Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Little Children 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. janúar 2007

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 75
/100
Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna fyrir leik Kate Winslet og Jackie Earle Haley og handrit. Einnig tlinefnd til þriggja Golden Globe verðlauna.

Öll ást er horfin úr hjónabandi Söruh og eiginmanns hennar, sem er yfirmaður á auglýsingastofu. Hún eyðir löngum dögum ásamt ungri dóttur sinni í almenningsgarðinum og í sundlauginni, og þráir að fá meira út úr lífinu. Brad er barnalegur eiginmaður sem er kvæntur gallhörðum heimildagerðarmanni. Ronnie er nýsloppinn úr fangelsi en hann var dæmdur... Lesa meira

Öll ást er horfin úr hjónabandi Söruh og eiginmanns hennar, sem er yfirmaður á auglýsingastofu. Hún eyðir löngum dögum ásamt ungri dóttur sinni í almenningsgarðinum og í sundlauginni, og þráir að fá meira út úr lífinu. Brad er barnalegur eiginmaður sem er kvæntur gallhörðum heimildagerðarmanni. Ronnie er nýsloppinn úr fangelsi en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart barni undir lögaldri. Larry, sem býr með aldraðri móður sinni, er lögga á eftirlaunum sem reynir sitt besta til að reka Ronnie í burtu. Sarah og Brad tengjast böndum. Ronnie og Larry glíma við sína eigin djöfla. Brad ætti að vera að læra fyrir lögfræðiprófið, Larry saknar starfsins síns og móðir Ronnie heldur að hann vanti bara kærustu. Sarah langar að snúa baki við óhamingjusömu lífi sínu. Spurningin er hvert liggja allir þessir þræðir. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Sterk, fyndin, óþægileg = Sjáðu hana!
Ekki láta þurra og óspennandi plakatið/hulstrið blekkja þig, Little Children er FRÁBÆR mynd, og nánast meistaraverk! Hún er svo raunsæ, svo ljót, svo lúmskt heillandi en samt svo grípandi að ég hefði ekki getað tekið augun af skjánum þótt það hefði komið jarðskjálfti. Hún er líka ein best leikna mynd sem ég hef séð frá árinu 2006, og það er heilmikið sagt þegar myndir eins og The Departed, Children of Men og Pan´s Labyrinth komu út á því sama ári.

Ég skildi aldrei af hverju allir elskuðu fyrri mynd Todds Field svona mikið, þ.e. In the Bedroom. Hún var góð en ekki jafn minnisstæð og ég hefði viljað. Little Children er það hiklaust! Fyrir utan það að vera frábærlega skrifað karakterdrama þá skilur tónninn hvað mest eftir sig. Af útlitinu og sérstaklega sýnishornunum að dæma mætti auðveldlega halda að þessi mynd væri allsvakalega þung og niðurdrepandi. Hún er það alls ekki. Myndin er dramatísk, lágstemmd og meira að segja óþægileg á köflum en hún er líka stútfull af léttum atriðum og nokkrum fyndnum. Frásögnin styðst líka við furðulegan þul sem talar reglulega yfir myndina og er hann oftast sá sem leggur áherslu á svarta húmorinn. Það tekur reyndar smá tíma að venjast þessari rödd en hún setur skemmtilegan svip á myndina yfir heildina. Svona "voice over" geta oft svindlað heilmikið með því að troða þvinguðum upplýsingum framan í áhorfandann á vondum tímum en í þessu tilfelli gerir það sögunni mjög góð skil.

Persónusköpunin er algjörlega í fyrirrúmi og hún er alveg einstaklega vönduð. Hver einasta persóna í forgrunni fær bæði næga athygli og nægan tíma til að þróast almennilega. Ég er sérstaklega hrifinn af því hversu lagskiptar persónurnar eru. Maður heldur eitt um þær og jafnvel dæmir þær skjótt, en síðan kemur kannski allt annað í ljós sem breytir áliti manns gjörsamlega. Hver einasti karakter er raunsær og ófyrirsjáanlegur, bara eins og alvöru fólk, og skilur hver og einn eitthvað eftir sig. Leikararnir geta síðan gott enn betra. Ég get ekki hrósað fólkinu nóg, og ég væri til í að fjalla um hvern fyrir sig, en það eru bara allir svo sjúklega góðir. Sá sem stendur samt hvað mest upp úr er auðvitað fyrrum barnastjarnan Jackie Earle Haley, sem fær alveg ótrúlegt comeback-hlutverk sem barnaperrinn "Ronnie" McGorvey. Það er með ólíkindum að fylgjast með þessu manni. Hann er svakalega trúverðugur, og eins ógeðfellt og það er að segja það, þá tekst honum að öðlast samúð manns á sumum stöðum. Field sér greinilega til þess að jafnvel hinar skuggalegustu sálir séu ekki gerðar að einhliða fígúrum.

Kvikmyndataka og tónlist skapa áhrifaríkt andrúmsloft. Rammarnir eru geysilega tómir oft, einfaldir og viljandi "leiðinlegir," sem undirstrikar líf persónanna. Tónlistin er heldur aldrei of þung eða of létt. Efnislega séð er Little Children nánast gallalaus. Sagan, sem spannar í gegnum líf mismunandi einstaklinga, er furðu einföld en hefur helling að segja varðandi ósjálfbjörgun, vonir, ábyrgð, hvatir og þráhyggju. Ég skal játa að myndin er cirka 10-15 mínútum of löng en ég tók samt varla eftir því og þegar leið að lokakafla myndarinnar var lengdin eitt af því síðasta sem ég pældi í. Það er aðallega upp úr miðju þar sem myndin dregst, þótt ég gæti ómögulega ímyndað mér hvar væri hægt að stytta hana.

Ef þú hefur áhuga á vönduðum og kraftmiklum dramamyndum sem grípur mann í raunsæi sínu og kemur miklu meira á óvart heldur en hefðbundnar "vælumyndir" þá myndi ég kalla Little Children skylduáhorf! Ég sá þessa mynd fyrir u.þ.b. viku síðan og hef ekki getað hætt að hugsa um hana. Ef það segir ekki "ein besta mynd ársins 2006" þá veit ég ekki hvað gerir það.

9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekki of þung dramatík
Ég horfði á þessa mynd í gær og varð ekki fyrir vonbrigðum! Leikurinn er góður í myndinni og er myndatakan það einnig. Ég hef alltaf verið svolítið veik fyrir myndum með "narrator" og fannst mér sögumaður myndarinnar vera skemmtilegur.

Það má segja að það séu þrír mismunandi söguþræðir í gangi og að þeir tengist allir. Það er í fyrsta lagi söguþráður Kate Winslet eða Söru sem er óhamingjusamlega gift og leiðist í úthverfum. Svo er það söguþráður Patricks Wilson sem er lærður lögfræðingur en nær aldrei lokaprófinu og veit ekki beint hvað hann vill gera við líf sitt. Að lokum er það söguþráður dæmds barnaníðings sem er í raun og veru ennþá barn. Saman tvinnast þessir söguþræðir á skemmtilegan og fyrirhafnarlítin hátt.

Mér fannst þessi mynd mjög góð og þrátt fyrir að hafa verið dálítið þung var hún passleg. Ég gef henni því 9/10 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Little Children er ein af þessum mögnuðu drama myndum sem maður sér ca. einu sinni á ári, t.d. Magnolia, Secrets and Lies og In The Bedroom sem er eftir sama leikstjóra. Viðfangsefnið er hardcore, annars vegar framhjáhald og hinsvegar barnaníðingur. Þetta eru tvær sögur sem tengjast óbeint og börn eru örlagavaldar í báðum sögum. Allur leikur er fyrsta flokks. Kate Winslet og Patrick Wilson (Hard Candy) fara með stærstu hlutverkin og svo er auðvitað gyðjan hún Jennifer Connelly. Anyway, mæli mikið með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Little children gerist í mjög fínu og fullkomnu úthverfi í Boston. Sarah Pierce(Kate Winslet) er fyrrverandi femínisti og menntamanneskja sem er föst í misheppnuðu hjónabandi með Richard(Gregg Edelman) sem hefur meiri áhuga á internet klámi heldur en konu sinni og 3ja ára dóttur Lucy(Sadie Goldstein). Sarah er ekki þessi típíska og fullkomna húsmóðir heldur frekar misheppnuð og nágrannakonurnar benda endalaust á það. Hún fer reglulega í lítinn garð og leikvöll með dóttur sinni meðan hún sjálf er að lesa, einu sinni þá hittir hún Brad Adamson(Patrick Wilson) sem er heimilisfaðir meðan fallega konan hans Kathy(Jennifer Connelly) vinnur fyrir sér sem heimildarmyndaleikstjóri. Brad vill meira úr lífinu sínu en hann á son með Kathy sem heitir Aaron(Ty Simpkins) á sama aldri og Lucy og þau verða vinir. Sarah verður ástfanginn af Brad og hann af henni og þau byrja að hittast reglulega með börnunum sínum á leikvöllum, sundlaugum hvar sem er þang að til að þau byrja í ástarsambandi saman. En á sama tíma þá flytur dæmdi barnaníðingurinn Ronald “Ronnie” McGorvey(Jackie Earle Haley) með aldraðri móður sinni Mae(Phyllis Somerville).

