persónan í myndinni er skólastjórinn. Ég vil taka það fram að ég gjörsamlega ELSKA persónurnar og leikarana í þessari mynd. Fyrst má nefna Brendan, leikinn af Joseph Gordon-Levitt. Frábær persóna, frábær leikari, ‘nuff said! Emilie De Ravin er víst orðin ein uppáhaldsleikkonan mín í dag, sorglegt hvað hún er illa notuð í öllum hlutverkum sem hún fær. Kemur t.d. í örfáum atriðum í þessari mynd og aðeins einu sem er lengra en mínúta eða svo. Fleiri hlutverk eins og Claire í Lost (kom minnst fram af öllum aðalpersónunum í fyrstu og annarri seríu) og Tess í Roswell, alltaf vannotuð! En hún stóð sig allavega frábærlega í þessu litla hlutverki sem hún er með. Lukas Haas lék mjög skemmtilega persónu, dópkónginn The Pin (kingpin...). Hann stóð sig alveg ágætlega. Síðan eru það fleiri, Noah Fleiss gerði Tugger mjög skemmtilegan, svona dæmigerðan high school dópista og ofbeldissjúkling, Meagan Good var fín í sínu litla hlutverki, Matt O’Leary var skemmtilegur í hlutverki nördans... En ég þoldi þó ekki Noru Zehetner (afsakið beyginguna) :P Óþolandi! En annars, leikararnir voru eitt það besta við myndina. Síðan er það kvikmyndatakann... Annaðhvort áttu eftir að elska hana eða hata hana. Voðalega hrá og gefur myndinni þennan “ferska blæ” eða hvað maður kallar þetta... Í mínu tilfelli; ég elskaði hana... Sérstaklega eitt atriði sem ég elska: Brian J. White stendur á bílastæði og talar við fólk og allt í einu kemur Brendan eins og klipptur inná myndina í loftinu og sparkar hann niður! Rosalega flott! Rian Johnson leikstýrir vel og handrit hans er hreint frábært. Ég elska samtölin í þessari mynd og hún býður uppá nokkra flotta one-linera. Myndin inniheldur einnig frábæra jazz/film-noir tónlist, helling af slagsmálum og nokkuð óvæntan endi (í mínu tilviki a.m.k.). Mæli með að þú kíkir á þessa mynd, besta mynd sem ég hef séð í langan tíma og ég segi nú bara eins og hann Roger Ebert: Ég hlakka til að sjá næstu mynd leikstjórans. Frábær mynd!
Brendan(Joseph Gordon-Levitt) er einfari í venjulegum high school einhversstaðar í U.S en þegar það er hringt í hann í símaklefa breytast hlutir.
Það er fyrrverandi kærastan hans Emily(Emilie de Ravin) en hann hefur ekki heyrt í henni í nokkrar vikur og er hræddur um hana. Hún er í rugli og lífshættu og grátbiður um hjálp hans en hann heyrir bremsu hljóð og öskur og sambandið slitnar. Brendan fer að kafa inní málið sem a la spæjari og fer inní undirheima þessa litla bæjar þar sem er rosalegt dóp mál. Og hann grunar að fleiri vita um Emily en þeir vilja segja.........
Brick er frekar nýleg, óháð mynd sem hefur hlotið frábæra dóma og er talin vera ný Donnie Darko sem er ein af mínum allra uppáhalds myndum. Gagnrýnendur keppast við að hrósa henni og ef mynd er líkt við Donnie Darko þá þarf varla meira til að ná áhuga mínum og trailerinn var góður.
En þá komu vonbrygðin: hún er ekkert lík Donnie Darko í neinu:
Handrit Donnie Darko var heimspekilegt, rosalega flókið,fallegt og meira en meistaralega skrifað en handrit Brick var örþunnnt eins og pappír og það voru þessar illa skrifuðu persónur líka. Líka frekar ófrumleg. Myndin gagnrýnir fíkniefni í skólum í U.S en er ekki alveg nógu raunhæft né gert grípandi. Mæli þá með skilduáhorfinu Requiem for a dream.
Hér var enginn Donnie Darko leikara hópur hér, leikararnir voru líka frekar aumir og þunnir. Joseph Gordon-Lewitt sýnir sæmilegan leik í lélegu og pirrandi hlutverki. Emilie de Ravin er skárst í litlu hlutverki og er líka frekar “sæt” leikkona, það var líka Meagan Good en leikur hennar var frekar leikhúslegur. Nora Zehetner fannst mér vera frekar slök. Og Noah Fleiss er einnig frekar lélegur og Lukas Haas er ekkert sérstakur. En þeirrra frammistöður eru hálf handritinu og persónunum að kenna.
Leikstjórinn og handritshöfundurinn Rian Johnson gerir sýna fyrstu mynd og tókst vel með mjög góðri myndatöku og mjög flottu, hráu og fersku andrúmslofti en hann náði ekki alveg nógu mikið úr leikkurunum. Johnson tókst fyrst að ná áhorfendum með flottu útliti en sleppti svo með þunnri sögu svo að maður kom úr bíó salnum smá spældur. Johnson gerir sitt besta við að gera myndina góða en handritið leyfir honum það ekki, það er ekki nógu vel skrifað, frumlegt, sterkt, átakanlegt né gott heldur mjög tilgerðarlegt og þunnt. Myndatakan var grípandi, falleg og rosalega flott og vel gerð auk þess að vera helsti kostur myndarinnar.
Brick er mikil vonbrygði og enganvegin jafn sterk né rosalega góð kvikmynd en þó góð afþreying en ekki meira en það. Þessi mynd er að reyna að vera sterkari, átakanlegri og betri heldur en hún er í raun sem er handritinu að kenna. Ágætis afþreying en ekki nógu góð til þess að vera mikið annað. Rian Johnson er efnilegur leikstjóri en næst verður hann að finna sér/skrifa betra handrit.
Brick er mynd eftir Rian Johnson og er þetta hans fyrsta mynd í fullri lengt og er um ungan mann að nafni Brendan en hann er eins og ég sagði ungur maður sem lifir ósköp rólegu líf og vill helst bara halda sig fjarri öðrum, einfari sem kærir sig ekki um spiltu krakkana í skólanum hans. En svo þegar hann fær hringingu frá fyrrverandi kærustu sinni sem tilkinnir honum að hún sé í mikilli hættu´en áður en hann fær að vita meira, hvar hún er og svo frammvegis þá slitnar sambandið. Svo hann er algjörlega staðráðinn í því að finna stelpuna hvað sem það kostar.
Myndin er eins og hálfgerð gamaldags bresk sakámálamynd nema hún er sett í háskóla í bandaríkjunum og verð ég að segja að ég var alveg ótrúlega heillaður.
Leikurinn í myndinni er alveg ótrúlega góður.
Joseph Gordon-Levitt og Lukas Haas eru sérstaklega í miklu uppáhaldi hjá mér, þeir fóru með hlutverk sín alveg stórkostlega, en það gerðu það nú eiginlega allir.
Myndatakan er ótrúlega hrá sem er alveg geggjað. Elska myndatökuna í þessari mynd, gerir myndina svo raunverulega.
Það hafa verið margar ótrúlega góðar myndir á þessu ári í bíó sem ég hef gætt mér af seinustu mánuði.
Þessi kom reyndar út fyrir alveg 2 árum og kom hingað bara beint á spólu, en engu síður er þessi mynd algjörlega í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og held ég bara að hún toppar allar hinar þó svo að ég viti að það eru rosalega sterk orð, en hún er algjör gullmoli og mæli ég með því að allir taki sér þessa...
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Focus Features
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Útgefin:
31. janúar 2007