Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street 2007

(Sweeney Todd)

Frumsýnd: 1. febrúar 2008

Never Forget. Never Forgive.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 83
/100
Hlaut verðlaun bestu kvikmyndar í flokki gamanmyndar/söngleikja á Golden Globe hátíðinni. Johnny Depp vann einnig sömu verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki.

Judge Turpin (Alan Rickman) er dómari sem er ástfanginn af konu annars manns. Hann sendir manninn hennar, Benjamin Barker (Johnny Depp), ranglega í útlegð svo að hann geti gert hosur sínar grænar fyrir konunni. Benjamin losnar úr prísundinni, tekur upp nafnið Sweeney Todd og snýr aftur með hefnd í huga. Áætlun hans um að refsa dómaranum fer þó eitthvað út um... Lesa meira

Judge Turpin (Alan Rickman) er dómari sem er ástfanginn af konu annars manns. Hann sendir manninn hennar, Benjamin Barker (Johnny Depp), ranglega í útlegð svo að hann geti gert hosur sínar grænar fyrir konunni. Benjamin losnar úr prísundinni, tekur upp nafnið Sweeney Todd og snýr aftur með hefnd í huga. Áætlun hans um að refsa dómaranum fer þó eitthvað út um þúfur og hann gerir djöfullegan samning við konuna sem hann leigir hjá (Helena Bonham Carter). ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Besti söngleikurinn
Hér á ferðinni er einn allra besti söngleikur síðara tíma. Johnny Depp túlkar Benjamin Barker sem bjó hamingjusamur með konu sinni og dóttur og starfaði sem rakari. Judge Turpin (Alan Rickman) er réttardómari og féll fyrir konu Barker þannig að hann sendi Benjamin Barker til Ástralíu í útlægð. 15 árum síðar þá snýr hann aftur með Anthony (Jamie Campbell Bower) með sér. Þegar hann kemur aftur þá er hann búinn að skipta um nafn því annars þekkja hann allir sem Benjamin Barker svo hann fann nafið Sweeney Todd. Svo opnar hann rakarastofu fyrir ofann búðina hennar Mrs. Lovett (Helena Bonham Carter) , en einn svo kemur Pirelli (Sacha Baron Cohen) til sögunar en hann þekkti Sweeney áður en hann varð sendur í útlægð svo þá hann losar sig við Pirelli. Pirelli átti einn vinnumann sem hann keypti af munaðarleysingjarhæli, hann heitir Toby (Ed Sanders) svo þegar Todd er búinn að losa sig við Pirelli þá ákveða þau Sweeney og Lovett að eiga Toby og nota hann til hjálpar reksturs Lovettar.
Eina sem Sweeney hugsar um er að ná dóttur sinni af Judge Turpin því hann er búinn að halda henni í 13 og ala hana upp svo þá ætlar Anthony að hjálpa til með það.

Þetta er ekta mynd efir Tim Burton því hann merkir sýnar myndir svo vél og þarna sést það alveg mjög vél. Tilm Burton og Johnny Depp vinna samann þá kemur út eitthvað mjög flott og listrænt og góður fílingur, það er alltaf mjög gamann að setjast niður og horfa á Tim Burton mynd séstaklega ef Johnny Depp fylgir með í henni því þá veit maður hvað kemur út. Ég er ekkert frá því að Sweeney Todd sé kominn á topp fimm bestu söngvamyndirnar.


Endirinn er mjög vél vandaður og mjög kröftugur endir, hvernig svona einn meistari getur gert svona góðann og vél heppnaðann endir er alveg ómissandi. Myndin hefur tvo galla sem ég tók svona eftir. Fyrri gallinn er það að myndinn er alltof drungaleg það eru takmörk og þessi fer yfir þau. Ég hef ekkert á móti drungalegum myndum en Tim fór svo sannarlega yfir þau mörk.
Seinni gallinn er að hún fylgir svoldið mikið eftir The Phantom of the Opera það er ekki Tims myndum að fara í fót spor annara myndum.

