Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. nóvember 2007

Beyond the myth lies America's greatest betrayal.

160 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Síðustu sjö mánuðirnir í lífi Jesse James, frá þeim degi sem hann hittir aðdáanda sinn, Robert Ford, 19 ára gamlan, og þar til Ford skýtur hann. Jesse er eftirlýstur maður, og býr undir dulnefni, fremur lestarrán, lætur sig hverfa í Kentucky, og birtist svo með áætlun um að ræna banka með Robert og bróður hans. Afgangurinn af genginu er dauður, kominn... Lesa meira

Síðustu sjö mánuðirnir í lífi Jesse James, frá þeim degi sem hann hittir aðdáanda sinn, Robert Ford, 19 ára gamlan, og þar til Ford skýtur hann. Jesse er eftirlýstur maður, og býr undir dulnefni, fremur lestarrán, lætur sig hverfa í Kentucky, og birtist svo með áætlun um að ræna banka með Robert og bróður hans. Afgangurinn af genginu er dauður, kominn í fangelsi, eða farinn til Missouri. Þegar Jesse er á staðnum er mikil spenna: hann er morðóður, þunglyndur en varkár. Fod vill verða mikilmenni og fá viðurkenningu og reynir að komast í gengið, á sama tíma og hann skipuleggur morðið.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þessi mynd er hiklaust ein besta mynd síðasta árs, en allt of fáir sáu hana. Þetta er drama vestri eftir nýsjálenska leikstjórann Andrew Dominik sem gerði hina frábæru Chopper. Brad Pitt og Casey Affleck fá hér frábær hlutverk og valda ekki vonbrigðum. Pitt leikur Jesse James og Affleck leikur Robert Ford. Nafnið á myndinni gefur manni viljandi upplýsingar um hvað mun gerast og maður horfir á myndina með öðru hugarfari af þeim ástæðum. Samandið á milli þessarra manna er mjög áhugavert og djúpt án þess að ég fari frekar út í það. Allir sem hafa gaman af vel smíðuðum kvikmyndum ættu að leita þessa uppi, punktið það hjá ykkur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford lýsir síðustu mánuðum í lífi byssubófans Jesse James. Því miður þá er þetta hálf mislukkuð mynd. Ég efast ekki um að flestar heimildirnar séu réttar en þessi mynd er óþarflega hæg og langdregin og samtölin eitthvað svo þvinguð og illa skrifuð og ná ekki að gera myndina neitt merkilega. Casey Afflek sem leikur Robert Ford er vægast sagt alveg ömurlegur hér. Hann leikur svo illa að ég bara hef aldrei séð annað eins. Víst var tilgangurinn að gera Ford að bleyðu eins og titillinn gefur til kynna en Afflek gerir karakterinn bara ólýsanlega klígjulegan að horfa á. Aftur á móti er Brad Pitt mjög góður sem Jesse James og er mjög stór plús við myndina. Sem vestri er The Assassination.....flott tekin og tónlistin ágæt en það bætir lítið upp fyrir arfaslappt handrit þó að ég þekki ekkert til sögunnar, þetta er jú sannsögulegt er það ekki? Alveg sæmileg mynd og reyndar batnar talsvert undir lokin en þetta voru samt viss vonbrigði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.02.2021

Ævisaga um Robbie Williams á leið í tökur

Vinnsla er formlega hafin á kvikmyndaðri ævisögu breska söngvarans Robbie Williams. Bíómyndin mun ganga undir heitinu Better Man og er sögð vera í stíl Rocketman (2019) í umfangi og tónlistarnálgun. Má þá búast v...

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

03.08.2016

Svarthvítur Nick Cave talar um breytingar - Fyrsta stikla!

Fyrsta stikla fyrir nýja mynd The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford og Killing Them Softly leikstjórans Andrew Dominik, One More Time With a Feeling, er komin út, en myndin verður frumsýnd hér á Ísland...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn