Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hard candy segir frá því þegar táningsstúlka(Ellen Page) hefur gaur sem hún kynntist á netinu(Patrick Wilson) algjörlega á valdi sínu eftir að hafa gefið honum ólyfjan og bundið hann svo. Síðan fer basically öll myndin í að sýna hana pynda hann og þau að rökræða inn á milli. Þetta er vönduð mynd og alls ekki léleg en fyrir minn smekk ekki nógu skemmtileg. Hún kemur sér að efninu og handritið gefur allar þær upplýsingar sem til þarf en hún býður ekki upp á nógu mikla skemmtun. Óvenjuleg mynd hér á ferðinni, mjög vel gerð en stemmningin alveg dauð. Sjáðu þessa en ekki búast við meistaraverki því Hard candy skortir margt til þess. Hún gerir það sem hún á að gera og fær tvær og hálfa stjörnu fyrir það en ekki hærri einkunn því hún er ekkert sérlega skemmtileg.
Hard Candy er magnaður sálfræðitrillir sem skilur eftir sig eitt stórt vá, þegar myndin er búinn þá ertu algjörlega agndofa yfir því sem gerðist fyrir framan þig.
Þetta er fyrsta mynd David Slade í fullri lengd.
Handritið er eftir Brian Nelson, og er söguþráðurinn alveg magnaður.
Myndin er lauslega um unga táningstúlku sem heytir Hayley, einn góðan veðurdag ákveður hún að hitta mann á fertugsaldri að nafni Jeff, sem er tískuljósmyndari sem hún kynnist á netinu.
Þau hittast á kaffihúsi en færa sig síðan yfir á heimili Jeffs, þar sem hún byrjar að blanda drykki og þau fara að spjalla um daginn og veginn.
Þessi mynd er með þeim betri sem ég hef séð þetta árið og er t.d. Ellen Page algjör gullmoli í hlutverki Hayley, og það er engin spurning um það að þessi stúlka á framtíðina fyrir sér í leiklist vestanhafs. Gaman að segja frá því að hún lék einmitt í Xman 3 myndinni, kannski einhver man eftir henni úr þeirri mynd.
Allavega virkilega þéttur sálfræðitrillir sem heldur þér algjörlega föstum frá byrjun til enda. Verður að poppa poppkornið áður en myndin byrjar, því að annars áttu ekki eftir að gera það..
Magnaður sálfræðitryllir sem maður fær gæsahúð af. Það sem gerir þessa mynd svo ógnvekjandi er mjög realistic terror og svo persónurnar. Samleikur Ellen Paige og Patrick Wilson er óviðjafnanlegur, handrit myndarinnar óvenjuvel skrifað, spennulevelið er í hámarki og lokaniðurstaðan er vægast sagt mögnuð. Ég ætla nú ekki að tala mikið um myndina. En segi bara þetta: Ef þið fílið myndir í anda Seven og svona almenna sálfræðitrylla, þá er Hard Candy mynd sem ég mæli með að þið takið í forgang. Mögnuð mynd sem á seint eftir að gleymast, allavega fyrir mig. 4 stjörnur í einkunn.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Lions Gate Films
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Útgefin:
30. nóvember 2006