Fyrrverandi ögreglumaðurinn Larry Hedges(Noah Emmerich) sem er einnig kunningi Brads byrjar herferð foreldra sem eru á móti þessum “viðbjóðslega barnaníðingi” og byrjar að leggja hann í algjört einelti.

Little children er leikstýrð og skrifuð af Todd Field(In the Bedroom) og er byggð á skáldsögu Tom Perrotta(Election). Þessi mynd er algjörlega frábær og besta mynd ársins hingað til. Todd Field leikstýrir og gerir það frábærlega, myndin er mjög sorgleg, sterk, átakanleg, mannleg og eftirminnileg. Myndatakan var frábær, klippingin var góð. Tónlistin var fín á tímabili en rosalega out of place annars staðar(eins og í atriðinu undir lokin með Ameríska fótboltann og í credit listanum í lokin)

Handritið var líka rosalega gott. Myndin samt hafði aðeins of mikið af frekar grófum kynlífsatriðum en það tengdist þó söguþræðinum.

Kate Winslet hefur alltaf pirrað mig rosalega en kom alveg rosalega á óvart og var meira en frábær í sínu hlutverki, hefði átt skilið að fá Óskarinn. Patrick Wilson var mjög góður og Noah Emmerich var góður sömuleiðis. Jackie Earle Haley fór með erfiðasta hlutverk myndarinnar og stóð sig frábærlega(algjör skandall að hann vann ekki Óskarinn fyrir best aukahlutverk, Alan Arkin sem vann Óskarinnvar mjög góður í Little miss sunshine en ekki nóg til þess að vinna Haley). Trailerinn(sem var mjög góður) og auglýsingarherferðin fyrir myndina voru svolítið tricky, hún er auglýst sem drama með Kate Winslet og Jennifer Connelly í aðalhlutverkum og á að vera um giftan mann sem byrjar í leynilegu ástarsambandi með (einhleypri) móður en konan hans kemst af því og ætlar að hefna sín ofl. en þannig er myndin alls ekki(sjá söguþráð að ofan) og myndin er með Winslet, Wilson og Haley í aðalhlutverkum en Connelly(sem er uppáhalds leikkonan mín og með þeim bestu í dag) er alltof vannotuð í alltof litlu hlutverki og er því miður bara fín.

Phyllis Somerville var mjög góð sem móðir barnaníðingsins.

Það er eitt sem myndin fær mínus fyrir að narrator-inn(sögumaðurinn/frásögnin) passaði engan vegin við mynda nema til þess að hálf eyðileggja þau atriði þar sem hann var notaður og lét myndina líta út eins og hálfgerður þáttur af Desperate Housewives.

Little Children er frábær kvikmynd og með bestu myndum ársins hingað til. Hún er mjög vel leikin, gerð og skrifuð ásamt því að vera mjög sorgleg, sterk, átakanleg,mannleg og með eftirminnilegustu myndum í langan tíma. Mæli rosalega vel með henni fyrir alla(sem eru eldri en 15 ára)!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Innan um stóru myndirnar frá Hollywood leynast oft kvikmyndaperlur. Little Children er sannarlega ein slík perla. Þetta er mynd sem skilur eitthvað eftir sig og situr í áhorfandanum lengi á eftir. Myndin fjallar um Söruh Pierce (Kate Winslet) og Brad Adamson (Patrick Wilson) en þau kynnast fyrir tilviljun þegar þau eru með börnin sín á leikvelli í hverfinu sem þau búa í. Þau falla fyrir hvort öðru en það á eftir að reynast þeim dýrkeypt. Ég tel ekki heppilegt að fara nánar út í söguþráðinn þar sem hann er í raun flóknari en þetta. Leikstjórinn Todd Field (In the Bedroom) hefur bætt enn einni rós í hnappagatið því Little Children er framúrskarandi mynd fyrir vandláta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.10.2013

Jurassic World fær Iron Man 3 leikara

Deadline greinir frá því að hinn 12 ára gamli leikari Ty Simpkins, sem lék síðast í Iron Man 3, hafi verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í næstu Jurassic Park mynd, Jurassic World, í leikstjórn Colin Trevorrow.  Jurassic Worl...

31.12.2009

Áramóta-Tían!

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað topplista fyrir cirka mánuði síðan yfir bestu myndir áratugarins sem nú er að baki þá finnst mér erfitt að réttlæta það að telja upp einungis 25 titla og fjalla bara um 10. Notendur...

04.12.2009

Tían: Bestu myndir áratugarins

Menn virðast aldrei ætla að hætta að deila um hvort áratugurinn hættir núna um mánaðarmótin eða eftir cirka ár. Ég held að við höfum allir fengið okkur fullsadda á þessari rökræðu um aldamótin '99-00 (eða 2000-'01...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn