Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Number 23 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. febrúar 2007

First it takes hold of your mind...then it takes hold of your life.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 7% Critics

Myndin segir frá manni nokkrum, Walter Sparrow, sem verður heltekinn af bók sem ber nafnið “The Number 23”, en hann verður þess fullviss að bókin segi frá sínu eigin lífi. Grunurinn breytist svo í ofsóknaræði þegar að bókin fer að segja frá voveiflegum atburðum sem enn hafa ekki átt sér stað.

Aðalleikarar


The number 23 er um ungan mann að nafni Walter Sparrow sem lifir ósköp venjulegu lífi, nema einn daginn finnur kona hans bók og lætur hann fá til að lesa. Hann gerir það og tekur henni ekkert svo alvarlega til að byrja með, fyrr en hann sér að hún er óhugnalega lík hans lífi, það gerir hann forvitinn og innan skamms er hann dreginn inn í atburða rás sem er hættuleg fyrir hann og fjölskildu hans.

Ég verð að segja að ég var fyrir miklum vondbrigðum með þessa mynd, hún var meira svona hlægileg heldur en spennandi eða óhugnaleg.

Jim Carrey fannst mér ekki góður, hann hefur tekið að sér dramahlutverk og gert það ótrúlega vel eins og í t.d. Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Truman Show og man on the moon, en þarna er hann ekki góður. Ég gat engan veginn tekið hann alvarlega, maður sá stundums vona ace ventura hreifingar á honum og þegar hann átti að vera alvarlegur og töff þá varð hann eiginlega hlægilegur og hallarislegur.

Söguþráðurinn var líka alveg ömurlegur, ótrúlegt hvað þau voru að troða í manni þessari helvítis tölu 23 og allar þær heimspekilegar staðreindir á bak við þessa tölu sem var orðið alveg fáránlegt og langsótt. Hann átti afmæli 3 febrúar sem er þá 02.03 í kennitölunni hans sem táknar þá 23. Eins og ég sagði alltaf vera að troða þessari tölu inn á mann, í byrjun var maður alveg ,,já já sniðugt, áhugverð pæling á þessari tölu, mjög sætt’’ en svo varð maður bara oðinn pirraður þegar leið á myndina.

Söguþráðurinn var líka frekar slæmur, frummleikinn var svo alls ekki til staðar, þó svo að þeir voru að reyna algjörlega sitt besta að koma með eitthvað ótrúlega frumlegt og ferskt.

Inn á milli komu líka inn atriði sem fékk mig til að hlægja, það var þegar verið var að fara inn í sögu bókarinnar, þá kom svona sin city stíll á myndina sem átti að vera rosalega töff, en var bara hlægilega fáránlegt. Sin city var töff, þetta var ömurlegt.

Allavega frekar slæm mynd, eina góða við hana var byrjuninn, virtist vera að myndin væri að leiða okkur inn í magnaðan söguþráð sem hún gerði alls ekki. En annars bara frekar sorgleg mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The number 23 er ágætis mynd. Ég ætla nú ekki að fara mikið út í söguþráðinn en í stuttu máli er myndin um Walter sparrow(Jim Carrey) sem fær þessa bók í hendurnar sem er um töluna 23. Hann tengist bókinu mjög miklum böndum og hægt og hægt byrjar hann að geta ekki hugsað um neitt annað en bókina.

Leikurinn í myndinni er til fyrirmyndar fyrir utan kannski Logan Lerman sem leikur Robin Sparrow son Walters. Mér þótti hann mjög ósannfærandi og leiðinlegur.

Myndartakan er mjög flott á köflum og þá sértstaklega þegar það er verið að sýna atriði sem eiga að gerast í bókinni.

Eins og ég sagði fyrr þá fannst mér þessi mynd fínasta afþreyging og á tíma var ég mjög spenntur í bíóinu, einnig hefur mér aldrei brugðið jafn mikið í bíó og eitt skipti á þessari mynd.


Mæli með að fólk kíkir á hana þó það sé bara vegna þess að sjá Jim Carrey.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki bjóst ég nú við svona mynd með Jim Carrey. Hvað þá að Joel Schumacher mundi gera slíka mynd sem þessa en sá leikstjóri gerði hina herfilegu Batman and Robin. Í The Number 23 leikur Carrey dýraeftirlitsmanninn Walter Sparrow sem uppgvötar dularfulla skáldsögu eftir dularfullan höfund sem(bókin) tekur á heimspekina á bakvið töluna 23. Sparrow fer að taka eftir þessari djöfullegu tölu út um allt og smám saman fer hann alveg í kerfi. Hefur bókin eitthvað að gera með hann sjálfan? Hvað gekk höfundi bókarinnar til? Jim Carrey finnst mér vera yfirleitt arfaslakur leikari en í þessari mynd sýnir hann svo sannarlega hvað í honum býr. Hann kann að leika og finnst mér synd að hann sýnir það ekki oftar. Vonandi heldur hann svona áfram. The Number 23 er stórgóð mynd að mínu mati, alvarleg og raunsæ og gífurlega spennandi. Fyrri helmingurinn fer í að byggja upp stefnuna sem myndin tekur en gallinn er sá að þó að myndin komist svo sannarlega að niðurstöðu þá er hún að mínu mati ekki sú heppilegasta sem völ var á. Hún er bara ekki eins 'supernatural' og myndin er að lofa fram að því. The Number 23 inniheldur einnig óvænta uppljóstrun(ekki það sama og niðurstaðan) sem kom mér á óvart þó að mér fannst mér kannast við eitthvað svona. Ekki nein gæðamynd en framför hjá Joel Schumacher og Jim Carrey hefur aldrei verið svona góður. Þrjár stjörnur. Þú ættir að eiga góða stund.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.08.2010

11 11 11 kemur 11 nóvember 2011

Saw leikstjórinn Darren Lynn Bousman hefur ákveðið að taka að sér það verkefni að leikstýra spennumynd sem ber heitið 11 11 11 og verður frumsýnd föstudaginn 11. nóvember árið 2011, þ.e. 11.11.11. Myndin á að vera meira í æ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn