Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Message in a Bottle 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. apríl 1999

A story of love lost and found.

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 32% Critics
The Movies database einkunn 39
/100
Kevin Costner tilnfefndur til Razzie Awards fyrir versta leik.

Kona finnur ástarbréf í flösku sem skolað hefur upp í fjöru, og leitar uppi höfund bréfsins, sem er skipasmiður og ekkill, en eiginkona hans dó langt fyrir aldur fram. Djúp og gagnkvæm tengsl myndast á milli þeirra, en á sama tíma tekst maðurinn á við fortíð sína til að hann geti haldið áfram að lifa lífi sínu og fundið hamingjuna.

Aðalleikarar


Þokkaleg ástarsaga sem segir frá einmanna fráskilinni konu (Robin Wright) sem finnur flösku einn daginn þegar hún er að skokka við ströndina. Í flöskunni eru hjartnæm skilaboð sem einhver hefur skrifað til látinnar eiginkonu sinnar og út frá því vaknar áhugi hjá konunni að hitta manninn sem skrifaði boðin. Auðvitað hefur hún síðan uppi á manninum (Kevin Costner) og þau verða ástfangin en sem fyrri daginn eru ástarsambönd flókin og ekki gengur allt eins og í sögu. Meirihluti myndarinnar fer í þróun sambands þeirra og ég verð að segja að myndin er talsvert langdregin. Ekki vantar að hún sé vel leikin, sérstaklega er Paul Newman góður í sínu hlutverki og er sennilega eitt það besta við myndina. Söguþráðurinn er ekkert meistaraverk og mér fannst þetta með flöskuskilaboðin nú fulldramatískt á köflum. Til þess að fá einhver tilfinningaviðbrögð frá áhorfendum er yfirdrifin notkun á væminni tónlist í myndinni. Ég var ekki mjög hrifinn af endanum heldur, mér fannst áhorfendur eiga betra skilið eftir að hafa fjárfest rúmlega tveim klukkustundum af lífi sínu í myndina. Bærileg afþreying en ekki mikið meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.03.2013

Frumsýning: Safe Haven

Sena frumsýndir myndina Safe Haven á föstudaginn næsta, þann 22. mars í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Myndin fjallar um unga konu á flótta sem finnur skjól í litlum bæ þar sem hún tekur s...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn