Náðu í appið
Little Children

Little Children (2006)

2 klst 10 mín2006

Öll ást er horfin úr hjónabandi Söruh og eiginmanns hennar, sem er yfirmaður á auglýsingastofu.

Rotten Tomatoes81%
Metacritic75
Deila:
Little Children - Stikla
14 áraBönnuð innan 14 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Öll ást er horfin úr hjónabandi Söruh og eiginmanns hennar, sem er yfirmaður á auglýsingastofu. Hún eyðir löngum dögum ásamt ungri dóttur sinni í almenningsgarðinum og í sundlauginni, og þráir að fá meira út úr lífinu. Brad er barnalegur eiginmaður sem er kvæntur gallhörðum heimildagerðarmanni. Ronnie er nýsloppinn úr fangelsi en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart barni undir lögaldri. Larry, sem býr með aldraðri móður sinni, er lögga á eftirlaunum sem reynir sitt besta til að reka Ronnie í burtu. Sarah og Brad tengjast böndum. Ronnie og Larry glíma við sína eigin djöfla. Brad ætti að vera að læra fyrir lögfræðiprófið, Larry saknar starfsins síns og móðir Ronnie heldur að hann vanti bara kærustu. Sarah langar að snúa baki við óhamingjusömu lífi sínu. Spurningin er hvert liggja allir þessir þræðir.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Todd Field
Todd FieldLeikstjórif. 1964

Gagnrýni notenda (6)

Sterk, fyndin, óþægileg = Sjáðu hana!

★★★★★

Ekki láta þurra og óspennandi plakatið/hulstrið blekkja þig, Little Children er FRÁBÆR mynd, og nánast meistaraverk! Hún er svo raunsæ, svo ljót, svo lúmskt heillandi en samt svo grípand...

Ekki of þung dramatík

Ég horfði á þessa mynd í gær og varð ekki fyrir vonbrigðum! Leikurinn er góður í myndinni og er myndatakan það einnig. Ég hef alltaf verið svolítið veik fyrir myndum með "narrator" o...

Little Children er ein af þessum mögnuðu drama myndum sem maður sér ca. einu sinni á ári, t.d. Magnolia, Secrets and Lies og In The Bedroom sem er eftir sama leikstjóra. Viðfangsefnið er har...

★★★★★

Little children gerist í mjög fínu og fullkomnu úthverfi í Boston. Sarah Pierce(Kate Winslet) er fyrrverandi femínisti og menntamanneskja sem er föst í misheppnuðu hjónabandi með Richard(Gr...

★★★★★

Innan um stóru myndirnar frá Hollywood leynast oft kvikmyndaperlur. Little Children er sannarlega ein slík perla. Þetta er mynd sem skilur eitthvað eftir sig og situr í áhorfandanum lengi á ef...

Það hefur ekki farið mikið fyrir TODD FIELD siðan 2001 þegar mjög goð mynd kom ut eftir hann sem heitir IN THE BEDROOM. Að minu mati slær hann þeirri mynd algjörlega með þessu meista...

Framleiðendur

New Line CinemaUS
Standard Film CompanyUS
Bona Fide ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna fyrir leik Kate Winslet og Jackie Earle Haley og handrit. Einnig tlinefnd til þriggja Golden Globe verðlauna.