Do the Right Thing (1989)
"It's the hottest day of the summer. You can do nothing, you can do something, or you can..."
Myndin fjallar um lífið í Bedford-Stuyvesant hverfinu í Brooklyn einn heitan sumar-sunnudag.
Bönnuð innan 12 áraSöguþráður
Myndin fjallar um lífið í Bedford-Stuyvesant hverfinu í Brooklyn einn heitan sumar-sunnudag. Eins og alla aðra daga þá opnar Sal Fragione pítsustaðinn sem hann hefur rekið í 25 ár. Nágrennið hefur breyst talsvert á þeim tíma, og nú býr þarna einkum fólk af afrískum-amerískum og spænskum uppruna. Sonur hans, Pino, þolir ekki hverfið og langar ekkert frekar en að flytja pítsustaðinn í þeirra eigin hverfi. En fyrir Sal þá stendur veitingastaðurinn fyrir nokkuð sem er hluti af lífi hans og hluti af samfélaginu þarna. Það sem byrjar sem einföld kvörtun eins af viðskiptavinum hans, Buggin-Out - sem veltir því fyrir sér afhverju hann er bara með myndir af frægum einstaklingum af ítalsk-amerískum uppruna uppi á veggjunum þegar flestir viðskiptavinanna eru svartir - þróast fljótt upp í ofbeldi þar sem reiðin og pirringurinn dregur fram það versta í öllum.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur


Verðlaun
Tilnefnd til tveggja Óskara. Spike Lee fyrir handrit og Danny Aiello fyrir leik í aukahlutverki.



















