Náðu í appið
Notes on a Scandal

Notes on a Scandal (2006)

"One Woman's Mistake Is Another's Opportunity..."

1 klst 32 mín2006

Barbara Covett er bitur, kaldhæðin og einmana kennari, hörð og íhaldssöm, og nálgast eftirlaunaaldur, en samkennarar og nemendur leggja á hana fæð.

Rotten Tomatoes87%
Metacritic73
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Barbara Covett er bitur, kaldhæðin og einmana kennari, hörð og íhaldssöm, og nálgast eftirlaunaaldur, en samkennarar og nemendur leggja á hana fæð. Í einmanaleika sínum í íbúð sinni, þá eyðir hún tíma sínum í að skrifa í dagbók og hugsa um gamla köttinn sinn, Portia, auk þess sem hún saknar vinkonu sinnar Jennifer Dodd. Þegar Sheba Hart kemur sem nýr listakennari í skólann, þá beinir Barbara athygli sinni að henni, og skrifar harðar og leiðinlegar athugasemdir um hegðun hennar og klæðaburð. Þegar Barbara hjálpar Sheba í erfiðu máli vegna tveggja nemenda, þá ákveður Sheba að bjóða henni í þakklætisskyni í hádegisverð með fjölskyldunni. Sheba kynnir hana fyrir eiginmanninum og fyrrum kennaranum Richard Hart, sem er um tuttugu árum eldri en Sheba; uppreisnargjarnri unglingsdóttur sinni Polly; og syni sínum Ben, sem er með Downs heilkennið. Barbara verður náin Sheba, en þegar hún kemst óvænt að því að Sheba á í ástarsambandi við hinn fimmtán ára gamla nemanda Steven Connolly, þá ákveður Barbara að grípa tækifærið og komast enn nær Sheba, og felur leyndarmálið fyrir skólastjóranum. Þegar Portia deyr og Sheba ákveður að fara frekar að sjá son sinn leika í leikriti en að eyða tíma með Barbara hjá dýralækninum, þá ákveður Barbara að hefna sín, og úr verður mikið hneyksli og rót í þeirra lífi.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Kate Burton
Kate BurtonHandritshöfundur

Framleiðendur

Fox Searchlight PicturesUS
DNA FilmsGB
UK Film CouncilGB
BBC FilmGB
Scott Rudin ProductionsUS
Robert Fox ProductionsGB

Gagnrýni notenda (3)

★★★★☆

Kvikmyndin Notes on a Scandal byggir á samnefndri bók eftir Zoe Heller. Bókin er mjög góð og var vinsæl og því var ráðist í gerð þessarar myndar. Myndin fjallar mestmegnis um tvær ko...

★★★★☆

Barbara Covett(Judi Dench) er sögu kennari í menntaskóla, sem er óvinsæl,einmanna,alein gömul kona sem býr ein með kettinum sínum og það eina sem hún gerir er að kenna, sjá uum köttinn ...

★★★☆☆

Notes on a scandal segir frá Shel(Cate Blanchett) og Barbara(Judi Dench) sem eru kennslukonur í gagnfræðiskóla. Shel er gift og allt fer í hund og kött þegar hún byrjar að halda framhjá eig...