********Spoiler ********

Aftur á móti eru líka eitt af mínum uppáhalds atriðið þegar Judge Turpin deyr það er einn flottasti dauði sem ég hef séð í kvikmyndasögunni ándjóks. Hvernig Tim Burton og John Logan ná að gera svo vél heppnaðann dauða, ég var í sjokki hve góð sena þetta er og hún nældi sig sæti í mínum top bestu 20 dauðum sem hefur sést á hvíta tjaldinu.
*****Spoiler búinn*****


Einkunn: 7/10 - " Mjög vél heppnuð söngva, hryllingsmynd, fellur samt smá í fót spor The Phantom of the Opera. VÉL heppnaður endir"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blóðugt meistaraverk
Líklegast eru söngleikir bara spurning um smekk, ég lærði í það minnsta að meta góða tónlist, enda ólst maður upp með aðra hverja uppáhalds teiknimynd sem hálfgerðann söngleik. (Aladdin, Lion King)
.
Sweeney Todd kom mér virkilega á óvart. Mér þykir þessi mynd jafnvel vera á meðal bestu verka Tim Burton's, skotheld í alla staði. Kvikmyndin glóir öll af hæfileikum. Glæsilegt leikara val, sviðsmyndin afbragðsgóð og tónlistin, já tónlistin vægast sagt mögnuð. Þrátt fyrir að vera heldur myrk og drungaleg er hún samtímis full af lífi. Það er ekkert sem að ég hefði viljað sjá meir af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er mikill aðdáandi Tim Burton, hef séð allar myndirnar hans, flestar mörgum sinnum. Það er líka regla hjá mér að sjá allar myndirnar hans í bíó enda virka þær oftast best á stóra tjaldinu. Sweeney er engin undantekning þar á. Þetta er söngleikur, eitthvað sem Burton hefur ekki prófað áður (fyrir utan að framleiða The Nightmare Before Christmas). Smá áhætta en hún borgar sig margfalt. Eins og oft áður er Johnny Depp í aðalhlutverki, enginn ástæða að breyta út af þeim vana. Depp skilar sínu frábærlega, þó hann sé kannski ekki besti söngvari í heimi. Best er þó kona Burton, Helena Bonham Carter, í hlutverki Mrs. Lovett. Alan Rickman er líka góður sem skúrkurinn (toppar samt ekki hlutverk sitt í Die Hard). Kom pínu á óvart að Sacha Baron Cohen væri ekki betri en hann var í þessari mynd..oh well. Lögin eru catchy, andrúmsloftið er drungalegt, blóðið flæðir í lítratali. Hvað er hægt að biðja um meira?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hálfgert klúður.
Sweeney Todd er nýjasti söngleikurinn frá Tim Burton og finnst mér þetta frekar slöpp tilraun hjá honum til að koma með eitthvað ferskt. Það allra versta við Sweeney Todd er öll þessi lög sem eru ekkert annað en óþolandi garg. Tim Burton er bara alveg búinn að missa neistann, ég fíla alveg stílinn hans en myndirnar hans eru bara orðnar svo leiðinlegar. Johnny Depp og Helena Bonham Carter eru jú góð í þessari mynd þ.e.a.s. þegar þau eru ekki að syngja og myndin hefur það sér til ágætis að vera flott tekin en annars er hún voða tilgangslaus. Hefði getað orðið svo miklu betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þetta er Ópera
Fyrst vil ég nefna hversu ótrúlega fáranlega asnaleg textaþýðingin var á þessari mynd. Greinilegt að þeir hafa ákveðið að hafa sama handrit og er sett upp í Óperunum og oftar en ekki hafði það bara alls ekki sömu meiningu. Böggaði mig mjög þannig ef þú ert að fara á þessa mynd, mæli ég með að horfa sem minnst á textann.

Myndin fjallar um mann að nafni Benjamin Barker (johnny Depp) sem er sendur í útlegð vegna brota sem hann gerði ekki. 15 árum síðar snýr hann aftur sem Sweeny Todd og er í hefndarhug.
Leikstjórinn Tim Burton er löngu búin að sanna sig sem einn betri (sjónrænn) leikstjóri allra tíma. Hann hefur ótrúlega sérstakan stíl, eitthvað ævintýralegt við hann og allar hans myndir. Útlitið á þessari mynd var ekki undantekngin og mætti segja að búningar, leikmynd og leikstjórn voru frábær.
Sagan sjálf fannst mér frekar innihaldslaus en blóðið og grófleikinn bætti mér það upp. Einnig er nánast þess virði að fara á þessa mynd því maður vill nú já Johnny syngja.
Fínasta mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn