Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Its a boy girl thing er gott dæmi um það að Holliwod er algjörlega byrjuð að skíta yfir bakið á sér og hugsa bara um ekkert annað en að græða meiri peninga á heimskum almúganum. Ég borgaði ekki fyrir þessa mynd svo ég hef kannski litla afsökun, þó svo að ég skammast mín smá fyrir að plata sjálfan mig í það að sjá þessa mynd.
Finnst eins og frammleiðendur myndarinnar hefur sest niður og hugsað sér, okei hvað getum við stolið og notfært okkur til að gera mynd sem laðar að miljónir litla smá stelpna sem virðast hafa ekkert hugmyndarflug og þurfa að vera matað einhverri helvítis vitleisu sem hefur engan tilgang eða söguþráð. Maður er búinn að sjá þennan söguþráð svo oft áður, fólk skiptist um líkama, jú jú þetta er skemmtileg hugmynd og hægt að gera ágæta hluti með þennan söguþráð, en það er svo alls ekki gert með þessa mynd, hún er aljgörlega bragðlaus, hún á sér engan sjarma og maður er algjörlega hlessa að fólki finnst svona drasl gott.
Eina jákvæða var að leikkonan sem leikur í þessari mynd er ótrúlega flott, og naut ég mín mikið þegar ég sá hana á tjaldinu, en hún var langt frá því að vera góð í sínu hlutverki. Strákurinn hins vega stóð sig mun betur, hann náði báðum karaterum vel, sem strákur og síðan sem stelpa, hann fær nú plús fyrir það.
Ég viðukenni það að mér finnst stundum lúmskt gaman af unglingamyndum sem maður er mataður af öllu og þarf ekki að hugsa neitt, bara brosa og hafa gaman að, jú jú það er allt gott og blessað með það, en svona vitleisa líð ég alls ekki og verð ég að segja að ég gef myndinni bara fílukall, sem ég reyni nú oft að forðast, en myndin fannst mér alveg hræðilega leiðinleg.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Anchor Bay Entertainment
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
11. maí 2007