Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Myndin byrjar vel og nær að halda uppi ágætu plotti þangað til að hún fer út í eintóma dramatík og dettur því mikið niður. Jennifer Lopez (sem hefur verið afar misgóð í sínum myndum, stóð sig meðal annars vel í The Cell, en fór í taugarnar á mér í The Wedding Planner) nær í þessari mynd að vera mjög sannfærandi sem lögga, og James Caviezel (Frequency, Pay it Forward) er líka stórgóður. Þessir tveir leikarar eru samt frekar vannýttir í þessari mynd. Angel Eyes er alls ekki slæm mynd en hún hefði getað verið mun betri ef hún hefði ekki verið með svona langdregin eftir fyrsta klukkutímann eða svo. Söguþráðurinn er ágætur, en myndin gengur svo bara út á annað en þetta samband sem er á milli leikaranna tveggja, heldur fáum við að fylgjast með miklum fjölskylduvandamálum hjá persónu Lopez sem hafði lítið að gera við plottið. Lopez sést líka oft bæði vælandi með hörkukvendisstæla (sem er sjaldgæft hjá henni), og þar að auki er Caviezel oft frekar þunglyndur í sínu hlutverki (en það fylgir). Angel Eyes er í stuttu máli mjög óvenjuleg ástarsaga en í seinni partinn er þetta ekki óklisjukennt. Myndatakan er góð en samræðurnar verða oft langdregnar. Trailerinn fyrir þessa mynd benti til þess að maður fékk næstum því að vita allan endirinn, sem hefði verið ömurlegt. En samt var eins og að ef maður hefur séð trailerinn, þá er maður eiginlega búinn að sjá myndina (þ. e. a. s. öll bestu atriðin, hitt er allt bara langdregni). Angel Eyes er ekki mynd sem ætti að vera sýnd hér í kvikmyndahúsum. Hún er ekkert nema sæmileg tveggja stjörnu vídeó-afþreying.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$53.000.000
Tekjur
$29.700.000
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
2. nóvember 2001