Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Gullmoli 1957
7 Óskarsverðlaun, það segir heilmikið. Kvikmynd sem að hlaut verðlaun á bestu myndina fram yfir 12 Angry Men. Það segir enþá meir. The Bridge on the River Kwai er vafalaust á meðal bestu verka leikstjórans David Lean, enda fyrsta stórmynd hans. (Seinni voru Lawrence of Arabia (1962) og Doctor Zhivago (1965))
Kvikmyndin er byggð á skáldsögu Pierre Boulle sem að byggist léttilega á sönnum atburðum. Sagan gerist í seinni heimsstyrjöldinni, á vestur-Taílandi en er tekin upp í Sri-Lanka. Bretum hefur verið safnað saman í japönskum herfangabúðum til að byggja brú yfir ánna Kwai. Liðsforingi bresku herfanganna er Colonel Nicholson. (Alec Guinnes) Maður sem að ljómar af hinu breska stolti og agasemi. Sá sem að er við stjórn fangabúðanna, ásamt framkvæmdinni að brúar smíðunum er hinns vegar Colonel Saito. Maður sem virkar sem harðstjóri, en er í raun aðeins að gera það sem að hann telur nauðsynlegt.
Þessar persónur eru augljóslega tákn gagnstæðra siðmenninga, en eru í raun ansi líkar. Hvað varðar stollt, þrjósku og hollustu gagnvart eigin siðum og reglum.
Brúarsmíðin gengur illa til að byrja með sökum deilna á milli Nicholson og Saito. Þar er rifist um hvort að liðsforingjar skuli vinna verkamannavinnu á meðal óbreyttra eða ekki. Þar sem að Genfar sáttmálinn bannar það.
Loks nást þó sættir og fara hlutirnir að ganga betur uppúr því. En án vitundar Japanana þá stafar þeim hætta af strokufanga úr fangabúðunum. Kaninn, Shears (William Holden) sem að talinn var af, finnur vinveittar herbúðir þar sem að hann leysir frá skjóðunni og þar með er tafarlaust sett saman skemmdaraðgerðar áætlun.
Mynd þessi er vægast sagt frábær. Hún er litrík en ekki um of, heldur bíðst manni heldur þæginlegt áhorf, eins og David Lean er lagið að bjóða manni. Leikararnir eru einnig stórkostlegir, þá sérstaklega Guinnes en hann fékk jú óskarinn fyrir frammistöðu sína. Hann fékk mig í raun til að standa ekki á sama um þessa brú.
Eina tilnefning kvikmyndarinnar sem að ekki hlaut verðlaun átti Sessue Hayakawa um 'Best Supporting Actor' fyrir leik sinn sem Colonel Saito.
Engu að síður þá er The Bridge on the River Kwai sannkallað meistaraverk og ætlað að vera í tölu klassíka, kvikmyndasögunnar.
7 Óskarsverðlaun, það segir heilmikið. Kvikmynd sem að hlaut verðlaun á bestu myndina fram yfir 12 Angry Men. Það segir enþá meir. The Bridge on the River Kwai er vafalaust á meðal bestu verka leikstjórans David Lean, enda fyrsta stórmynd hans. (Seinni voru Lawrence of Arabia (1962) og Doctor Zhivago (1965))
Kvikmyndin er byggð á skáldsögu Pierre Boulle sem að byggist léttilega á sönnum atburðum. Sagan gerist í seinni heimsstyrjöldinni, á vestur-Taílandi en er tekin upp í Sri-Lanka. Bretum hefur verið safnað saman í japönskum herfangabúðum til að byggja brú yfir ánna Kwai. Liðsforingi bresku herfanganna er Colonel Nicholson. (Alec Guinnes) Maður sem að ljómar af hinu breska stolti og agasemi. Sá sem að er við stjórn fangabúðanna, ásamt framkvæmdinni að brúar smíðunum er hinns vegar Colonel Saito. Maður sem virkar sem harðstjóri, en er í raun aðeins að gera það sem að hann telur nauðsynlegt.
Þessar persónur eru augljóslega tákn gagnstæðra siðmenninga, en eru í raun ansi líkar. Hvað varðar stollt, þrjósku og hollustu gagnvart eigin siðum og reglum.
Brúarsmíðin gengur illa til að byrja með sökum deilna á milli Nicholson og Saito. Þar er rifist um hvort að liðsforingjar skuli vinna verkamannavinnu á meðal óbreyttra eða ekki. Þar sem að Genfar sáttmálinn bannar það.
Loks nást þó sættir og fara hlutirnir að ganga betur uppúr því. En án vitundar Japanana þá stafar þeim hætta af strokufanga úr fangabúðunum. Kaninn, Shears (William Holden) sem að talinn var af, finnur vinveittar herbúðir þar sem að hann leysir frá skjóðunni og þar með er tafarlaust sett saman skemmdaraðgerðar áætlun.
Mynd þessi er vægast sagt frábær. Hún er litrík en ekki um of, heldur bíðst manni heldur þæginlegt áhorf, eins og David Lean er lagið að bjóða manni. Leikararnir eru einnig stórkostlegir, þá sérstaklega Guinnes en hann fékk jú óskarinn fyrir frammistöðu sína. Hann fékk mig í raun til að standa ekki á sama um þessa brú.
Eina tilnefning kvikmyndarinnar sem að ekki hlaut verðlaun átti Sessue Hayakawa um 'Best Supporting Actor' fyrir leik sinn sem Colonel Saito.
Engu að síður þá er The Bridge on the River Kwai sannkallað meistaraverk og ætlað að vera í tölu klassíka, kvikmyndasögunnar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Columbia Pictures
Aldur USA:
PG