Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er hiklaust ein besta mynd síðasta árs, en allt of fáir sáu hana. Þetta er drama vestri eftir nýsjálenska leikstjórann Andrew Dominik sem gerði hina frábæru Chopper. Brad Pitt og Casey Affleck fá hér frábær hlutverk og valda ekki vonbrigðum. Pitt leikur Jesse James og Affleck leikur Robert Ford. Nafnið á myndinni gefur manni viljandi upplýsingar um hvað mun gerast og maður horfir á myndina með öðru hugarfari af þeim ástæðum. Samandið á milli þessarra manna er mjög áhugavert og djúpt án þess að ég fari frekar út í það. Allir sem hafa gaman af vel smíðuðum kvikmyndum ættu að leita þessa uppi, punktið það hjá ykkur!
The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford lýsir síðustu mánuðum í lífi byssubófans Jesse James. Því miður þá er þetta hálf mislukkuð mynd. Ég efast ekki um að flestar heimildirnar séu réttar en þessi mynd er óþarflega hæg og langdregin og samtölin eitthvað svo þvinguð og illa skrifuð og ná ekki að gera myndina neitt merkilega. Casey Afflek sem leikur Robert Ford er vægast sagt alveg ömurlegur hér. Hann leikur svo illa að ég bara hef aldrei séð annað eins. Víst var tilgangurinn að gera Ford að bleyðu eins og titillinn gefur til kynna en Afflek gerir karakterinn bara ólýsanlega klígjulegan að horfa á. Aftur á móti er Brad Pitt mjög góður sem Jesse James og er mjög stór plús við myndina. Sem vestri er The Assassination.....flott tekin og tónlistin ágæt en það bætir lítið upp fyrir arfaslappt handrit þó að ég þekki ekkert til sögunnar, þetta er jú sannsögulegt er það ekki? Alveg sæmileg mynd og reyndar batnar talsvert undir lokin en þetta voru samt viss vonbrigði.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
jessejamesmovie.warnerbros.com
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
9. nóvember 2007